Skilgreina formlega og lögfesta hverjir eru mikilvægir innviðir landsins
Ábyrgð
Forsætisráðuneytið í samvinnu við öll ráðuneyti
Innviður
Æðsta stjórn ríkisins
Landshluti
Landið allt
Áætlaður framkvæmdatími
2020-2020
Framvinda
76-99%
Staða við áramót 2022/2023
Fyrir liggur stefna stjórnvalda frá mars 2021 í almannavarna- og öryggismálum. Aðgerð 3.3 í stefnunni felur í sér að skilgreina ber mikilvæga innviði. Ríkislögreglustjóri stýrir vinnunni í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir þeirra, sveitarfélög, fyrirtæki sem reka mikilvæga innviði o.fl. Vinnan felur í sér að skilgreina hvaða þættir teljist til mikilvægra eða ómissandi innviða. Þessi vinna verður unnin í samráði við forsætisráðuneytið, sem mun undirbúa tillögur að skýrri lagaumgjörð um rekstur og vernd mikilvægra innviða, með þátttöku fleiri ráðuneyta. Leiðbeiningar um gerð áhættumats og könnun áfallaþols hafa verið gefnar út og námskeið hafa verið haldin fyrir ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. Stefnt er að því að ljúka skoðun áfallaþols hjá ráðuneytum og 80% sveitarfélaga fyrir árslok 2024. Nefnd sex ráðuneyta vann að gerð tillagna að heildstæðri löggjöf um rýni fjárfestinga í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Tillögurnar taka mið af sambærilegri erlendri löggjöf hvað varðar þá lögformlegu umgjörð og afmörkun sem þarf að vera fyrir hendi til að leggja mat á fjárfestingar í mikilvægum innviðum eða þjónustu með tilliti til þjóðaröryggis. Vinnan er komin vel á veg og drög að frumvarpi til laga eru tilbúin.Til baka
Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.