LAN-132 Forgangur í stjórnsýslu vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku
Lýsing
Bæting á málshraða hjá Skipulagsstofnun og forgangur mála í stjórnsýslu vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku (mat á umhverfisáhrifum og skipulagsbreytingar)
Ábyrgð
Skipulagsstofnun
Innviður
Orkukerfi
Landshluti
Landið allt
Áætlaður framkvæmdatími
2020-2021
Framvinda
76-99%
Staða við áramót 2022/2023
Unnið hefur verið áfram að endurbótum á verklagi og yfirsýn yfir lykiltölur er varða afgreiðslu mála hjá Skipulagsstofnun. Árangur af þessari vinnu hefur þegar skilað sér með auknum fyrirsjáanleika við úrvinnslu mála og styttri afgreiðslutíma. Á árinu hefur verið unnið að uppsetningu Skipulagsgáttar og samhliða því að uppfærslu skjalakerfa og nýrrar stafrænnar þjónustugáttar stofnunarinnar. Þessi verkefni munu skila aukinni skilvirkni og einfaldara og aðgengilegra ferli í skipulagsbreytingum og umhverfismati. Á haustþingi 2022 var lagt fram að nýju frumvarp til breytinga á skipulagslögum um svokallað raflínuskipulag, sbr. LAN-056.Til baka
Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.