Hoppa yfir valmynd

LAN-023 Aðstaða aðgerðastjórna í héraði

Lýsing

Skilgreina lágmarks aðstöðu aðgerðastjórnar, yfirfara stöðu og gera úrbætur eftir þörfum. Sjá VEL-26, VEF-32, NOV-34, NOE-45, AUS-31, SUL-26, SUN-20, HÖF-25

Ábyrgð

Ríkislögreglustjóri/almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við almannavarnanefnd

Innviður

Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2021

Framvinda

Lokið

Staða við áramót 2022/2023

Málefni er varðar aðgerðastjórnir voru til umræðu í mars á ráðstefnu aðgerðastjórnenda sem haldin var af Slysavarnafélaginu Landsbjörg og á námsstefnu Almannavarna sem haldin var í maí sl. Þann 30. nóvember sl. gaf ríkislögreglustjóri út handbók fyrir aðgerðastjórnir (Handbók Aðgerðastjórnir) sem unnin var í samvinnu við fulltrúa sveitarfélaga, lögreglustjóra og aðra viðbragðsaðila er koma að störfum í aðgerðastjórnum. Handbókin skilgreinir og samræmir m.a. hlutverk og ábyrgð aðgerðastjórna, aðstöðu og búnað, menntun og þjálfun ofl. Í dag eru starfræktar fimm fullbúnar og uppsettar aðgerðastjórnir, á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi Eystra og sú nýjasta í Vestmannaeyjum. Í öðrum umdæmum vinna ábyrgðaraðilar hlutaðeigandi aðgerðastjórna að uppbyggingu og formfestu á aðgerðastjórnum sínum, á grundvelli handbókar og eftir atvikum í samstarfi við Almannavarnir.Verkefni lauk í nóvember 2022.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta