Komin er út ný stefna í almannavarna- og öryggismálum. Í þeirri stefnu er ríkislögreglustjóra falið að leiða gerð samræmds áhættumats á mikilvægum/ómissandi innviðum skv. viðurkenndum aðferðum í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir þeirra, sveitarfélög og stofnanir þeirra, lögreglustjóra og fyrirtæki sem reka mikilvæga/ómissandi innviði á sviði orku, vatnsveitu, fjarskipta og samgangna. Þessi vinna er komin vel á veg. Tengist verkefnum LAN-025 um mat á áfallaþoli og uppfærslu áhættuskoðunar sem og LAN-008 um hlutverk ráðuneyta og samhæfingu viðbragða í vá.Til baka
Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.