Hoppa yfir valmynd

LAN-051 Forvarnir, viðbúnaður og viðbrögð vegna gróðurelda

Lýsing

Yfirfara og skilgreina forvarnir, viðbúnað og viðbrögð vegna gróðurelda

Ábyrgð

Húsnæðis og mannvirkjastofnun í samvinnu við stýrihóp um gróðurelda

Innviður

Heilbrigðisþjónusta

Landshluti

Landið allt

Áætlaður framkvæmdatími

2020 - 2022

Framvinda

51-75%

Staða við áramót 2022/2023

Gróðureldahópurinn hefur unnið drög að greinargerð um sameiginleg búnaðarmál vegna gróðurelda er til stendur að kynna fyrir innviðaráðuneytinu og sveitarfélögunum og hefja samtal um leiðir til fjármögnunar á viðeigandi viðbúnað slökkviliða vegna gróðurelda. Þróun Brunagáttarinnar heldur áfram og er horft til þess að í framtíðinni verði gáttin rafræn gagnalind slökkviliða landsins. Unnið er að gerð stafrænna brunavarnaáætlana sem verða aðgengilegar í gáttinni og munu slökkviliðsstjórar geta nýtt sér upplýsingarnar sem þar eru og einnig framkvæmt áhættumat fyrir sín starfssvæði. HMS ásamt gróðureldahópnum og hlutaðeigandi viðbragðsaðilum hafa ítrekað fyrri minnisblöð til innviðaráðuneytisins varðandi þörfina fyrir kaup á fleiri slökkviskjólum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa kaup á fleiri slökkviskjólum verið rædd og samþykkt í ríkisstjórn. Fjármögnun og útfærsla liggur þó ekki fyrir en nauðsynlegt verður að skilgreina hlutverk ábyrgðaraðila hvað varðar geymslu, viðhald og ekki síst beitingu, en aðkoma þyrlu er nauðsynleg við slökkvistarf úr lofti. HMS hefur lokið endurmenntunarnámskeiði fyrir slökkviliðsmenn vegna gróðurelda en til stendur að halda slík námskeið með reglulegu millibili.
Til baka


Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta