Upplýsingar til rannsóknarnefndar almannavarna 2020
Ábyrgð
Dómsmálaráðuneytið
Innviður
Löggæsla, viðbúnaður og neyðarþjónusta
Landshluti
Landið allt
Áætlaður framkvæmdatími
2020 - 2020
Framvinda
Felld niður við áramót 2021/2022
Staða við áramót 2022/2023
Frumvarp til breytinga á almannavarnalögum var samþykkt á Alþingi sumarið 2022. Með breytingunum var rannsóknarnefnd almannavarna lögð niður. Hennar í stað kemur þrepaskipt rýni: 1) Fram fari innri rýni á aðgerðum viðbragðsaðila í almannavarnaástandi með rýnifundum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 2) Fram fari ytri rýni þegar stjórn samhæfingar- og stjórnstöðvar telur nauðsynlegt að kallaðir verði til aðilar til skýrslugerðar sem hafa sérþekkingu. 3) Þá getur ráðherra óskað eftir skýrslugjöf sérfræðinga ef skýrsla sem er unnin að beiðni samhæfingar- og stjórnstöðvar er ekki fullnægjandi eða ráðherra telur það nauðsynlegt af öðrum ástæðum. Þetta fyrirkomulag tekur betur mið af raunverulegri þörf hverju sinni.Til baka
Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.