LAN-029 Búnaður til slökkvistarfs og sjúkraflutninga
Lýsing
Lýsing Yfirferð og mat á þörf þörf á búnaði til slökkvistarfs og sjúkraflutninga
Ábyrgð
Félagsmálaráðuneytið í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisstofnanir, slökkvilið, samgönguráðuneytið og sveitarfélög, landshlutasamtök SASS
Innviður
Heilbrigðisþjónusta
Landshluti
Landið allt
Áætlaður framkvæmdatími
2020 - 2020
Framvinda
76-99%
Staða við áramót 2022/2023
Nýverið birti HMS skýrslu um stöðu slökkviliða vegna ársins 2021 þar sem fram koma helstu niðurstöður varðandi búnaðarmál slökkviliða í landinu sem eru 34 talsins. Í skýrslunni kemur fram að ástand hlífðarfatnaðar var í meirihluta tilvika metið í lagi en þó fá ekki allir slökkviliðsmenn nauðsynlegar persónuhlífar, s.s. viðurkenndan undirfatnað til að klæðast undir eldgöllum. Ekki hafa öll slökkvilið til umráða fullnægjandi búnað til að geta sinnt verkefnum sínum, t.d. eru lágmarkskröfur um búnað slökkviliðsmanna vegna björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum ekki uppfylltar á þremur starfssvæðum slökkviliða. Almennt var annar búnaður slökkviliða, s.s. reykköfunartæki, dælur og lausabúnaður í góðu ástandi og hafði fengið eðlilegt viðhald í flestum tilvikum. Forritun á rafrænni Brunagátt miðar vel og geta slökkviliðin nú skilað inn skilaskyldum upplýsingum um búnaðarstöðu slökkviliða sem veitir HMS og slökkviliðum ágætis yfirsýn yfir stöðu búnaðarmála slökkviliða í landinu. Framundan eru breytingar varðandi Brunamálaskólann en ný reglugerð um skólann verður undirrituð af innviðaráðherra á næstunni. Til stendur til að útbúa nýja námskrá fyrir skólann og útfæra sérstakt framhaldsnám þar sem m.a. kennsluefni vegna slökkvistarfa í skipum verður tekið fyrir. HMS hefur í hyggju að eiga samstarf við Landhelgisgæsluna vegna þessa þátta námsins.Til baka
Fyrirvari: Ef upplýsingar um aðgerðir eru aðrar á vef en í skýrslunni þá gildir það sem stendur í henni.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.