Kuðungurinn
Umhverfisviðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins
Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2023. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við Dag umhverfisins 25. apríl.
Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við mat á viðurkenningarhöfum er horft til eftirfarandi þátta: Umhverfisstjórnunar, innleiðingar nýjunga í umhverfisvernd, losun gróðurhúsalofttegunda, minni efnanotkunar, lágmörkunar úrgangs, mengunarvarna, umhverfisvænni þróun á vöru eða þjónustu, framlags til umhverfismála, samstarfs í umhverfismálum og vinnuumhverfis.
Tillögur skulu berast umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu eigi síðar en 11. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn" á netfangið [email protected] eða með pósti í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.
Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru:
- 2022 - Gefn og Jáverk
- 2021 - BYKO
- 2020 - Íslandsbanki
- 2019 - Efla, verkfræðistofa
- 2018 - Krónan
- 2017 - Elding Hvalaskoðun
- 2016 - Endurvinnslan
- 2015 - ÁTVR
- 2014 - Landspítali
- 2013 - Kaffitár
- 2012 - Íslenskir fjallaleiðsögumenn
- 2011 - Náttúran.is
- 2010 - Farfuglaheimilin í Reykjavík.
- 2009 - Oddi.
- 2008 - Íslenska Gámafélagið.
- 2007 - Sólarræsting.
- 2006 - Bechtel.
- 2005 - Línuhönnun, varð hluti Eflu verkfræðistofu 2008
- 2004 - Orkuveita Reykjavíkur.
- 2003 - Hópbílar.
- 2002 - Árvakur.
- 2000 - Íslenska álfélagið.
- 1999 - Borgarplast.
- 1998 - Fiskverksmiðja Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.
- 1997 - Olíufélagið.
- 1996 - Fiskverkun KEA í Hrísey.
- 1995 - Prentsmiðja Morgunblaðsins.
- 1994 - Umbúðamiðstöðin, Gámaþjónustan og Kjötverksmiðjan Goði.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.