Grænbók um mannréttindi
Grænbók um mannréttindi ásamt fylgiriti um mannréttindastofnanir var birt í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun árs. Frestur til að skila umsögnum og ábendingum var til og með 13. febrúar 2023.
- Grænbók um mannréttindi
- Fylgirit grænbókar um mannréttindi - Mannréttindastofnanir
- Samantekt úr samráðsgátt (einnig birt í samráðsgátt)
Grænbók er yfirlit yfir stöðumat og valkosti og er undanfari frekari stefnumótunar. Við vinnuna var lagt mat á stöðu mannréttindamála á Íslandi þar sem safnað er á einn stað upplýsingum um mannréttindi, þróun, tölfræði, samanburði við önnur lönd og samantekt um mismunandi leiðir eða áherslur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í mannréttindamálum, m.a. í tengslum við stofnun sjálfstæðrar innlendrar mannréttindastofnunar.
Opnir samráðsfundir
Í tengslum við grænbókarvinnu voru haldnir samráðsfundir um landið. Á þeim var rætt um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara.
Mannréttindi
Sjá einnig:
Helstu lög
Nefndir
Annað gagnlegt efni
Mannréttindi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.