Hoppa yfir valmynd

Skipulag

Atvinnuvegaráðuneytið samanstendur af fimm skrifstofum.

Markmið skipurits ráðuneytisins er að treysta stefnumótun auk samræmingar aðgerða við framkvæmd stefnu ráðuneytis og ráðherra.

Skipurit atvinnuvegaráðuneytisins

Skipurit atvinnuvegaráðuneytisins

Skrifstofa ráðuneytisstjóra 

Skrifstofa ráðuneytisstjóra fer með samhæfingu verkefna ráðuneytisins og verkefnastjórnun í stórum stefnumótunarverkefnum. Eftirfarandi verkefni eru á vegum skrifstofunnar: 

  • Þjónustu og árangursráð. Vettvangur stofnana og ráðuneytis til að ræða stefnu, áherslur og fjármál stofnana.
  • Pólstjarnan er sameiginlegur vegvísir ráðuneytisins. Tekur mið af áherslum ráðherra sem eru innleiddar í starfsáætlun ráðuneytisins. 
  • Endurskoðun stofnanakerfis ráðuneytisins samhæfð í góðu samstarfi við fagskrifstofur ráðuneytisins. 

Skrifstofa auðlinda

Eftirfarandi málaflokkar heyra undir skrifstofu auðlinda: 

  • Auðlindanýting (vantar skilgreiningu?) 
  • Ferðamál 
  • Sjávarútvegur 
  • Lagareldi 

Hlutverk skrifstofu auðlinda

  • Skapa skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi fyrir auðlindanýtingu 
  • Greiningar og  stefnumótun til að bæta samkeppnishæfni 
  • Starfsumhverfi ferðaþjónustu. 
  • Stefnumótun og eftirfylgni með ferðamálastefnu til 2030 og aðgerðaáætlun hennar. 
  • Rannsóknir og neytendamarkaðssetning á sviði ferðaþjónustu. 
  • Starfsumhverfi sjávarútvegs 
  • Fiskvinnsla, markaðssetning sjávarafurða, veiðigjöld, rannsóknir og eftirlit með nýtingu og verndun lifandi auðlinda hafsins 
  • Gerð og framkvæmd fiskveiðisamninga við önnur ríki 
  • Rannsóknir á fiskistofnum og öðrum lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins 
  • Stjórn á og eftirlit með nýtingu og vernd fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins 
  • Sjávarspendýr 
  • Skapa skilvirka umgjörð um málefni fiskeldis 
  • Eftirlit með inn- og útflutningi afurða o.fl.
  • Samstarf á sviði EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar 

Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði: 

  • Hafrannsóknastofnun
  • Fiskistofa
  • Verðlagsstofa skiptaverðs 
  • Ferðamálastofu 
  • Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 
  • Flugþróunarsjóður 

Starfsfólk skrifstofu auðlinda

Skrifstofa viðskipta og markaða 

Eftirfarandi málaflokkar heyra undir skrifstofu auðlinda: 

  • Viðskipti
  • Alþjóðamarkaðir 
  • Samkeppnismál 
  • Neytendamál 
  • Iðnaður 
  • Félagaréttur 
  • Ríkisaðstoð 

Hlutverk skrifstofu viðskipta og markaða

  • Skapa skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi fyrir viðskipti og markaði 
  • Málefni félagaréttar, ársreikninga, endurskoðenda, bókhalds, ábyrgra viðskiptahætta, rafrænna viðskipti og fasteignasala. 
  • Stefnumótun og forræði á regluverki á sviði samkeppnismála og neytendamála. 
  • Umsjón með alþjóðamörkuðum, þ.m.t. tollamál, fríverslunarsamningar og viðskipti með sjávar- og landbúnaðarafurðir. 
  • Málefni iðnaðar og lögverndun starfsheita.
  • Umsjón með regluverki er snýr að erlendum fjárfestingum og rýni þeirra.
  • Verslun og þjónusta.
  • Forsvar á sviði ríkisaðstoðar fyrir hönd ríkisins og umsjón með ríkisaðstoðarmálum. 
  • Málefni faggildingar og staðlamála. 
  • Samskipti við Samkeppniseftirlitið, Neytendastofu, skráarsviði Skattsins, Staðlaráð, Íslandsstofu og faggildingarsvið Hugverkastofu. 
  • Samstarf á sviði EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar 

Fagleg forysta og samhæfing fyrir eftirfarandi stofnanir/sjóði: 

  • Neytendastofa 
  • Samkeppniseftirlit 

Starfsfólk skrifstofu viðskipta og markaða

Skrifstofa landgæða og dýraheilsu

Eftirfarandi málaflokkar heyra undir skrifstofu landgæða og dýraheilsu: 

  • Landbúnaður 
  • Fæðuöryggi 
  • Matvæli 
  • Dýravelferð 
  • Dýrasjúkdómar 
  • Jarðamál 

Hlutverk skrifstofu landgæða og dýraheilsu

  • Skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðslu og viðskipti með landbúnaðarafurðir. 
  • Greiningar og  stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. 
  • Framleiðsla landbúnaðarafurða 
  • Framkvæmd búvörusamninga 
  • Málefni jarða og landbúnaðarlands
  • Verðlagning og sala á búvörum
  • Dýravelferð og dýraheilbrigði 
  • Dýra og plöntusjúkdómar 

Starfsfólk skrifstofu landgæða og dýraheilsu (hlekkur) 

Skrifstofa fjármála og innri þjónustu 

Skrifstofa fjármála styður við málefnavinnu annarra skrifstofa þar sem viðfangsefni þeirra ganga í mörgum tilvikum þvert á viðfangsefni þeirra. 

Hlutverk skrifstofu fjármála er að styðja við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Skrifstofan annast rekstur ráðuneytisins, innkaup, skiptingu á fjárhagsramma ásamt framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga. 

  • Framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga 
  • Rekstur, fjármál og bókhald aðalskrifstofu ráðuneytisins 
  • Samræming á framsetningu stefnumörkunar á málefnasviðum ráðuneytisins.
  • Eftirlit með fjármálum og rekstri stofnana 
  • Kostnaðarmat og áætlanagerð 
  • Innri þjónusta og stefnumótun ráðuneytisins 
  • Aðstoð við ráðherra og ráðuneytistjóra 
  • Upplýsingamál, samskipti við fjölmiðla og viðburðahald
  • Mannauðsmál 
  • Umsjón með ráðningu og skipun embættismanna 
  • Jafnlaunavottun og jafnréttismál 
  • Fræðsla og starfsþróun 
  • Skjalamál og málaskrá 
  • Gæðamál
  • Gagnagrunnar 
  • Stafræn þróun 
  • Samskipti við forstöðumenn stofnana
  • Framkvæmda og húsnæðismál ráðuneytisins

Starfsfólk skrifstofu fjármála og innri þjónustu

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta