Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

29. mars 2000 DómsmálaráðuneytiðBjörn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009

Ávarp kirkjumálaráðherra í sýningarskrá ljósmyndasýningar af 44 kirkjum í Vesturheimi

Ljósmyndasýning af 44 kirkjum í Vesturheimi,

Ávarp Sólveigar Pétursdóttur, kirkjumálaráðherra, 25. mars 2000,
birt í sýningarskrá



Um árið 1855 hófust gífurlegir búferlaflutningar frá Íslandi til Vesturheims, er stóðu fram yfir aldamótin 1900. Talið er að um 14.000 Íslendingar hafi flust vestur um haf, langflestir til Norður-Ameríku, og þó einkum til Kanada.

Íslendingarnir sýndu fádæma þrek og gífurlega dugnað við að afla sér og sínum lífsviðurværis og koma undir sig fótum í nýja landinu. Þeir hélfu gjarnan hópinn og mynduðu Íslendingabyggðir.

Þótt veraldleg gæði væru af skornum skammti bjuggu þeir yfir andlegu ríkidæmi og þeir áttu í hjarta sínu haldgóða og bjargfasta trú í kristni. Þegar þeim varð ljóst að gnótt var af ódýru og hentugu timbri til kirkjubygginga, stóð ekki á því að þeir hæfust handa við kirkjusmíðar.

Fjöldi kirkna var reistur í Íslendingabyggðunum. Þær voru gjarnan einfaldar í sniði eins og vænta mátti, en engu að síður reisulegar og tignarlegar. Menn vissu að í þessum guðshúsum myndu þeir eiga öruggt og traust athvarf. Kirkjurnar urðu líka í raun félagslegur samkomustaður fólksins.

Það er því sérstakt fagnaðarefni að hér verða sýndar ljósmyndir af 44 kirkjum í Vesturheimi, sem Íslendingar reistu, fyrst og fremst í Kanada. Ljósmyndirnar tók Guðmundur Viðarsson, ljósmyndari. Af ljósmyndunum má sjá útfærsluna á hinni listrænu arfleifð í kirkjubyggingasmíð, sem menn fluttu með sér frá Íslandi. Þá má glöggt sjá ólík stílbrögð í byggingunum og hversu vel þeim hefur verið haldið við.

Sýningargestum er látið eftir að geta sér til um hvaða kirkjur á Íslandi hafi verið hafðar sem fyrirmyndir, og hvar greina megi aðra listastrauma í kirkjubyggingunum.

Að lokum þakka ég ljósmyndaranum fallegar og fræðandi ljósmyndir og þakka kirkjuhátíðanefnd hennar þátt í að koma sýningunni upp.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta