Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

23. janúar 2002 DómsmálaráðuneytiðBjörn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009

Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra á kynningarfundi um verkefnið Öruggt spjall

Öruggt spjall

Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra á kynningarfundi um verkefnið
flutt í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
23.1.2002.





Borgarstjóri,
góðir gestir.

Ég vil bjóða ykkur velkomin til kynningar á nýju verkefni sem nefnist ,,Öruggt spjall}}. Markmið þess er að vekja börn og foreldra þeirra til vitundar um þær hættur sem leynst geta á Internetinu. Við erum auðvitað öll ánægð með hve tölvunotkun og netsamskipti eru útbreidd meðal landsmanna, en engu að síður er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að þessi nýi heimur á sínar dökku hliðar.

Verkefnið kemur upprunalega frá Danmörku þar sem það kallast ,,Sikker chat}} og með góðfúslegu leyfi þeirra lítur nú dagsins ljós íslensk útgáfa sem ber yfirskriftina ,,Öruggt spjall}}, eins og áður sagði..Upphaf þessa verkefnis má rekja til þess að Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, sótti fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins fund stjórna afbrotavarnaráðanna á Norðurlöndum, en þar kynntu Danir þetta verkefni sem þá var í undirbúningi. Fékk verkefnið góðar viðtökur hér heima og óskaði dómsmálaráðuneytið eftir því að lögreglan kannaði hvort ástæða væri til þess að ýta sambærilegu verkefni af stað hér á landi. Þess má geta að aðrar Norðurlandaþjóðir hafa í kjölfarið farið svipaðar leiðir, hafa Norðmenn t.d. nú þegar sett slíkt verkefni af stað.

Verkefnið ,,Öruggt spjall" er samstarfsverkefni nokkur aðila. Að því standa embætti Ríkislögreglustjóra, Lögreglan í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, SKÝRR hf. og Umboðsmaður barna. Verkefnið felst meðal annars í útgáfu veggspjalds og bæklings sem hafa að geyma skilaboð til barna og ungmenna um að gæta sín í samkiptum við ókunnuga á Netinu. Bæklingnum verður dreift til allra grunnskólabarna í 7., 8. og 9. bekk og veggspjaldinu í grunnskólum landsins og félagsmiðstöðvum. En verkefnið verður kynnt hér nánar af borgarstjóra og fulltrúum lögreglunnar.

Netið hefur opnað okkur nýjar og spennandi leiðir til þess að hafa samskipti með skjótvirkari hætti en áður. Við þekkjum það líka öll að börn og ungmenni hafa verið fljót að tileinka sér þessar nýjungar og standa oft foreldrum sínum langt um framar í þessum efnum. Einmitt af þeim sökum verður aðhald og ráðgjöf foreldra ef til vill ekki eins markviss og á öðrum sviðum. Því er foreldrum ráðlagt að setja sig inn í þessa tækni til þess að geta leiðbeint börnum sínum og fylgst með því hvers konar efni þau sækja í á Netinu.

Það er kunnugt að barnaníðingar reyna að komast í samband við börn á svokölluðum spjallrásum. Með því að fylgja þeim varúðarreglum sem kynntar eru í þessu verkefni sem beint er til barna og foreldra þeirra geta börn sneitt hjá þeirri hættu og átt öruggt spjall á Netinu.

Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir komuna og gef borgarstjóra orðið.


Öruggt spjall - tenging






Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta