Dóms- og kirkjumálaráðherra ræðir öryggi á hafinu við NATO-þingmenn
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í morgun ræðu á fundi þeirrar nefndar NATO-þingsins, sem fjallar um borgaralega hlið öryggismála. Ráðherrann beindi sjónum sínum einkum að borgaralegum aðgerðum til að tryggja öryggi á höfunum, hann vék að eflingu Landhelgisgæslu Íslands, auknum ferðum risaolíu- og gasflutningaskipa við strendur Íslands og öryggi skemmtiferðaskipa. Þá lýsti ráðherrann þáttaskilunum í öryggismálum Íslands á síðasta ári, þegar bandaríska varnarliðið hvarf héðan. Ráðherrann hvatti til þess að ríki við Norður-Atlantshaf efldu borgaralegt samstarf sín á milli til að tryggja öryggi á höfunum með því að stofna það, sem hann kallaði á ensku North Atlantic Coast Guard Forum - eða samstarfsvettvang landhelgisgæslu á Norður-Atlantshafi.
Sjá ræðu ráðherra hér.