Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

27. nóvember 2007 DómsmálaráðuneytiðBjörn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009

Dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi í Harvard-háskóla

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti í gær erindi um loftslagsbreytingar og hlut Íslands í öryggismálum á Norður-Atlantshafi í Belfer Center í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Að loknu erindinu tók ráðherrann þátt í málstofu um viðfangsefnið.

Í máli sínu ræddi dóms- og kirkjumálaráðherra um vaxandi hlutverk borgaralegra stofnana, lögreglu og landhelgisgæslu, við öryggisgæslu á sjó og landi. Ekki væri skynsamlegt að beita herflota við að gæta öryggis á siglingaleiðum eða til að leysa úr deilum um yfirráð á Norðurpólnum.

Ráðherrann ræddi brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi og taldi hana bera vott um skammsýni með hliðsjón af miklum hagsmunum Bandaríkjamanna af því að fyllsta öryggis sé gætt á siglingaleiðum olíu- og gasflutningaskipa. Hann hvatti til þess að samstarf yrði aukið milli landhelgis- og strandgæslna á N-Atlantshafi.

Í dag mun dóms- og kirkjumálaráðherra heimsækja stöð bandarísku strandgæslunnar í Boston en hún starfar í nánum tengslum við Landhelgisgæslu Íslands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta