Dóms- og kirkjumálaráðherra á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál í Fairbanks, Alaska
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu um borgaraleg viðfangsefni við gæslu öryggis á Norður-Atlantshafi á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál í Fairbanks í Alaska þriðjudaginn 12. ágúst. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti.
Í erindi sínu, The Civilian Role in Safety in the North Atlantic, fjallaði Björn m.a. um aukið hlutverk borgaralegra stofnana, lögreglu og landhelgisgæslu, við öryggisgæslu á sjó og landi. Hvatti hann til enn nánara samstarfs ríkja sem liggja að Norður-Atlantshafi og Eystrasalti um eftirlit og öryggisgæslu á sjó.