Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

25. október 2019 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hver á heima í tugthúsinu - grein í Morgunblaðinu 25. október 2019

Lög­spek­ing­ur­inn Njáll á Bergþórs­hvoli á að hafa sagt fyr­ir margt löngu „með lög­um skal land vort byggja, en með ólög­um eyða“. Þetta er um margt rétt. Ef laga­setn­ing frá Alþingi er ekki skýr, í takt við tím­ann og ríkj­andi viðhorf reyn­ist eðli­lega erfitt fyr­ir borg­ar­ana að fara að þeim sömu lög­um. Dæmi um úr­elta laga­setn­ingu eru þau ólög að refsa fólki með fang­elsis­vist fyr­ir að móðga aðra mann­eskju. Þessi ákvæði al­mennra hegningar­laga stang­ast á við tján­ing­ar­frelsið og vernd mannréttinda.

Í gær mælti ég fyr­ir frum­varpi til laga um bæt­ur vegna ærumeiðinga. Með frum­varp­inu er lagt til að sett verði sér­stök lög um bæt­ur vegna ærumeiðinga og að sam­hliða því verði nán­ast öll ákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga sem fjalla um ærumeiðing­ar felld á brott. Þetta eru tíma­bær­ar breyt­ing­ar á tæp­lega 80 ára göml­um ákvæðum um refs­ing­ar vegna ærumeiðinga. Eins og gef­ur að skilja hafa orðið um­tals­verðar breyt­ing­ar á lög­gjöf um tján­ing­ar­frelsi á þeim tíma. Ber þar hæst tján­ing­ar­frels­isákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar frá ár­inu 1995 og lög­fest­ing Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu árið 1994, þar sem finna má ákvæði sem sér­stak­lega fjall­ar um tján­ing­ar­frelsi.

Sam­kvæmt eldri lög­um, sem nú falla úr gildi, er hægt að dæma ein­stak­ling í eins árs fang­elsi fyr­ir móðgun. Það gef­ur auga leið að það stenst ekki tján­ing­ar­frels­isákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þau ákvæði hegn­ing­ar­laga sem fjalla um ærumeiðing­ar end­ur­spegla því hvorki raun­veru­lega réttar­framkvæmd né nú­tímaviðhorf um tján­ing­ar­frelsi og ærumeiðing­ar sem refsi­verðan verknað. Sam­kvæmt nýj­um lög­um geta ein­stak­ling­ar þó enn höfðað meiðyrðamál og krafist bóta af þeim sem þeir telja að hafi skaðað æru þeirra. Það er samt tölu­verður mun­ur á því að krefjast bóta og setja menn í fang­elsi.

Þá eru jafn­framt lagðar til breyt­ing­ar er fella á brott ákvæði um óvirðingu ís­lenska fán­ans og fang­els­is­refs­ingu þar um. Aðrar regl­ur um þjóðfán­ann hald­ast óbreytt­ar sem og sekt­ar­heim­ild­ir.

Nú velta ef­laust ein­hverj­ir því fyr­ir sér hvort með þessu sé verið að hvetja til ærumeiðinga ein­stak­linga eða óvirðing­ar fán­ans. Það er þó ekki svo. Við eig­um sem þjóð að virða fán­ann okk­ar og vera stolt af hon­um, enda munu fána­lög­in sem slík halda gildi sínu. Aft­ur á móti verðum við að viður­kenna rétt ein­stak­linga til að tjá skoðanir sín­ar og tak­marka þá mögu­leika sem ríkið hef­ur til að dæma menn í fang­elsi fyr­ir að tjá þær. Hvergi á Norður­lönd­un­um eru ákvæði í sam­bæri­leg­um lög­um til að stinga mönn­um í stein­inn fyr­ir of­an­greind atriði og það er ekk­ert sem kall­ar á að ís­lensk lög séu með öðrum hætti.

Tján­ing­ar­frelsið er horn­steinn lýðræðis­legr­ar og upp­lýstr­ar umræðu. Öllu jafna för­um við mis­vel með þenn­an horn­stein, en við þurf­um ekki að fang­elsa þá sem fara illa með hann.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta