Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

20. desember 2019 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Öflugri almannavarnir - grein í Morgunblaðinu 20. desember 2019

 Við Íslend­ing­ar vor­um minnt á það í síðustu viku hve nátt­úru­öfl­in eru áhrifa­mik­ill þátt­ur í lífi okk­ar og til­veru. Veður­ham­ur­inn varð þess vald­andi að raf­magns­laust var á stór­um svæðum á norðan­verðu land­inu í marga sól­ar­hringa. Fjöl­marg­ir voru einnig án hita og fjar­skipta og út­send­ing­ar RÚV lágu niðri á sum­um svæðum. Hér skapaðist ástand þar sem reyndi á alla þætti al­manna­varna­kerf­is­ins.

Á sama tíma vor­um við minnt á það hvað við búum yfir öfl­ug­um viðbragðsaðilum; björg­un­ar­sveit­um, Land­helg­is­gæslu, lög­reglu og fleiri aðilum sem unnu óeig­ingjarnt starf. Við stönd­um í þakk­ar­skuld við alla þá viðbragðsaðila sem létu til sín taka, fóru út í óveðrið og björguðu því sem bjargað varð við afar erfiðar aðstæður.

Veðrið sem gekk yfir landið sýndi þó að ástand ör­ygg­is­mála og upp­bygg­ing innviða er ófull­nægj­andi. Það er því mik­il­vægt að greina hvað fór úr­skeiðis og hvað sé unnt að bæta til að bregðast enn bet­ur við ef og þegar slík­ar aðstæður skap­ast á nýj­an leik.

Ég hef því virkjað rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna. Nefnd­in er sjálf­stæð og starfar í umboði Alþing­is. Henni er ætlað að rýna og meta fram­kvæmd al­manna­varnaaðgerða þannig að draga megi lær­dóm af reynsl­unni og stuðla að um­bót­um.

Nefnd­in hef­ur aldrei verið virkjuð áður þótt hún hafi verið kos­in af Alþingi með reglu­bundn­um hætti frá ár­inu 2008. Henni hef­ur fram til þessa ekki verið tryggt nauðsyn­legt fjár­magn á fjár­lög­um en ég hef gert ráðstaf­an­ir til tryggja nefnd­inni fjár­muni til rann­sókn­ar og skýrslu­gerðar í kjöl­far nýliðinna at­b­urða. Nefnd­in mun rann­saka þær áætlan­ir sem stuðst var við þegar hættu­ástandið skapaðist og hvernig viðbragðsaðilar brugðust við. Einnig á nefnd­in að gera til­lög­ur um úr­bæt­ur og vekja at­hygli á atriðum sem henni þykja máli skipta og horfa til bóta.

Það er mik­il­vægt að vel tak­ist til í störf­um rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Við höf­um reynslu af störf­um slíkra nefnda t.d. hvað varðar sjó­slys. Mik­il­vægt er að fá hlut­laust og fag­legt mat sér­fræðinga svo unnt sé að grípa til nauðsyn­legra aðgerða í fram­hald­inu, fum­laust og án óþarfa ágrein­ings.

Al­manna­varn­ir eru eitt mik­il­væg­asta verk­efni sem stjórn­völd fást við og þeim verður að sinna af alúð og kost­gæfni. Við búum í friðsælu landi með öfl­uga nátt­úru. Það má því segja að al­manna­varn­ir séu einn mik­il­væg­asti þátt­ur þess að tryggja ör­yggi al­menn­ings.

Við búum yfir öfl­ugu fólki úti um allt land sem aldrei verður þakkað nóg fyr­ir sitt öfl­uga fram­lag. Kerf­in okk­ar þurfa samt að virka vel til að þau geti sinnt starfi sínu með enn öfl­ugri hætti – og þau má alltaf bæta.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta