Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

19. febrúar 2020 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hæstiréttur Íslands 100 ára - grein í Morgunblaðinu 15. febrúar 2019

Í þjóðfrels­is­bar­áttu Íslend­inga á 19. öld var ein krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðli­leg og rök­rétt krafa. Sjálf­stætt og óháð dómsvald er samofið kenn­ing­unni um þrískipt­ingu rík­is­valds­ins sem var grund­völl­ur frelsis­hreyf­inga á Vest­ur­lönd­um á tíma sjálfstæðisbar­átt­unn­ar. Hæstirétt­ur Dan­merk­ur fór með úr­slita­vald í ís­lensk­um mál­um allt til árs­ins 1920. Íslend­ing­ar bjuggu við þrjú dóm­stig fram að þeim tíma því niður­stöðum Lands­yf­ir­rétt­ar mátti skjóta til end­an­legs dóms í Kaup­manna­höfn.

Hæstirétt­ur Íslands var stofnaður á grund­velli sambands­lag­anna frá 1918 og er ein helsta táknmynd full­veld­is­ins sem Íslend­ing­ar fengu á því ári. Þar kom efn­is­lega fram að Hæstirétt­ur Danmerk­ur héldi stöðu sinni sem æðsti dóm­stóll í ís­lensk­um dóms­mál­um uns Íslend­ing­ar tækju ákvörðun um að stofna eig­in hæsta­rétt. Íslend­ing­ar biðu ekki boðanna. Frum­varp var lagt fram á Alþingi sum­arið 1919 og það varð að lög­um nr. 22/1919. Hæstirétt­ur tók til starfa 16. fe­brú­ar 1920.

Með lög­un­um um Hæsta­rétt Íslands urðu mik­il kafla­skipti. Úrslita­dómsvald í ís­lensk­um mál­um var flutt til lands­ins; áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn, Landsyfirrétt­ur, var lagður niður og ákveðið var að mál­flutn­ing­ur fyr­ir hinum nýja dóm­stóli skyldi vera munn­leg­ur. Þótt mik­il samstaða væri um stofn­un rétt­ar­ins og menn litu á hann sem mik­ils­verðan áfanga í sjálf­stæðis­bar­átt­unni var greini­legt af umræðum í fjöl­miðlum á þeim tíma að ýms­ir voru ugg­andi um stöðu hans og óttuðust að hann yrði mjög van­bú­inn í sam­an­b­urði við Hæsta­rétt Danmerk­ur. Var ekki aðeins verið að bæta tveim­ur dómur­um við þrjá dóm­ara Lands­yf­ir­rétt­ar­ins og breyta nafn­inu? Hinn mik­il­vægi varnagli, Hæstiréttur Dan­merk­ur, yrði ekki leng­ur til staðar. Stærsti kost­ur hans væri fjar­lægðin frá mönn­um og flokka­drátt­um á Íslandi.

En, fjar­lægðin var reynd­ar einnig stærsti ókost­ur­inn við að hafa æðsta dóm­stól ís­lenskra mála í Kaupmanna­höfn. Dóm­end­ur höfðu ekki vald á tungu­mál­inu á dóms­kjöl­un­um sem varð því að þýða yfir á dönsku. Þá voru sam­göng­ur stirðar og gat komið fyr­ir að 5-6 ár liðu frá dómi Lands­yf­ir­rétt­ar til end­an­legr­ar niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. Staðreynd­in var því sú að mjög fáum mál­um var í raun skotið til Dan­merk­ur.

Vissu­lega bjó Hæstirétt­ur Íslands lengi við erfið skil­yrði. Dómur­um var t.d. fækkað niður í þrjá í sparnaðarskyni aðeins ör­fá­um árum eft­ir stofn­un rétt­ar­ins og þeir urðu ekki aft­ur fimm fyrr en tveimur ára­tug­um síðar. Hat­ramm­ar deil­ur hafa á stund­um blossað upp um skip­an dóm­ara og um niður­stöður ein­stakra mála. En, Hæstirétt­ur hef­ur eigi að síður áunnið sér álit og traust lands­manna og býr nú við hin ágæt­ustu skil­yrði. Eng­inn þarf að ef­ast um sjálf­stæði hans sem æðsta hand­hafa einn­ar af þrem­ur grein­um rík­is­valds­ins.

Þegar við fögn­um 100 ára af­mæli Hæsta­rétt­ar Íslands hef­ur sú meg­in­breyt­ing orðið á stöðu hans að dóm­stig­in eru aft­ur orðin þrjú líkt og þau voru fyr­ir stofn­un hans. Nýr áfrýj­un­ar­dóm­stóll, Lands­rétt­ur, tók til starfa fyr­ir tveim­ur árum. Með stofn­un hans var Hæsta­rétti skapað svig­rúm til að gegna hlut­verki sem æðsti dóm­stóll þjóðar­inn­ar. Í því felst að hann tek­ur til meðferðar mál þar sem mik­il­væg og vanda­söm lög­fræðileg viðfangs­efni eru til úrlausn­ar. Með stofn­un Lands­rétt­ar var einnig brugðist við veik­leika í ís­lensku dóms­kerfi er sneri að end­ur­skoðun dóma á áfrýj­un­arstigi vegna megin­regl­unn­ar um beina og milliliðalausa sönnunar­færslu.

Það voru ekki síst at­huga­semd­ir frá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu (MDE) sem leiddu til stofn­un­ar Lands­rétt­ar. MDE hef­ur haft marg­vís­leg og já­kvæð áhrif á ís­lensk­an rétt enda er hann stefnu­mark­andi við túlk­un á ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mál­ans (MSE) sem hef­ur laga­gildi hér á landi. Nefna má að það var fyr­ir áhrif MDE að full­ur aðskilnaður varð loks á milli fram­kvæmda­valds og dómsvalds í héraði fyr­ir 30 árum. Áhrif dóms­ins hafa verið marg­vís­leg síðan og enn læt­ur hann til sín taka. Fyr­ir efri deild dóms­ins er til meðferðar mál er varðar skip­un dóm­ara við Lands­rétt. Mörg­um þykir sem neðri deild dóms­ins hafi hafnað niður­stöðu Hæsta­rétt­ar Íslands án full­nægj­andi rök­stuðnings. Mál­inu var því skotið til efri deild­ar dóms­ins. Endanlegr­ar niður­stöðu er von­andi að vænta áður en langt um líður og hún verður tek­in til skoðunar af ís­lensk­um stjórn­völd­um hver svo sem hún verður.

Þótt margt hafi þró­ast til betri veg­ar í störf­um og starfs­um­hverfi Hæsta­rétt­ar á liðnum árum og áratug­um verður ekki hjá því kom­ist að nefna hve seint og illa hef­ur reynst að tryggja jafn­ræði kynjanna meðal dóm­ara rétt­ar­ins. Á 100 ára afmælinu eru aðeins 2 dóm­ar­ar af 7 kon­ur. Karl­ar voru áður mun fleiri en kon­ur í hópi lög­fræðinga. Sú staða hef­ur gjör­breyst. Kon­ur eru nú mjög áber­andi á meðal lög­manna, dóm­ara og kenn­ara í lagadeildum há­skól­anna. Von­andi kem­ur því til þess fyrr en síðar að jafn­rétti kynj­anna verði tryggt hvað varðar dóm­ara­skip­un við æðsta dóm­stól þjóðarinnar.

Hæstirétt­ur Íslands er sem fyrr tákn­mynd full­veld­is þjóðar­inn­ar en það er ekki síður mik­ils um vert að hann sé tákn­mynd réttarör­ygg­is, frels­is og friðhelgi borg­ar­anna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta