Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

29. maí 2020 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Við stefnum í eðlilegt horf - gein í Morgunblaðinu 25. maí 2020

Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fengið að kynn­ast því sem ekk­ert okk­ar hafði gert sér í hug­ar­lund fyr­ir aðeins nokkr­um mánuðum, að lifa við mikla skerðingu á dag­legu frelsi. Við höfum ekki getað hitt eldri ætt­ingja, farið í lík­ams­rækt, knúsað litlu syst­ur, haldið ferm­ing­ar­veisl­ur né ferðast óhindrað milli landa. Það er merki­legt að sjá þann sam­taka­mátt sem þjóðin hef­ur sýnt og við sjá­um nú þegar merki þess að flest­ir vilja leggja sitt af mörk­um til að fara ver­lega á meðan ógn­in af veirunni var­ir enn.

Við erum öll staðráðin í því að láta lífið halda áfram. Í dag taka í gildi mikl­ar aflétt­ing­ar á þeim tak­mörk­un­um sem hér hafa verið frá 13. mars. Það er mik­il­vægt að tryggja að þau höft og tak­mark­an­ir sem nauðsyn­legt hef­ur verið að grípa til festi sig ekki í sessi til lengri tíma. Þrátt fyr­ir að þær hafi verið minni en víða um heim og við lif­um við meira frelsi frá og með deg­in­um í dag finnst okk­ur nóg um.

Aðgerðir stjórn­valda miða að því að færa þjóðlífið smám saman í eðli­legt horf þótt veir­an muni mögu­lega koma að einhverju marki upp aft­ur. Sam­kom­ur með allt að 200 manns eru nú leyfðar, skil­grein­ing­in á tveggja metra regl­unni er breytt og miðast nú ein­ung­is við að fólk geti átt þess kost að virða hana kjósi það svo. Þá verða lík­ams­rækt­ar­stöðvar opnaðar ásamt skemmtistöðum og krám með ákveðnum tak­mörk­un­um.

Bar­átt­an við óþekkta sjúk­dóm­inn COVID-19 hef­ur gengið vel hér á landi, allt hef­ur miðað að því að vernda líf og heilsu fólks og nú eru ein­ung­is þrjú virk smit í land­inu. Af­leiðing­ar þeirra viðbragða sem farið hef­ur verið í um heim all­an fela í sér gríðarleg­an sam­drátt í hag­kerf­um heims­ins sem ekki verður búið við til lang­frama. Nú leggj­um við allt kapp á að ræsa hagkerfið aft­ur, tryggja störf og hag­vöxt til framtíðar. Þannig auk­um við lífs­gæðin enn frek­ar hér á landi.

Það eru rúm­ir tveir mánuðir frá því að sam­komu­bann var sett á hér á landi. Það er ekki lang­ur tími í sögu­legu sam­hengi en þetta er engu að síður tími sem við gleym­um seint. Við vit­um hvað við höf­um í frels­inu, hvað við höf­um í sam­skipt­um við okk­ar nán­ustu, mögu­leik­ana á því að koma sam­an og ferðast og þannig mætti lengi áfram telja. Við vit­um að við vilj­um halda í þetta frelsi og aðeins ham­far­ir eða skæðar sótt­ir geta tekið það frá okk­ur – þó alltaf von­andi tíma­bundið. Í dag för­um við af neyðarstigi al­manna­varna yfir á hættu­stig og ég er þess fullviss að all­ir hafi vilja til þess að leggja áfram sitt af mörk­um til að tak­ast á við þetta verk­efni. Þannig höf­um við náð ár­angri fram til þessa.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta