Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

28. ágúst 2020 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Vernd gegn ofbeldi - grein í Morgunblaðinu í ágúst 2020

Kvenna­at­hvarf á Norður­landi verður opnað í fyrsta sinn í dag. Hingað til hef­ur ekki verið neitt bú­setu­úr­ræði utan Reykja­vík­ur fyr­ir kon­ur og börn sem ekki geta dvalið á heim­ili sínu vegna of­beld­is. Mik­il­vægt er að tryggja íbú­um á lands­byggðinni aðgengi að þjón­ustu vegna heim­il­isof­beld­is. Hér er um til­rauna­verk­efni að ræða og þörf­in á slíku úrræði verður met­in eft­ir því hvernig til tekst og nokk­ur reynsla hef­ur feng­ist af starf­sem­inni.

Ein hliðar­verk­ana kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins er sú að kon­ur hafa því miður orðið ber­skjaldaðri fyr­ir of­beldi á heim­il­um sín­um í kjöl­farið. Fjöldi slíkra of­beld­is­mála jókst þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst og tak­mark­an­ir á sam­komu­haldi og öðrum sam­skipt­um fólks voru í há­marki. Til­kynn­ing­ar um heim­il­isof­beldi á fyrri hluta þessa árs hafa ekki verið fleiri síðan árið 2015.

Eng­inn get­ur búið við slík­ar aðstæður. Heim­ilið á að vera friðar- og griðastaður en ekki vett­vang­ur of­beld­is og annarra óhæfu­verka. Kvenna­at­hvarfið hef­ur reynst þessi staður fyr­ir fjöl­marg­ar kon­ur og börn þar sem ör­yggi og hlýja mæta þeim sem þangað leita. Um leið er það hryggi­leg­ur vitn­is­b­urður um þá staðreynd að of marg­ar kon­ur og börn búa við óá­sætt­an­leg­ar aðstæður á heim­il­um sín­um. Kyn­bundið of­beldi er mesta ógn gegn frelsi og sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna sem fyr­ir­finnst í ís­lensku sam­fé­lagi. Þessu verður að breyta með upp­fræðslu og virk­um aðgerðum.

Gripið hef­ur verið til mark­vissra aðgerða og vit­und­ar­vakn­ing­ar gegn of­beldi. Opn­un Kvenna­at­hvarfs­ins á Norður­landi er ein af sjö til­lög­um aðgerðat­eym­is sem við fé­lags­málaráðherra skipuðum í byrj­un maí í þeim til­gangi að stýra og sam­ræma vinnu við út­færslu aðgerða gegn of­beldi á tím­um efna­hagsþreng­inga og áfalla. Önnur til­laga aðgerðat­eym­is­ins snýr að því að efla og þróa sam­vinnu sýslu­manna, lög­reglu, fé­lagsþjón­ustu og barna­vernd­ar í mál­um er lúta að vel­ferð og hög­um barna sem búið hafa við of­beldi á heim­ili sínu. Sýslu­mann­in­um í Vest­manna­eyj­um hef­ur verið falið að stýra þessu til­rauna­verk­efni og ég bind mikl­ar von­ir við að það skili góðum ár­angri.

Margt hef­ur áunn­ist í þess­ari bar­áttu síðustu ár. Frek­ari um­bóta er þó þörf og hrinda þarf í fram­kvæmd mörg­um af þeim til­lög­um sem þegar liggja fyr­ir. Ég mun beita mér í þess­um mál­um og í haust mun ég þannig leggja fram frum­vörp sem kveða á um refs­ingu við umsát­ur­seinelti, um bætta rétt­ar­stöðu brotaþola í kyn­ferðis­brota­mál­um og um refs­ingu við brot­um á kyn­ferðis­legri friðhelgi.

Skila­boðin eru afar skýr: Við verðum sem þjóð að taka hönd­um sam­an og upp­ræta hvers kyns of­beldi í sam­fé­lagi okk­ar og þá ekki síst of­beldi á heim­il­um.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta