Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

20. nóvember 2020 DómsmálaráðuneytiðÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Tvær útskýringar, einn sannleikur - grein í Morgunblaðinu í

Tölu­verður mun­ur var á skýr­ingu Rík­is­út­varps­ins í upp­hafi vik­unn­ar og um­mæl­um eins höf­unda fimmtu út­tekt­ar GRECO um niður­stöður eft­ir­fylgni­skýrslu sam­tak­anna hvað Ísland varðar. GRECO eru sam­tök ríkja inn­an Evr­ópuráðsins sem berj­ast gegn spill­ingu. Úttekt sam­tak­anna hófst fyr­ir tveim­ur árum og stend­ur enn yfir. Íslensk stjórn­völd hafa lagt sig fram við að fylgja þeim leiðbein­ing­um sem frá sam­tök­un­um koma þar sem það á við og ég hef lagt á það áherslu í tíð minni sem dóms­málaráðherra.

Sigrún Davíðsdótt­ir, pistla­höf­und­ur hjá Rík­is­út­varp­inu, kaus í frétta­skýr­ingu sinni, sama dag og skýrsl­an birt­ist, að gera lítið úr því sem gert hef­ur verið á veg­um dóms­málaráðuneyt­is­ins og lét í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spill­ingu.

Talsmaður GRECO fór á hinn bóg­inn lof­sam­leg­um orðum um vinnu ráðuneyt­is­ins og lagði áherslu á að þetta ferli tæki sinn tíma. Í viðtali við Frétta­blaðið sl. þriðju­dag seg­ir Gi­anluca Esposito, einn höf­unda GRECO-skýrsl­unn­ar: „Það er ekki búið að inn­leiða tillögurn­ar en við tök­um til greina að dóms­málaráðherra hóf nýverið mjög yf­ir­grips­mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á lög­regl­unni og öðrum embætt­um lög­gæslu. Það er einnig í gangi end­ur­skoðun. Mér skilst að okk­ar til­lög­ur sem miða að því að tryggja að eng­in póli­tísk af­skipti séu höfð af lög­gæslu verði inn­leidd­ar í gegn­um þessi tvö ferli. […] Ég er mjög ánægður með að sjá að þetta sé [í] ferli.“

Greiðend­ur út­varps­gjalds­ins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmis­legt hef­ur verið aðhafst í mál­efn­um lög­regl­unn­ar und­an­farið og frek­ari breyt­ing­ar til hins betra eru framund­an.

Tek­ist hef­ur að lægja átök og deil­ur inn­an æðstu stjórn­ar lögreglunn­ar. Nýr rík­is­lög­reglu­stjóri og nýir lög­reglu­stjór­ar hafa verið skipaðir í stærstu lög­reglu­embætt­un­um að und­an­gengnu faglegu mati óháðra hæfn­is­nefnda. Lög­regluráð, sem starfar und­ir for­stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra, var stofnað til að efla liðsheild­ina.

Unnið hef­ur verið að breyt­ing­um á lög­reglu­lög­um og í frum­varpi sem nú er í loka­vinnslu er lögð áhersla á að efla sjálf­stætt eft­ir­lit með störf­um lög­reglu og rann­sókn­ir þegar upp kem­ur grun­ur um refsi­verða hátt­semi lög­reglu­manna. Áfram verður unnið að frek­ari breyt­ing­um á lög­reglu­lög­um þar sem einkum er litið til þess að skilgreina boðvald og vald­mörk rík­is­lög­reglu­stjóra gagn­vart öðrum lög­reglu­stjór­um og auka sjálf­stæði lög­regl­unn­ar. Þess­ar áhersl­ur mín­ar eru í sam­ræmi við til­mæli GRECO og ábend­ing­ar í ný­legri skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Allt er þetta í eðli­leg­um far­vegi. Þetta veit talsmaður GRECO en fréttamaður „út­varps allra lands­manna“ kaus á hinn bóg­inn að afflytja málið og lýsa póli­tískri af­stöðu án tengsla við staðreynd­ir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta