Hoppa yfir valmynd

Starfsemi ráðuneytisins á árinu 2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu starfar öflugur hópur sem vinnur að afar fjölbreyttum verkefnum.

Málefnasviðin eru mörg, auk þess sem sjö stofnanir heyra undir ráðuneytið sem og úrskurðarnefnd velferðarmála.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann er enn fremur samstarfsráðherra Norðurlanda.

Hér verður stiklað á stóru varðandi helstu áhersluverkefni ráðherra sem unnið var að í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu árið 2023. Athugið að ekki er um að ræða tæmandi upptalningu á verkefnum ráðuneytisins.

Þingmál og fréttir

Alþingi samþykkti árið 2023 fjölmörg lagafrumvörp sem félags- og vinnumarkaðsráðherra mælti fyrir. Þingsályktunartillaga var þar að auki samþykkt.

 

Mest lesna frétt ráðuneytisins árið 2023 fjallaði um styrki vegna verkefna fyrir innflytjendur og flóttafólk:

 

Sú grein ráðherra sem fór víðast fjallaði á hinn bóginn um mikilvægi þess að tryggja stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk:

 

Málefni fatlaðs fólks

Málefni fatlaðs fólks voru fyrirferðarmikil á árinu. Unnið var að gerð fyrstu landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Landsáætlunin er liður í lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Hér er myndband um landsáætlunina sem gert var eftir að hún var samþykkt á Alþingi. Þar sést m.a. hvernig hún var unnin árið 2023:

 

Fjölmargt annað má nefna í tengslum við málefni fatlaðs fólks árið 2023:

Öll með: Breytingar á örorkulífeyriskerfinu

Vinna stóð yfir allt árið vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi.

  • Markmiðið er að bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið gagnsærra og réttlátara. 
  • Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.
  • Nánar:
    Öll með: Fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu
  •  
     

    Gott að eldast

    Rífandi gangur var í verkefninu Gott að eldast á árinu. Stjórnvöld taka þar utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti.

     

    Innflytjendur og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd

    Alls sóttu tæplega 4.200 manns um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2023. Vinnumálastofnun sá um að þróa þjónustu við hópinn í reglulegu samráði og með stuðningi ráðuneytisins.

    Gerðir voru fjölda samninga um samræmda móttöku flóttafólks við sveitarfélög vítt og breitt um landið. 

    Á árinu var einnig haldið áfram við að móta heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda hér á landi. 

     
     

    Vinnumarkaður

    Málefni vinnumarkaðar fléttast inn í margvíslega málaflokka í ráðuneytinu – markvisst er til að mynda reynt að auka náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og samhliða endurskoðun örorkulífeyriskerfisins hefur áhersla verið lögð á að fjölga hlutastörfum og sveigjanlegum störfum. 

    Þá er löggjöf á sviði vinnumarkaðar á höndum ráðuneytisins. 

     

    Framhaldsfræðsla

    Framhaldsfræðsla er hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem ætlað er að mæta þörfum fólks með stutta skólagöngu og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Innan framhaldsfræðslunnar er einnig leitast við að efla starfshæfni fólks og bæta stöðu þeirra sem standa ekki jafnfætis öðrum á vinnumarkaði, svo sem vegna skorts á íslenskukunnáttu.

    Markmiðið er að til verði heildstætt kerfi í framhaldsfræðslu sem styrkir hana sem fimmtu stoð opinbera menntakerfisins hér á landi.

     

    Aðgerðir gegn ofbeldi

    Aðgerðir gegn ofbeldi tengjast mörgum ráðuneytum. Mikil vinna hefur átt sér stað í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu á þessu sviði.

    Nokkur dæmi hér:

    Þá hélt ráðuneytið áfram að styðja fjárhagslega við þolendamiðstöðvar, félagasamtök og aðra aðila sem veita þjónustu til bæði þolenda og gerenda ofbeldis. 

     

    Allt hitt

    Unnið var að fjölmörgum öðrum málum í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu á árinu 2023, enda málaflokkar ráðuneytisins afar umfangsmiklir og verkefnin mörg.

    Örfá dæmi til viðbótar:

    Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fer yfir árangurinn af starfsemi ráðuneytisins með starfsfólki þess. Eins og sést er það afar gaman!

     

    Yfirferð ársins 2023 er þá lokið. Við göngum bjartsýn til móts við árið 2024!

    Var efnið hjálplegt?
    Takk fyrir

    Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

    Af hverju ekki?

    Yfirlit

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum