Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Páls Péturssonar

Áskriftir
Dags.TitillEfni
11. apríl 2003Jafnréttisþing á Akureyri

<P>Heiðraða samkoma.</P> <P>Fyrst af öllu vil ég lýsa ánægju minni með það að hér skuli í dag efnt til jafnréttisþings. Það mun vafalaust stuðla að aukinni umræðu um jafnréttismál og vonandi skila okkur fram á veg til aukins jafnréttis. Jafnrétti mun hvergi í veröldinni vera betur tryggt með lögum en á Íslandi, þó er ýmislegt sem betur mætti fara. Ég vil fyrst í örstuttu máli drepa á nokkra þætti jafnréttismála sem unnið hefur verið að á undanförnum átta árum eða á þeim tíma sem ég hef borið ábyrgð á málaflokknum. Eitt mitt fyrsta verk að jafnréttismálum var að skipa Elínu Líndal formann Jafnréttisráðs. Hlaut ég fyrir það hvassa gagnrýni en ég þekkti Elínu mætavel og vissi að henni væri vel treystandi fyrir þessu verkefni. Ég tel enda að reynslan hafi sýnt að svo var og þakka ég henni sérstaklega fyrir vel unnin störf. Ísland var valið til sérstakrar athugunar hjá sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum en nefndin er skipuð 23 sérfræðingum sérvöldum og mættum við fyrir nefndinni í janúar 1996. Rannsókn nefndarinnar var mjög ítarleg. Niðurstaða var okkur hagstæð en þó sérstaklega fundið að tveimur atriðum, kynbundnum launamun og réttleysi sveitakvenna. Við höfum reynt að bæta úr hvoru tveggja. Ég setti í gang nefndarstarf undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur til að gera kynhlutlaust starfsmat í því skyni að vinna gegn kynbundnum launamun. Nefndin skilaði niðurstöðum úr þremur stofnunum og fyrir liggur gott módel að kynhlutlausu starfsmati. Síðan höfum við skilað skýrslum til sérfræðinga-nefndar Sameinuðu þjóðanna og mætt á fundi með nefndinni og fengið allgóða umsögn Nú er svo komið að Ísland á þess kost að fá sérfræðing í nefndina og mun Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, fara í það verkefni og er það mikil viðurkenning fyrir jafnréttisstarf á Íslandi og heiður fyrir okkur. Ný framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 1998. Við Sigríður Lillý Baldursdóttir, þá skrifstofustjóri í ráðuneytinu, lögðum mikla vinnu í undirbúning jafnréttisáætlunarinnar. Héldum við fundi víða um land til að safna hugmyndum og efla umræðu um jafnréttismál. Flestöllu því sem áformað var í jafnréttisáætluninni hefur verið hrundið í framkvæmd. Ný jafnréttislög voru sett árið 2000. Þar tel ég að stigið hafi verið stórt skref fram á við. Nýju lögin eru miklu vænlegri til árangurs en eldri lög og Jafnréttisstofa sem sett var á fót í kjölfar laganna hefur sannað gildi sitt undir forystu Valgerðar H. Bjarnadóttur. <BR><BR>Í jafnréttislögum er sérstakt ákvæði um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þar er atvinnurekendum gert skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera báðum foreldrum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Slíkar ráðstafanir geta falið í sér aukinn sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að hagsmunir allra séu hafðir að leiðarljósi. Sem dæmi má taka getur verið erfitt fyrir foreldra ungra barna að mæta á fundi á þeim tíma er sækja þarf börn á leikskóla. þá geta sjórnendur hvatt foreldra til að skipta veikindadögum barns á milli sín ef þau eru bæði útivinnandi.<BR><BR>Þá er í jafnréttislögunum í fyrsta sinn skilgreint í lögum kynferðislegt áreiti. Óhætt er að reyna en ef gagnaðili hafnar en haldið er áfram þá er það kynferiðislegt áreiti.<BR><BR>Á grundvelli jafnréttislaganna hafa verið settir jafnréttisfulltrúar í ráðuneytin. Jafnréttisfulltrúi var settur á Norðurlandi vestra, það var tilraunaverkefni en hefur tekist svo vel í höndum Bjarnheiðar Jóhannsdóttur að ákveðið hefur verið í samstarfi við Byggðastofnun að fjölga jafnréttisfulltrúum í þrjá og hafa þeir einnig með höndum ráðgjöf um atvinnumál. Þetta var m.a. gert til að reyna að bæta stöðu bændakvenna. Bjarnheiður lét vinna stórmerkilega könnun á lífsaðstöðu kvenna í sveitum, þar er enn úrbóta þörf.<BR><BR>Þá er á vegum ráðuneytisins unnið að ýmsum öðrum málum sem varða jafnrétti. Ég hef til dæmis nýlega skipað samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum. Í þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar dómsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk formanns sem kemur frá félagsmálaráðuneyti og er Ásta Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri. Nefndin á að samræma aðgerðir og gera tillögur til úrbóta. Þá tekur ráðuneytið þátt ásamt Jafnréttisstofu í margvíslegu erlendu samstarfi og á morgun er ráðherrafundur í Stokkhólmi um aðgerðir gegn verslun með konur og þangað fer Ásta Sigrún. Í því skyni að gera starf ráðuneytisins skilvirkara var því skipt upp í fjórar skrifstofur. Ein þeirra er skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Skrifstofustjóri er Gylfi Kristinsson og með honum starfa þrír öflugir lögfræðingar. Jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins er María Sæmundsdóttir, deildarstjóri.<BR><BR>Nýlega lauk tilraunaverkefni sem miða átti að því að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Starfsmaður nefndarinnar var Una María Óskarsdóttir. Konur eru nú 36,5% alþingismanna en heldur virðist hætta á því að hlutur þeirra minnki í næstu kosningum. Ég hef nefnt hér í símskeytastíl nokkur verkefni af handahófi sem koma jafnréttisstarfi við. Þó er ógetið þeirrar lagasetningar sem tvímælalaust hefur mest áhrif í jafnréttisátt. Þar á ég við lögin um fæðingar- og foreldraorlof. Sú löggjöf er brautryðjendaverk og hvergi í heiminum er löggjöf sem tryggir báðum kynjum jafnan rétt og sami réttur gildir um allan vinnumarkaðinn. Hluti tryggingagjalds rennur í sérstakan sjóð - Fæðingarorlofssjóð - og greiðir hann foreldrum í orlofi 80% af meðaltali heildarlauna, óháð starfshlutfalli. Orlofið geta foreldrar tekið saman eða sitt í hvoru lagi og með hlutastarfi. Þetta fyrirkomulag gerir foreldra jafnsetta á vinnumarkaði. Ekki er minni hætta á að karl hverfi frá starfi tímabundið vegna fæðingar heldur en kona og því ætti þetta að stuðla að launajafnrétti. Þá er réttur sveitakvenna vel tryggður í fæðingarorlofslögunum, svo og námsmanna.<BR><BR>Foreldrar á innlendum vinnumarkaði eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði hvort um sig vegna fæðingar, ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur milli foreldra enda var það talið einn af lykilþáttum þess að lögin næðu tilgangi sínum. Til viðbótar eiga foreldrar sameiginlegan rétt á þremur mánuðum sem þeir eiga kost á að hagræða milli sín að eigin vild. Getur annað foreldrið tekið leyfi frá störfum sem svarar til þriggja mánaða eða foreldrar skipt leyfinu með sér.<BR><BR>Meginreglan er að réttur foreldris sé bundinn við það að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar taka fæðingarorlofs hefst. Mikilvægt er að barn njóti umgengni við báða foreldra enda þótt foreldrar búi ekki saman og fari ekki með sameiginlega forsjá. Til að svo megi verða á forsjárlaust foreldri einnig rétt til fæðingarorlofs enda liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem fæðingarlorlof stendur yfir. Slíkt samþykki leiðir af inntaki forsjár en það foreldri sem fer eitt með forsjá barns síns ber að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt nema umgengni sé andstæð högum og þörfum barns að mati lögmæts stjórnvalds.<BR><BR>Rétturinn til fæðingar- og foreldraorlofs á við hvort sem er að ræða fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Þegar um fjölburafæðingu er að ræða lengist sameiginlegi réttur foreldra um þrjá mánuði fyrir hvert barna umfram eitt.<BR><BR>Áhersla er lögð á sveigjanleika við töku fæðingarorlofs sem gerir foreldrum auðveldara að samræma betur þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og fjölskyldulífi. Foreldrum er heimilt að taka fæðingarorlofið á fleiri tímabilum eða í hlutastarfi kjósi þeir það frekar en að taka orlofið í heild. Þessi sveigjanleiki er háður samkomulagi við vinnuveitenda sem er gert að leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs. Þessi sveigjanleiki gefur aukna möguleika vilji foreldri síður hverfa frá störfum í langan tíma en slíkt getur óneitanlega einnig verið vinnuveitanda í hag. Jafnframt standa vonir til þess að þetta kerfi hvetji karla til að taka fæðingarorlof þannig að þeir taki virkari þátt í uppeldi barna sinna frá fyrstu tíð. Reynslan er sú að feður taka rétt sinn í yfir 80% tilfella.<BR><BR>Í því skyni að röskun á tekjuöflun heimilanna yrði sem minnst þegar foreldrar þurfa að leggja niður störf vegna tilkomu nýs fjölskyldumeðlims sem þarfnast umönnunar þeirra er foreldrum tryggður réttur til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði sem nemur 80% af meðaltali heildarlauna þeirra óháð starfshlutfalli. Enn fremur ávinna foreldrar sér tiltekin starfstengd réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur, svo sem lífeyrisréttindi, rétt til orlofstöku, veikindaréttar og réttar til atvinnuleysisbóta.<BR><BR>Þá er foreldrum heimilt að taka sér launalaust frí frá störfum, þrettán vikur hvort, samtals misseri á barn á fyrstu átta árum í ævi þess.<BR><BR>Lögð er sérstök áhersla á að ráðningarsamband vinnuveitenda og starfsmanns verði viðhaldið á orlofstímanum hvort sem foreldri er í fæðingar- eða foreldraorlofi. Starfsmanni er því tryggður réttur til að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi. Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning.<BR><BR>Þá er bannað með lögum að segja fólki upp störfum vegna þess að það þurfi að sinna fjölskylduábyrgð sinni. Þetta eru mikilvæg réttindi fyrir barnafólk, til dæmis þegar starfsdagar kennara dynja yfir eða veikindi herja. <BR><BR>Í skýrslu kjararannsóknarnefndar kemur í ljós að launamunur sem rekjanlegur er til kynferðis fer minnkandi þótt alltof hægt gangi og enn sé hann verulegur. <BR><BR>Þegar leita á skýringa á launamun er það ekki einfalt. Við höfum haft það bundið í lög í 40 ár að konur og karlar skuli hafa sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Ég hef ekki trú á að vinnuveitendur vilji almennt hlunnfara konur í launum.<BR><BR>Launamunur getur ef til vill skýrst að einhverju leyti af ólíku gildismati. Karlar hafi meiri metnað vegna frama í starfi og hvað kröfur um laun og fríðindi varðar. Ég held hins vegar að konur séu yfirleitt samviskusamari í vinnu en í mörgum tilfellum leggja þær meiri metnað í heimilishald og barnauppeldi. Þetta er þó mjög að breytast. Ungir karlar taka sívaxandi þátt í heimilishaldi og barnauppeldi. Í ýmsum tilfellum virðist áhugi kvenna fremur standa til þess að eiga fallegt og vistlegt heimili heldur en að streða upp metorðastiga í vinnunni og binda sig um of af ábyrgð þar. <BR><BR>Það er mjög greinilegt að konur eru miklu tregari til að veðsetja húsnæði sitt en karlar. Þess vegna settum við á fót Lánatryggingasjóð kvenna þar sem konur geta fengið veð vilji þær stofna til atvinnurekstrar. Þá lánar bankinn út á viðskiptahugmyndina og tekur sjálfur áhættu að hálfu á móti Lánatryggingasjóðnum. Þessi sjóður hefur gert talsvert gagn. Einnig veitum við beina styrki til kvenna sem vilja skapa sér og öðrum atvinnu.<BR><BR>Jafnréttismál eru ekkert einkamál kvenna, sumsstaðar hallar á karlana, svo sem í forræðismálum. Meginmarkmiðið er að skapa samfélag þar sem bæði kyn una saman í sátt og samlyndi. <BR><BR>Síðastliðin laugardag hófum við formlega þátttöku Íslands í Evrópuári fatlaðra með morgunverðarfundi í Reykjavík. Þar kom það fram að af þeim sem þiggja örorkubætur á Íslandi eru konurnar helmingi fleiri en karlar. Á móti hverjum karlkyns öryrkja eru tvær konur. Þetta virðist mér leiða til þess að ástæða sé til þess að leita skýringa. Er eitthvað það í umhverfi okkar eða samfélagi sem konur þola verr en karlar. Því er þeim hættara við þunglyndi og stoðkerfisvandamálum en körlum. Er það ef til vill vinnuálag sem er þeim óbærilegt, leggjast áhyggjur fremur á konur og þá af hverju.<BR><BR>Vinnueftirlit ríkisins sem er undirstofnun félagsmálaráðuneytisins, hefur gert rannsóknir á heilsufari kvenna og starfsánægju. Það eru dr. Hólmfríður Gunnarsdóttir og dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir sem einkum hafa staðið fyrir þessum rannsóknum.<BR><BR>Fyrir tveimur til þremur árum var haldið í Norræna húsinu í Reykjavík málþing um "Kulnun í starfi". Það var mjög vel sótt en athygli mína vakti að allur þorri fundargesta voru konur. <BR><BR>Tvímælalaust er það að kynin eru ekki eins og eiga heldur ekki að vera það. Þau eiga bæði rétt á að njóta lífs og starfa á eigin forsendum við hliðstæða möguleika.<BR><BR>Hlutur kvenna liggur nokkuð eftir og þær eru enn lakar settar á sumum sviðum. Við erum þó tvímælalaust á réttri leið og hlutur kvenna getur ekki annað en batnað á næstu árum, þá þegar af þeirri ástæðu að þær eru orðnar verulega betur menntaðar en karlar. Í öllum deildum Háskóla Íslands eru konur í rífum meirihluta nema í verkfræði. Konur eru um 60% nemenda Háskólans og yfirburðir í menntun geta ekki annað en skilað sér í launajöfnuði og meiri þáttöku í æðstu stjórnunarstörfum.<BR><BR>Ég segi Jafnréttisþing 2003 sett.<BR></P> <P></P>

11. apríl 2003Ávarp á fulltrúaráðsfundi

<P>Góðir fulltrúaráðsmenn.<BR><BR>Mikið er tíminn fljótur að líða. Mér finnst örstutt síðan ég mætti í fyrsta sinn sem félagsmálaráðherra á fund með fulltrúaráðinu, þó munu það vera orðin átta ár. <BR><BR>Það var talið saman í ráðuneytinu fyrir nokkru hversu mörg frumvörp ég hefði flutt sem félagsmálaráðherra. Þau eru um 100 og langflest þeirra hafa orðið að lögum. Meirihluti þessarar löggjafar varðar sveitarfélögin í landinu með einum eða öðrum hætti. <BR><BR>Sum frumvörp hafa siglt í gegnum Alþingi án verulegra átaka, hitt er þó miklu oftar sem mikil andstaða hefur komið fram og stundum geysihörð. Ég nefni í því skyni sveitarstjórnarlög, húsnæðislöggjöfina og vinnulöggjöfina sem ég tel að hafi öll verið mikil framfaramál.<BR><BR>Nú gerði ég það vitlausasta sem nokkur stjórnmálamaður getur gert það er að fara að tala um verk sem hann er búinn að vinna, það er einskis metið og ekki til framdráttar. Það sem gildir eru þær væntingar sem frambjóðandi getur vakið í brjóstum kjósenda um þau afrek sem hann muni vinna á næsta kjörtímabili. <BR><BR>Nú er tími mikilla væntinga og frambjóðendur eru ósparir á fyrirheit. Ég hef áhyggjur vegna þeirrar miklu skattalækkunarumræðu sem markar kosningabaráttuna sem aldrei fyrr. Gangi það eftir sem greiðugast er lofað verður ekki auðsótt fyrir sveitarfélög að sækja aukna fjármuni í ríkissjóð og einnig rís krafa íbúanna á sveitarfélögin að lækka skatta hjá sér. <BR><BR>Þann tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu hefur alltaf ríkt gott samstarf á milli mín og stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga. Við höfum alltaf náð lendingu sem báðir hafa sæmilega við unað og fyrir það er ég þakklátur og einnig gott samstarf við undirbúning löggjafar. Fyrir síðustu jól náðist farsælt samkomulag eftir mikið þóf um fjármálaleg samskipti ríkis- og sveitarfélaga.<BR><BR>Í samræmi við samkomulag aðila, dags. 4. desember sl., hefur Alþingi afgreitt frumvörp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997, með síðari breytingum.<BR><BR>Með þessum lögum voru m.a. lögfest eftirtalin atriði:<BR> <UL> <LI>Þátttaka ríkis í greiðslu húsaleigubóta aukin <LI>Aukið framlag í Jöfnunarsjóð til ráðstöfunar í jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti <LI>Breytingar á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samræmi við niðurstöður nefndar um endurskoðun hans. <LI>Húsaleigubætur til þeirra er flytja tímabundið í annað sveitarfélag <LI>Breyting á skilafresti umsókna um húsaleigubætur</LI></UL><BR>Nauðsynlegar reglugerðarbreytingar í kjölfar setningar laganna hafa nú þegar verið gerðar, þ.m.t. reglugerð um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.<BR><BR>Lög um breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög voru einnig samþykkt á síðasta þingi en þær fela í sér að afnám innlausnarskyldu, að endursala búseturéttar verði gefin frjáls, ákvæði um númeraröð felld brott og að um einn sameiginlega viðhaldsjóð verði að ræða í hverju húsnæðissamvinnufélagi.<BR><BR>Varasjóður húsnæðismála er tekinn til starfa.<BR>Á síðasta fundi ráðgjafarnefndar var afgreidd tillaga um greiðslu rekstrarframlaga til sveitarfélaga til að mæta rekstrarhalla félagslegra íbúða. Tillaga er gerð um, að öll heimild sjóðsins til greiðslu rekstrarframlaga verði nýtt eða 70,0 millj. kr.<BR><BR>Varasjóður húsnæðismála veitir einnig framlög til sveitarfélaga vegna sölu íbúða. Frá upphafi starfsemi sjóðsins og fram til síðustu áramóta hefur hann samþykkt kauptilboð í félagslegar íbúðir sem áætlað er að leiði til u.þ.b. 49 millj. kr. framlags úr sjóðnum samkvæmt ákvæðum um útreikning framlaga. Þar af hefur sjóðurinn afgreitt allar innkomnar umsóknir sem sendar hafa verið í kjölfar endanlegrar sölu og uppgjörs við Íbúðalánasjóð um 33 millj. kr. framlög. Enn hafa því sjóðnum ekki borist endanlegar umsóknir um framlög vegna sölu þeirra íbúða þar sem kauptilboð hefur verið samþykkt af sjóðnum sem nemur 15 millj. kr.<BR><BR>Fyrir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs hefur ráðgjafarnefnd samþykkt kauptilboð sem áætlað er að leiði til 21 millj. kr. framlags úr sjóðnum, þar af hefur hún afgreitt umsókn um 3 millj. kr. framlag.<BR><BR>Árlegar ráðstöfunartekjur varasjóðs húsnæðismála til úthlutunar framlaga vegna sölu íbúða nema 70 millj. kr. <BR><BR>Í ráðgjafarnefnd hefur verið afgreidd tillaga að 20% lækkun gjalds sveitarfélaga í varasjóð vegna viðbótarlána eða úr 5% í 4% af höfuðstól viðbótarláns. <BR><BR>Um síðustu áramót nam höfuðstóll varasjóðs viðbótarlánanna um 650 millj. kr. Miðað við heimildir Íbúðalánasjóðs til veitingar viðbótarlána á yfirstandandi ári má búast við gjald sveitarfélaga nemi u.þ.b. 250 millj. kr. á árinu. Þannig er gert ráð fyrir að óbreyttu að heildarfjármunir sjóðsins nemi tæplega 1,0 milljarði kr. í árslok.<BR><BR>Ekki tókst að afgreiða frumvarp sem lagt hafði verið fram um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Í frumvarpinu voru lagðar til breytingar er miðuðu einkum að því að taka tillit til aukinnar fjölbreytni í rekstrarformi vatnsveitna og auka sveigjanleika í stjórn og rekstri þeirra. Jafnframt var stefnt að því að einfalda gjaldtökuheimildir vatnsveitna og sníða ýmsa agnúa af gildandi lögum. Loks var í frumvarpinu komið til móts við óskir vatnsveitna með því að árétta og gera skýrari ýmis ákvæði sem ætlað er var að hindra eftir megni sóun neysluvatns. Vinstri grænum tókst að stöðva þetta frumvarp í annað sinn.<BR><BR>Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 voru samþykkt fyrir þinglok.<BR><BR>Á undanförnum árum hafa orðið ýmsar breytingar í rekstrarumhverfi sveitarfélaga sem meðal annars hafa leitt í ljós að reglur VI. kafla gildandi sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um fjármál sveitarfélaga, eru ekki í öllum tilvikum nægilega ítarlegar. Þetta á meðal annars við um þátttöku sveitarstjórna á hlutabréfamarkaði, en þess eru dæmi að við ávöxtun fjármuna sveitarfélags hafi þess ekki verið nægilega gætt að dreifa áhættu og hefur þetta í einstaka tilvikum leitt til þess að umtalsverðir fjármunir hafi tapast. Einnig hafa sveitarstjórnir á undanförnum árum leitað nýrra leiða við fjármögnun framkvæmda og má þar nefna svo nefndar einkaframkvæmdir, þar sem sveitarfélag semur við utanaðkomandi aðila um að eiga og reka mannvirki, svo sem húsnæði grunnskóla. Hefur þetta m.a. skapað álitamál um samanburð á skuldastöðu sveitarfélaga. Þá hafa nokkur sveitarfélög nýlega kynnt áform um að stofna sérstakt fasteignafélag, í samvinnu við fjármálastofnanir. Tilgangur þessa félags er að eiga og reka fasteignir þeirra aðila sem að félaginu standa. Þetta þýðir að viðkomandi sveitarfélög fá greiddar háar fjárhæðir í söluandvirði fyrir þær fasteignir sem þau afhenda félaginu en á móti er gerður leigusamningur þar sem sveitarfélögin skuldbinda sig til að greiða húsaleigu til langs tíma. Af reynslu annarra þjóða má draga þann lærdóm að ef ekki er sýnd fyllsta aðgæsla við meðferð þeirra fjármuna sem sveitarfélögin fá í sinn hlut við þessar aðstæður getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag viðkomandi sveitarfélaga þegar til lengri tíma er litið.<BR><BR>Við gerð frumvarpsins hefur verið leitað leiða til þess að finna lausnir á þeim margvíslegu vandamálum sem að framan hafa verið rakin og hefur þar einkum verið litið til reynslu annars staðar á Norðurlöndum. Fjárhagsstaða og starfsumhverfi sveitarfélaga hér á landi og fjárhagsleg samskipti þeirra við ríkissjóð eru þó ekki að öllu leyti sambærileg við það sem gerist í öðrum löndum. Jafnframt þótti sérstök ástæða til að gæta sjónarmiða um sjálfsforræði sveitarfélaga, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga. Þær leiðir sem lagðar eru til í lögunum miða því ekki að því að banna sveitarstjórnum að velja tilteknar leiðir við fjármálastjórn sveitarfélags heldur er lögð áhersla á að sveitarstjórn verður ávallt að gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og tryggja örugga ávöxtun þeirra. Jafnframt er kveðið á um að sveitarstjórn verði ekki aðeins að afla álits sérfróðs aðila áður en ráðist er í meiri háttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins heldur gildi sú regla einnig um ýmsar aðrar ákvarðanir sem geta haft áhrif á fjárhag sveitarfélagsins á komandi árum og áratugum.<BR><BR>Okkur hefur suma greint nokkuð á um vinnulag við sameiningu sveitarfélaga og ég sé á þeim drögum að ályktun um það efni að þið væntið mikils af nýrri ríkisstjórn. Ekki öfunda ég þann ráðherra sem sameinar með valdboði hvað þá heldur þá íbúa sveitarfélaga sem eru neyddir til sameiningar sem er þeim andstæð. <BR>Ég minni þó á að þegar ég kom í ráðuneytið voru sveitarfélögin 174. Kosið var í 105 sveitarfélögum í fyrravor og fleiri frjálsar sameiningar eru á döfinni.<BR><BR>Samstarfsnefnd um sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps hefur ákveðið að leggja til að íbúar þessara sveitarfélaga greiði atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag. Hafa sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga fallist á að atkvæðagreiðslan fari fram laugardaginn 10. maí nk., samhliða kosningum til Alþingis. <BR><BR>Einnig hefur verið ákveðið að skipta samstarfsnefnd um sameiningu 5 sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu þeirra Áshrepps, Svínavantshrepps, Sveinsstaðahrepps, Bólstaðarhlíðarhrepps og Torfalækjarhrepps. Gert er ráð fyrir að kosið verði um sameininguna vorið 2004 ef samstaða verður í nefndinni.<BR><BR>Í þessari kosningabaráttu hafa Samfylking og Vinstri grænir gert skort á leiguíbúðum að umræðuefni og langan biðlista hjá Félagsbústöðum h.f. Ekki er að undra þótt biðlisti sé hjá Félagsbústöðum enda er leiga þar talsvert sanngjarnari en á almennum markaði. Hitt er hlálegt þegar fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík er að kenna breyttu húsnæðiskerfi um þessa biðlista. <BR><BR>Íbúðalánasjóður hefur heimildir til að lána út á 400 leiguíbúðir árlega til sveitarfélaga, öryrkjafélaga og námsmannafélaga með 3.5% vöxtum. Þessar lánsheimildir hafa aldrei verið fullnýttar og þar stendur augljóslega langmest uppá Reykjavíkurborg þannig að fyrrverandi borgarstjóri kastar grjóti út glerhúsi.<BR><BR>2001 voru áætlaðar 1000 milljónir til leiguíbúða sveitarfélaga einungis var sótt um 800 milljónir. 2002 voru ónotaðar 200 milljónir, 2003 voru áætlaðar 4000 milljónir en einungis sótt um 2800 milljónir þannig að sveitarfélögin notuðu ekki tiltækar 3200 milljónir eða ónotuð lán fyrir 320 leiguíbúðum sveitarfélaga. <BR><BR>Hvað varðar sérstakt átak félagsmáráðuneytis lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs um byggingu 600 leiguíbúða á fjórum árum með 4.5% vöxtum verða allar heimildir fullnýttar. Á hitt ber einnig að minna að síðan Íbúðalánasjóður tók til starfa hafa yfir 6000 tekjulágar fjölskyldur komist í eigið húsnæði með 90% lánum og það er miklu meiri félagsleg aðstoð í húsnæðismálum en nokkru sinni fyrr.<BR><BR>Í vinnslu í ráðuneytinu er breyting á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 458/1999, með síðari breytingum. Gengur breytingin út á það að afnema heimild leigusala til að selja leigjanda afnotarétt. Þannig verði félögum og félagasamtökum óheimilt að selja leigjanda afnotarétt í almennum leiguíbúðum og þeim leiguíbúðum sem falla undir sérstaka átakið til fjölgunar leiguíbúðum. En gjaldið hefur getað numið allt að 30% af samþykktum byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar samkvæmt viðmiðunum Íbúðalánasjóðs en takmarkast við eigið framlag leigusala. <BR><BR>Ástæða þessara breytinga eru tilfelli sem upp hafa komið þar sem leigusali hefur t.d. sett kaupin sem skilyrði fyrir leigurétti. Einnig hefur komið upp tilfelli þar sem seldur hefur verið of stór hlutur af byggingarkostnaðinum svo sem einnig þann hluta byggingarkostnaðar sem umfram er samþykktan byggingarkostnað Íbúðalánasjóðs. Einnig er ókosturinn við þessa leið að kaupendur afnotaréttar hafa verið uggandi um hag sinn ef áhvílandi leiguíbúðalán færu í vanskil og íbúðirnar enduðu á nauðungarsölu. En afnotaréttur þessi stendur á eftir kröfu Íbúðalánasjóðs í veðröð viðkomandi íbúðar.<BR><BR>Samningar um kaup á afnotarétti sem þegar hafa verið gerðir halda þó gildi sínu. Um þá samninga gilda þó einnig viðbótarákvæði sem sett verða til að skýra rétt leigjanda. Má þar nefna ákvæði um að hafi leigjandi keypt afnotarétt skal hann jafnframt njóta lægri leigugreiðslna í samræmi við lækkaðan fjármagnskostnað á viðkomandi íbúð og ákvæði um tímafresti vegna endurgreiðslu á afnotaréttinum til leigjenda segi leigjandi upp leigusamningi. <BR><BR>Rétt er að taka það fram að breytingar þessar hafa engin áhrif á félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga og félagasamtaka.<BR><BR>Skipuð hefur verið nefnd til að meta framkvæmd laga og reglugerða um viðbótarlán og endurskoða ákvæði gildandi laga og reglugerða þar að lútandi. Um er að ræða lög um húsnæðismál, reglugerð um viðbótarlán og reglugerð um varasjóð húsnæðismála. Tilefni skipunar þessarar nefndar var ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga um að slík nefnd yrði sett og hún fengi það verkefni að fara yfir framkvæmd gildandi laga og reglugerða á þessu sviði og snúa að sveitarfélögunum. Í nefndinni eru: Ingi Valur Jóhannsson, félagsmálaráðuneyti, sem jafnframt er formaður hennar, Garðar Jónsson, félagsmálaráðuneyti, Stefán Jóhann Stefánsson, félagsmálaráði Reykjavíkurborgar og Gunnlaugur Júlíusson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Óskar Páll Óskarsson félagsmálaráðuneyti, mun starfa með nefndinni. Nefndin hefur þegar haldið fjóra fundi en gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum og ljúki störfum fyrir 1. júní nk.<BR><BR>Samkvæmt félagsþjónustulögunum ber sveitarfélagi að sjá þeim íbúum fyrir húsnæði sem ekki geta það af eigin rammleik. Einnig hafa þau en ekki ríkið skyldur til að veita fátækum fjárhagsaðstoð svo þeir þurfi ekki að líða skort.<BR><BR>Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við Samtök félagsmálastjóra og Samband íslenskra sveitarfélaga samið leiðbeiningar um reglur sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. <BR><BR>Í 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarstjórn setji sér reglur um fjárhagsaðstoð að fengum tillögum félagsmálanefndar. Þessar reglur skulu sendar félagsmálaráðuneyti. Sveitarfélag ber ábyrgð á félagsþjónustu innan sinna marka sbr. 4. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og skal það með skipulagðri félagsþjónustu tryggja framgang markmiðanna sem sett eru fram í 1. gr laganna. Félagsmálaráðuneytið hefur á hinn bóginn eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögboðna þjónustu. Rétt er einnig að geta mikilvægs hlutverks úrskurðarnefndar félagsþjónustu, en til hennar geta einstaklingar skotið einstökum ákvörðunum félagsmálanefnda. <BR><BR>Félagsmálaráðuneytið samdi á sínum tíma leiðbeiningar með reglum um fjárhagsaðstoð, sem það notaði þegar hin nýju lög um félagsþjónustu sveitarfélaga voru kynnt um allt land í kjölfar lagasetningarinnar árið 1991. Fjölmörg sveitarfélög höfðu þær til hliðsjónar við gerð reglna um fjárhagsaðstoð. Þessar reglur eru barn síns tíma og hafa fjölmörg sveitarfélög samið mun ítarlegri og nútímalegri reglur. Fulltrúar sveitarfélaga hafa margsinnis haft samband við félagsmálaráðuneytið og óskað eftir leiðbeiningum varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga, einkum fjárhagsaðstoð. Ennfremur hafa verið gerðar athugasemdir við það að munur á aðstoð frá einu sveitarfélagi til annars sé mjög mikill. Af þessu tilefni ákvað ráðuneytið að bjóða Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum félagsmálastjóra til samstarfs við að semja nýjar leiðbeiningar. Ráðuneytið hefur ekki lögbundar skyldur að til vinna slíkar leiðbeiningar, en það taldi rétt að kanna hvort áhugi væri á slíku samstarfi. Það er á hinn bóginn ljóst gerð reglna um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alfarið í höndum hvers og eins sveitarfélags, enda er sjálfákvörðunarréttur þeirra skýr hvað þetta varðar. Reglurnar skulu að sjálfsögðu vera í samræmi við skyldur þeirra samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. <BR><BR>Það er mikilvægt að skoða leiðbeiningarnar í þessu ljósi. Þær eru hugsaðar sem hjálpartæki fyrir þær sveitarstjórnir og félagsmálanefndir sem kjósa að hafa þær til hliðsjónar við gerð reglnanna. Leitast er við að halda öllu til haga sem máli skiptir við ákvörðun á fjárþörf einstaklings eða fjölskyldu og athygli er vakin ákvæðum annarra laga eftir því sem við á. <BR><BR>Í starfshópnum eru eru Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri Rangárvallahrepps fulltrúi Samband íslenskra sveitarfélaga, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar fulltrúi samtaka félagsmálastjóra og Ingibjörg Broddadóttir fulltrúi félagsmálaráðherra og formaður hópsins. Björg Kjartansdóttir hefur unnið með nefndinni og Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri í Reykjanesbæ varamaður Láru hefur tekið virkan þátt í starfinu.<BR><BR>Starfshópurinn leggur til að grunnfjárhæð til einstaklings miðist við að lágmarki 77 þúsund á mánuði sem er ámóta og atvinnuleysisbætur. Öryrki á fyllstu bótum hefur 95 þúsund á mánuði.<BR><BR>Á árunum 2001 og 2002 fengu sveitarfélögin og félagasamtök fyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði vegna 508 leiguíbúða ætlaðar tekjulágum.<BR><BR>Ég tel að við búum við gott húsnæðiskerfi og stofnun Íbúðalánasjóðs hafi verið happaspor. Ljóst er þó að það verður að standa vörð um þessa mikilvægustu lánastofnun landsins. <BR><BR>Nýlega settu samtök banka og verðbréfafyrirtækja fram hugmyndir um markaðsvæðingu húsnæðisfjármögnunar á Íslandi. Nú bannar engin bönkunum að lána til kaupa eða bygginga íbúðarhúsnæðis. Kjör þau sem bankarnir bjóða eru ekki sambærileg kjörum Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður lánar á sömu kjörum og með sömu skilyrðum um land allt. Það gera bankarnir ekki.<BR><BR>Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna ákveður í megindráttum vaxtakjör Íbúðalánasjóðs og sé það vilji verkalýðshreifingar að hafa húsnæðislðán á lágum vöxtum þá hafa lífeyrissjóðir það í hendi sinni.<BR><BR>Þegar rætt er um Íbúðalánasjóðs, þá er vert að hafa í huga að sjóðurinn er langstærsti sjóður í eigu íslenska ríkisins að ríkissjóði sjálfum slepptum. Sjóðurinn er um 50 milljarða króna virði, ef miðið er við V/H gildi sem viðgengst um verðmætamat á fjármálastofnunum í Kauphöll Íslands. Þessa eign virðast bankarnir vilja gleypa fyrir ekkert<BR><BR>Eignir Íbúðalánasjóðs voru ríflega 400 milljarðar króna í árslok 2002 og hafa vaxið um 60 % frá stofnun sjóðsins 1. janúar 1999. Viðskiptavinir sjóðsins voru um 80 þúsund talsins og lán voru um 160 þúsund. Til fróðleiks má geta að íbúðir á landinu öllu eru um 106.000 talsins.<BR><BR>Á meðan eigendur viðskiptabankanna gera þá kröfu að hagnaður þeirra sé sem mestur, þá er krafa eiganda Íbúðalánasjóðs, ríkisvaldsins fyrir hönd almennings, sú að hagnaður sjóðsins sé hóflegur og að viðskiptamenn hans, almenningur, njóti þess í sem lægstum vöxtum og vaxtamun.<BR><BR>Sem viðmiðum um þetta má nefna rekstur Íslandsbanka, sem er afar vel rekinn banki, eins og viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir almennt eru. Hreinar vaxtatekjur Íslandsbanka nam á árinu rúmum 10 milljörðum króna. Vaxtatekjur annarra banka voru minni, enda eru þeir minni. Þótt Íbúðalánasjóður sé stærri en Íslandsbanki hvað eignir og útlán varðar, þá námu hreinar vaxtatekjur hans á árinu 2001 einungis um 10% af vaxtatekjum Íslandsbanka, eða rétt rúmum 1 milljarði króna.<BR><BR>Til skýringar á því hver munur er á árlegri greiðslubyrði lána Íbúðalánasjóðs og Landsbankans skulum við taka dæmi af 13 milljóna íbúð með viðbótarláni. Lánið er til 40 ára. Greiðslubyrði er tæp 700 þúsund árlega hjá Íbúðalánasjóði en 892 þúsund hjá Landsbankanum. Þarna munar 190 þúsundum á árlegri greiðslubyrði eða 27.8%. Kostnaðarauki heimilanna í landinu yrði varlega áætlaður 4-5 milljarðar árlega með því að bankar og verðbréfafyrirtæki yfirtækju Íbúðalánasjóð. Ég heiti á sveitarstjórnarmenn að standa gegn því.<BR><BR>Að endingu vil ég þakka sveitarstjórnarmönnum góð samskipti undanfarin átta ár.<BR><BR> <P></P>

11. apríl 2003Samfélag fyrir alla

Fundarstjóri, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra aðrir góðir gestir.<BR><BR>Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessa morgunverðarfundar. Það er mér sérstök ánægja að vera hér í dag þar sem ætlunin er að marka með skýrum hætti upphaf árs fatlaðra á Íslandi árið 2003. Ég átti þess kost fyrir fáum vikum að að vera viðstaddur áhrifamikla opnun árs fatlaðra í Aþenu.<BR><BR>Það er afar dýrmætt fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild að til staðar sé skýr framtíðarsýn um það hvernig þjónusta við fatlaða skuli vera. Það gerir okkur kleift að vera samhuga og samferða á þeirri vegferð sem framundan er þannig að þjónustan og gæði hennar verði með þeim hætti að allir geti vel við unað. Það er því nauðsynlegt að við öll setjum okkur skýr markmið og reynum að átta okkur á þeim leiðarljósum sem við þurfum að hafa meðferðis til þess að árangur náist. <BR><BR>Í Evrópu er það mat manna að fólk með fötlun geti verið allt að 10% af hverri þjóð. Það má gera ráð fyrir því að í Evrópu sem heild geti fjöldi fatlaðra því verið um 50 milljónir einstaklinga. <BR><BR>Í desember 2001 tók Evrópusambandið ákvörðun um það að tileinka árið 2003 málefnum fatlaðra. Markmiðin sem skilgreind voru, beindust að því að auka meðvitund almennings í Evrópu um réttindi fatlaðra og réttindi til atvinnu og jafnframt leggja áherslu á tillögur og athafnir sem gætu aukið þennan rétt til jafns við þá sem ekki búa við fötlun. Áhersla var einnig lögð á hlutverk menntakerfisins og atvinnumarkaðarins í því að tryggja þennan jöfnuð. <BR><BR>Í mars 2002 í Madríd voru síðan unnar hugmyndir að áætlunum um það hvernig hægt væri að ná meginmarkmiðum ársins í góðri samvinnu við alla þá sem gætu lagt sitt af mörkum. Til að ná fullri þátttöku fólks sem býr við fötlun í samfélaginu er lagt til að aðferð samruna eða blöndunar sé notuð sem byggð er á stefnu sem útilokar mismunun og áhersla á aðgerðir sem tryggja það.<BR><BR>Þessi nálgun er í anda grundvallarákvæða í stofnskrá Evrópusambandsins sem útilokar m.a. mismunun á grundvelli fötlunar, viðurkennir rétt þeirra og nauðsyn þess að tryggja sjálfstæði þeirra og blöndun bæði félagslega og á sviði vinnumála og fullri þátttöku í lífi og starfi samfélagsins. <BR><BR>Fólk sem býr við fötlun stendur frammi fyrir fjölda hindrana sem koma í veg fyrir fulla þátttöku þess í samfélaginu. Þessar hindranir geta lotið að viðhorfum, atvinnumálum, ferlimálum, búsetumálum, ferðamálum, menntamálum, skipulagsmálum, sveitarstjórnarmálum, upplýsingamálum, heilbrigðis og tryggingamálum og rannsóknum og áætlanagerð.<BR><BR>Hindranirnar geta þó verið mismunandi eftir því hvaða hópur fatlaðra á í hlut. <BR><BR>Þessar hindranir eru einnig til staðar vegna þess að fólk með fötlun gleymist þegar ný starfsemi eða þjónusta eru skipulögð og búinn til. Fyrir marga í samfélaginu er hópur fatlaðra ósýnilegur og þarfir hans því ekki hafðar með við skipulag og þjónustu. <BR><BR>Það er því ljóst að til þess að til fullrar þátttöku komi þá verði hópar fatlaðra að vera sýnilegri svo að þeir sem taka ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins verði að taka tillit til þarfa allra þegar ný þjónustuúrræði eru sett á laggirnar.<BR><BR>Til þess að stuðla að fullri þátttöku fatlaðra í samfélaginu þarf að skilgreina forgangsatriði m.t.t. þarfa þeirra á öllum þeim sviðum er snerta líf þeirra og starf með það að markmiði að jafna rétt þeirra með ákveðnum aðgerðum. Þetta þarf að gerast strax á frumstigi áætlana og þessu þarf að fylgja eftir við framkvæmd og með virku eftirliti og reglulegu mati. <BR><BR>Fólk með fötlun hefur ekki einungis réttindi heldur einnig ábyrgð og skyldur. Hindranir í samfélaginu koma oft í veg fyrir að fatlaðir geti fengið tækifæri til þess að standa undir ábyrgð. Hluti af sjálfsvirðingu hvers einstaklings byggir á því að hann hafi hlutverk og þá um leið geti hann þroskast af þeirri ábyrgð sem hann tekur. <BR><BR>Á ári fatlaðra 2003 eru því mörg og veigamikil atriði sem taka þarf til frekari umfjöllunar. Í mínum huga er nú kjörið tækifæri til þess að takast á við nýjar áskoranir undir yfirskriftinni, samfélag fyrir alla. <BR><BR>En til þess að við náum þeim markmiðum sem við setjum okkur þurfa allir, sem að koma, að vera sammála um þann grundvöll sem við ætlum að byggja okkar starf á til framtíðar. Vinnan sem við nú vinnum á ári fatlaðra mun einungis marka fyrstu sporin sem þó eru veigamikil og kannski ákvarðandi um það hvernig til tekst. Árangur ársins ræðst að því að, við öll, hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög, atvinnulífið og hagsmunasamtök ásamt öllum almenningi leggjum okkur fram. <BR><BR>Við munum einnig líta til nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum við mótun framtíðarsýnar. Stefnumið þeirra eins og okkar byggja á hugmyndinni um samfélag fyrir alla. Þessi hugmyndafræði byggir m.a. á því að við allt skipulag í samfélaginu sé lagt út frá því að allir geti notið þess með sem út frá almennum lausnum, þannig að ekki þurfi nema í litlum mæli að búa til sérlausnir sem þá einungis eigi við ákveðin hóp eða hópa. Þetta þýðir að þau úrræði sem boðin eru ófötluðu fólki geti líka átt við þegar fatlað fólk á í hlut. Skipulag og þjónusta samfélagsins skal því byggja á almennum aðgerðum fyrir alla og vera eðlilegur hluti af hönnun, arkitektúr, áætlanagerð og þjónustu svo eitthvað sé nefnt. <BR><BR>Tillit til þarfa á breiðum grunni er því hornsteinninn í þessari hugmyndafræði. Þessar þarfir geta verið t.d. verið margar og fjölbreytilegar. Þær geta verið vegna andlegrar, líkamlegrar eða fjölfötlunar. <BR><BR>Þessi hugmyndafræði um samfélag fyrir alla, er í burðarliðunum í hinum Norrænu löndum. Þar hefur verið sýnt fram á góðan árangur með að setja aðgengi og notagildi í forgang. Hér eru um að ræða hugmyndir sem undirstrika ákveðna grundvallarpólitík. Hér er sérstaklega átt við jafnréttishugmyndir og þróun lýðræðis fyrir fatlaða ásamt því að hver starfsgeiri mæti þörfum allra þeirra sem til hans leita. Hér getum við tekið dæmi um að félagsþjónustan veiti öllum sem til hennar leita þjónustu hvort sem þeir búa við fötlun eða ekki. Sama á við um heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, umhverfismál, upplýsingamál svo eitthvað sé nefnt. <BR><BR>Það má því segja að hugmyndin um samfélag fyrir alla, byggi á því að vinna alltaf í átt að almennum lausnum fyrir sem flesta þó svo þarfirnar geti verið fjölbreyttar. Á sama hátt er áhersla á markvisst samstarf og skýra þverfaglega ábyrgð þeirra þjónustukerfa sem hlut eiga að máli. <BR><BR>Á grundvelli þessara hugmynda sem ég hef fyrr nefnt vil ég leggja áherslu á eftirfarandi áhersluatriði í aðgerðaráætlun sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum markað:<BR><BR>Fyrst er að telja þá hækkun örorkubóta sem ákveðin var með fjárlögum fyrir jólin. <BR><BR>Í öðru lagi ber að nefna þá breytingu sem varð á breytingu og hækkun og breytingu á örorkubótum sem ríkisstjórn ákvað fyrir nokkrum vikum. <BR><BR>Í þriðja lagi verður sett á stofn samstarfsnefnd ráðuneyta ásamt fulltrúum frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp sem mun vinna með ráðuneytinu á ári fatlaðra. <BR><BR>Í fjórða lagi mun félagsmálaráðuneytið beita sér fyrir öflugu samstarfi ráðuneytanna þar sem skoðað verður hvernig þau og undirstofnanir þeirra geta betur með almennum hætti tekist á við fjölbreyttar þarfir fatlaðra. Farið verður af stað með þetta verkefni í maí. n.k. og aðgerðaráætlun kynnt í lok nóv. <BR><BR>Í fimmta lagi mun félagsmálaráðuneytið í samstarfi við samstarfsnefndina veita styrki til verkefna á sviði rannsókna og tilrauna við framkvæmd þjónustu við fatlaða. Gert er ráð fyrir að fyrstu styrkjum verði úthlutað í júní n.k.<BR><BR>Í sjötta lagi mun félagsmálaráðuneytið í samstarfi við samstarfsnefndina veita styrki til einstaklinga og stofnana sem eru að veita þjónustu sem þykir framúrskarandi og til eftirbreytni fyrir aðra. <BR><BR>Í sjöunda lagi mun félagsmálaráðuneytið í lok ársins í framhaldi af málþingi um búsetu fatlaðra leggja fram skýra framtíðarsýn um þróun og fyrirkomulag á sérhæfðri búsetu fatlaðra og tengdri þjónustu við þá. <BR><BR>Í áttunda lagi mun félagsmálaráðuneytið í samráði við hagsmunasamtök fatlaðra standa að kynningafundum meðal almennings sem hafa það að markmiði að auka þekkingu og skilning á fötlun og áhrifum fötlunar.<BR><BR>Í níunda lagi mun félagsmálaráðuneytið mun standa fyrir ráðstefnu í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og hagsmunaaðila um fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ráðstefnan verður haldin eigi síðar en í oktober næstkomandi. <BR><BR>Í tíunda lagi félagsmálaráðuneytið leggja fram skýra framtíðarsýn um þróun og fyrirkomulag þjónustu við fatlaða á almennum vinnumarkaði. <BR><BR>Í ellefta lagi mun félagsmálaráðuneytið í samvinnu við menntamálaráðuneytið og fleiri hlutaðeigandi aðila vinna að aðgerðaráætlun sem miðar að því að fatlaðir séu að fullu þátttakendur í þróun og uppbyggingu upplýsingasamfélagsins, hvort sem um verði að ræða þróun almennra lausna eða sértækra stuðningslausna fyrir fatlaða.<BR><BR>Loks mun félagsmálaráðuneytið hefja á árinu endurskoðun á almennu skipulagi og þjónustu við fatlaða á Íslandi. Markmiðið er að leggja mat á það sem vel hefur gengið og það sem styrkja mætti enn frekar. Slíkt mat verði síðan grunnur að endurskoðaðri áætlun til framtíðar. <BR><BR>Félagsmálaráðuneytið á árinu sem og endranær leggja ríka áherslu náið og öflugt samstarf við hagsmunasamtök fatlaðra og aðra sem þessum verkefnum kunna að koma. <BR><BR>Ég vona að þess sjáist víða áþreifanleg merki í lok ársins að vel hafi verið að verki staðið og að byrjað hafi verið á góðum verkum sem skila muni miklu þegar fram líða stundir og ársins 2003 verði minnst sem ársins þar sem nýjar dyr voru opnaðar til nýrra tíma þar með samfélags fyrir alla. <BR><BR>Þrátt fyrir að við sjáum að margt er ógert í málefnum fatlaðra vil ég þó í allri hógværð benda á að talsvert hefur áunnist undanförnum átta árum, eða á þeim tíma sem ég hef haft með þennan málaflokk að gera, enda hefur hann notið algjörs forgangs í ráðuneytinu.<BR><BR>Á árinu 1995 voru á fjárlögum áætlaðar 1749 milljónir til reksturs málefna fatlaðra. 2003 er þessi upphæð orðin 5309.2 milljónir. <BR><BR>Þá hafa verið tekin í notkun 142 ný pláss á sambýlum á þessu tímabili og 60 dagvistunarúrræði og 35 ný pláss til skammtímavistunar. Ég vil leyfa mér að vona að á næstu tveimur kjörtímabilum náist einnig góður árangur.<BR><BR>Ég vil geta þess að við höfum breytt skipulagi félagsmálaráðuneytisins og sett upp sérstaka skrifstofu fjölskyldumála undir stjórn Þórs G. Þórarinssonar og á það m.a. að stuðla að enn aukinn áherslu á málefni fatlaðra. Ég vil þakka starfsfólki ráðuneytisins og sérstaklega Þór og Kristni Tómassyni yfirlækni hjá Vinnueftirlitinu fyrir undirbúning að ári fatlaðra á Íslandi. <BR><BR>Ég segi Evrópuár fatlaðra á Íslandi formlega hafið.<BR> <P></P>

07. mars 2003Átak gegn verslun með konur

<P>Góðir ráðstefnugestir.<BR><BR>Ég vil byrja á að bjóða ykkur öll velkomin á þessa ráðstefnu sem er liður í átakinu gegn verslun með konur.<BR><BR>Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í alþjóðasamfélaginu um mansal og verslun með konur. Menn hafa smám saman áttað sig á því hversu útbreitt vandamál verslun með fólk er og þá einkum með konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar áætla að árlega sæti yfir 4 milljónir manna mansali og að ágóðinn af þessari starfsemi sé yfir 5-7 milljarðar bandaríkjadala, eða næst á eftir ólöglegri fíkniefna- eða vopnasölu heimsins. Hér er um að ræða alþjóðlega og skipulagða glæpastarfsemi sem virðir engin landamæri og hefur vandamálið teygt sig til Norðurlandanna líkt og annarra landa heimsins.<BR><BR>Á Norðurlöndunum var það Margareta Wiberg, sænski jafnréttisráðherrann, sem átti frumkvæðið að átaki gegn verslun með konur, en hún lagði fram tillögu um sameiginlega baráttu á fundi ráðherra jafnréttismála frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum á ráðstefnunni Konur og Lýðræði sem haldin var 15. júní 2001 í Vilnius í Litháen. Var þessari tillögu mjög vel tekið og ákváðu dómsmálaráðherrar sömu ríkja að leggja þessu átaki lið. Í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur sem í áttu sæti tveir fulltrúar frá dómsmála-og jafnréttismálaráðuneytum hvers lands. Einnig var ráðinn yfirverkefnisstjóri yfir átaki landanna sem er Gunilla Ekberg sem er lögfræðingur og félagsfræðingur að mennt. Hún er fyrirlesari hér á ráðstefnunni í dag.<BR><BR>Hinn 29. maí 2002 var síðan sameiginlegu átaki landanna hleypt af stokkunum með ráðstefnu sem haldin var í Tallinn í Eistlandi. Sameiginlega átakið felst í því að haldnar hafa verið þrjár upplýsingaráðstefnur í Eystrasaltsríkjunum auk þess sem heimasíða átaksins var sett á laggirnar en þar koma fram viljayfirlýsingar jafnréttis-og dómsmálaráðherra landanna. Í hinu sameiginlega átaki felst einnig að hvert ríki efni til átaks í sínu landi þar sem áhersla er lögð á vandamálið eins og það horfir við í viðkomandi landi. Að öðru leyti líta þjóðirnar á átakið sem upphaf skipulagðrar samvinnu til langs tíma gegn verslun með konur. <BR><BR>Norræna ráðherranefndin ákvað í upphafi að styrkja verkefnið um 1.600.000 danskar krónur en síðan hefur verið bætt við þá upphæð. Ákveðið var að stærsti hlutinn færi í átak Eystrasaltsríkjanna og í sameiginlegar ráðstefnur sem haldnar yrðu í þeim löndum. Ljóst var að hvert Norðurlandanna yrði að fjármagna átak í eigin landi. Hér á landi hefur skipulagning verkefnisins verið sameiginlegt verkefni félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, auk þess sem settur var á laggirnar undirbúningshópur ýmissa aðila til að undirbúa átakið hér á landi. Vil ég þakka þessum aðilum fyrir innlegg sitt til átaksins.<BR><BR>Helsta markmiðið með átakinu er að miðla upplýsingum til að efla vitund almennings um mansal og verslun með konur um allan heim. Mikilvægur hluti sameiginlega átaksins er að hafa hönd í bagga með og kynna starf sem þegar hefur verið unnið á þessu sviði og þekkingu og reynslu sem þegar er til staðar í löndunum. <BR><BR>Einnig má ekki gleyma mikilvægu sjónarhorni á verslun með konur sem er jafnréttissjónarmiðið. Hér á landi eru ný jafnréttislög og er nú jafnrétti betur tryggt á Íslandi með lögum en hjá öðrum þjóðum. Átak gegn verslun með konur er liður í jafnréttisbaráttu. Hluti af framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna, sem Norðurlöndin hafa unnið eftir frá árinu 2001 er einmitt ætlað að fjalla um baráttu gegn verslun með konur. <BR><BR>Ég hef nýlega skipað samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar dómsmála-, heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa félagsmálaráðuneytis sem er formaður hennar. Hlutverk nefndarinnar er að samhæfa aðgerðir stjórnvalda á ólíkum fagsviðum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Lagt verður fyrir nefndina að hafa yfirsýn yfir aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og vera til ráðuneytis um frekari úrbætur á þessu sviði. Enn fremur er nefndinni ætlað að skipuleggja herferðir og ef þurfa þykir framkvæmdaáætlanir sem hefðu það markmið að opna augu almennings fyrir ofbeldi gegn konum og því samfélagsböli sem af því leiðir. Ofbeldi gegn konum er staðreynd í öllum samfélögum og er mansal ein birtingamynd þess.<BR><BR>Það sem skiptir meginmáli og liggur öllu þessu að baki er það atriði að konur eru ekki vara sem má selja. Ekki hér á landi, hjá grannþjóðum okkar eða neins staðar í heiminum. Hér er um að ræða brot á grundvallarmannréttindum og þarf að vera vel á verði til að hindra að mansal nái fótfestu hér á landi. Er ráðstefna þessi liður í að opna umræður um þessi efni sem vonandi leiðir til þess að unnt verði að stemma stigu við mansali í framtíðinni. <BR><BR>Að endingu vil ég þakka þeim starfsmönnum félagsmálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis sem komu að undirbúningi þessarar myndarlegu ráðstefnu.<BR> <P></P>

05. desember 2002Setningarávarp á samráðsfundi ríkis- og sveitarfélaga

Góðir fundarmenn.<BR><BR>Enn erum við mætt til samráðsfundar. Margt hefur gerst í samskiptum okkar frá síðasta samráðsfundi. Fyrst vil ég nefna að í morgun undirrituðum við endurskoðaðan samstarfssáttmála ríkis- og sveitarfélaga. Breytingar eru ekki miklar og þið hafið sáttmálann í höndum en helstu atriðin eru að leitast við að samræma stefnu beggja aðila í opinberum rekstri. Áréttað er mikilvægi formlegs samstarfs um efnahagsmál með skipun fjögurra manna embættismannanefndar sem skipuð verður fulltrúum félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og tveimur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Nefndin á að fjalla um þróun efnahags- og kjaramála svo og um meiriháttar breytingar í fjármálalegum samskiptum og á tekjustofnum sveitarfélaga.<BR><BR>Þá undirrituðum við samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis- og sveitarfélaga. Í þessu samkomulagi voru leyst til frambúðar nokkur ágreiningsmál sem hafa verið til umfjöllunar í allt sumar. Í fyrsta lagi var ágreiningur um fasteignaskattinn eftir hækkunina á fasteignamatinu í Reykjavík. Þá nægðu ekki 1100 milljónir sem samið var um til að bæta tekjutap sveitarfélaga vegna lagabreytingarinnar árið 2000. Þegar farið var að miða við raunvirði eigna og hætt að miða við uppreiknað Reykjavíkurverð. Ágreiningurinn var leystur með eftirfarandi hætti:<BR><BR>a. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær aukaframlag á fjáraukalögum 2002 260 milljónir sem verja skal til að jafna tekjutap einstakra sveitarfélaga.<BR><BR>b. Framlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóð hækkar úr 0,64% í 0,72% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimtir eru í ríkissjóð. Þetta gerir 160 milljóna árlega hækkun til sveitarfélaganna.<BR><BR>Húsaleigubætur hafa stóraukist og verða í ár um 900 milljónir. Aukningin er vegna lagabreytinga þar sem námsmenn á stúdentagörðum, öryrkjar á sambýlum o.fl. fengu rétt til húsaleigubóta, fjölgunar leiguíbúða og skattfrelsis húsaleigubóta sem gerði þær eftirsóknarverðari.<BR><BR>Talið er að í landinu séu 10.000 leiguíbúðir. 2800 leigjendur skila þinglýstum leigusamningum og fá húsaleigubætur. Hinir leigjendurnir 7200 sem ekki sækja húsaleigubætur eru yfir tekju- og eignamörkum, leigja hjá ættingjum eða leigja svart. Húsaleigubætur verða alfarið verkefni sveitarfélaga og fjármagnaðar af þeim og Jöfnunarsjóði. Jöfnunarsjóður fær sérstakt aukaframlag á fjáraukalögum 2002, 150 milljónir til greiðslu húsalaleigubóta.<BR><BR>Framlag ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs hækkar um 0,27% samkvæmt a lið 8. gr. laganna. Þetta gefur sveitarfélögunum 220 milljónir kr. til hækkunar húsaleigubóta árlega.<BR><BR>Þá er samið um að ríkið yfirtaki 15% hlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði, tækjakaupum og meiriháttar viðhaldi heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa. Þetta léttir 100 milljóna árlegum kostnaði af sveitarfélögunum.<BR><BR>Fjórði liður samkomulagsins er um tilraunaverkefni sem gengur út á að meta sérstaklega kostnaðaráhrif lagafrumvarpa og reglugerða frá félagsmálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti á fjárhag sveitarfélaganna.<BR><BR>Þá eru ákvæði um áframhaldandi vinnu á grundvelli yfirlýsingar frá 28. desember 2001, breytingu á viðmiðunargrunni útreikninga á framlagi úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs. Hinn nýi grunnur er sveitarfélögunum mun hagstæðari en eldri grunnur enda gefur hann Jöfnunarsjóði 70 milljónir árlegar viðbótartekjur. Samtals batnar hagur sveitarfélaganna um 860 milljónir um þessi áramót með fjáraukalögum 2002 og fjárlögum 2003. Loks eru í samkomulaginu ákvæði um samráð um kjaramál. Ég mun í framhaldi af samkomulaginu leggja í dag fyrir þingflokka stjórnarinnar Fumvarp um tekjustofna sveitarfélaga og breytingar á lögum um húsaleigubætur. Tekjustofnafrumvarpið tekur einnig á nefndaráliti frá í haust um Jöfnunarsjóðskaflann. Það er að hætta greiðslum til lítilla tekjuhárra sveitarfélaga og þrýsta á um sameiningu sveitarfélaga með gildum gulrótum. Bæði þessi frumvörp þurfa að verða að lögum fyrir áramót.<BR><BR>Nú eru sveitarfélögin sem óðast að vinna í fjárhagsáætlunum og væri betur að þær stæðust betur en 2001 þegar þær fóru fram úr fjárhagsáætlunum um 7,5 milljarða. Samkvæmt áætlunum 2002 er gert ráð fyrir 830 milljóna afgangi og að rekstur málaflokka verði 76,9 af skatttekjum.<BR><BR>Það er mjög ánægjulegt að mörg sveitarfélög sem undanfarið hafa verið í miklum skuldakröggum eru búin að vinna sig út úr þeim og eru komin í prýðilega rekstrarhæft ástand. Þar munar mestu um sveitarfélögin á Vestfjörðum. Ríkið keypti af þeim hlut þeirra í Orkubúinu og þau gátu með andvirðinu losnað við skuldabaggana og komist úr fjárþröng sem búin var að þjaka þau sum um árabil.<BR><BR>Nokkur umræða hefur spunnist um framtíð Orkubúsins en 7. nóvember 2000 var eftirfarandi staðfest f.h. félagsmála-, fjármála- og iðnaðarráðuneyta. "Orkubúið starfi sem sjálfstæð eining. Gjaldskrá OV verði aðlöguð gjaldskrá Rarik í áföngum. Engum starfsmanni OV verði sagt upp störfum vegna breytinga á félagsformi og kaupa ríkisins á eignarhluta einstakra sveitarfélaga. Að stjórn OV skipi sem mest heimamenn. Kauptilboð ríkisins standi óbreytt fram að gildistöku nýrra orkulaga gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki vilja selja hlut sinn í upphafi. Komi til sameiningar OV við annað eða önnur orkufyrirtæki eftir gildistöku nýrra raforkulaga mun ríkisvaldið eftir því sem í þess valdi stendur beita sér fyrir því að hluti starfsemi hins sameinaða fyrirtækis fari fram á Vestfjörðum". Tilvitnun lýkur. Allt tal um að flytja starfsemi Orkubúsins í aðra landshluta á því ekki rétt á sér. <BR><BR>Þá höfum við gert samkomulag um endurskipulagningu á fjármálum Raufarhafnar með aðkomu Lánasjóðs sveitarfélaga og uppgreiðslu skammtímaskulda. Raufarhöfn ætti að vera komin úr mestu hættunni en eftir stendur hve geysilega mikilvægt er að sveitarstjórnir sýni ábyrgð.<BR><BR>Þegar við ræðum fjárhagsstöðu sveitarfélaga ber að hafa það í huga að 2002 fullnýta ekki 46 sveitarfélög hámarksheimild til innheimtu útsvars þ.á.m. öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur. Þau 46 sveitarfélög sem ekki fullnýta heimildir hafa því borð fyrir báru.<BR><BR>Þess má geta í alþjóðlegum samanburði að hlutfall skatttekna opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, af landsframleiðslu er hér á landi með því lægsta sem þekkist í OECD ríkjunum eða 34,8% árið 2001. Einungis 5 ríki voru með lægra hlutfall en Ísland. Það eru Bandaríkin, Japan, Ástralía, Írland og Sviss.<BR><BR>Félagslega íbúðakerfið hefur verið mörgum sveitarfélögum þungur baggi vegna íbúða sem þau hafa orðið að innleysa. Í kjölfar lagasetningar sl. vor er þess vænst að á næstu 5 árum leysist þessi vandi sveitarfélaganna að mestu leyti. Myndaður hefur verið varasjóður húsnæðismála og er hann vistaður á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri ráðinn Sigurður Árnason.<BR><BR>Varasjóðurinn er myndaður úr varasjóði viðbótarlána, tryggingasjóði vegna byggingagalla, en þeir eru báðir stöndugir, með um 900 milljóna eigið fé og nær engin útgjöld hingað til. Varasjóður húsnæðismála tekur við verkefnum þessara sjóða en fær auk þess árlegt ríkisframlag. Varasjóðurinn veitir framlag til sveitarfélaga vegna rekstrar leiguíbúða þar sem markaðsleiga stendur ekki undir rekstri þeirra. Í öðru lagi aðstoðar sjóðurinn sveitarfélög sem vilja selja innlausnaríbúðir en markaðsverð nægir ekki til að greiða áhvílandi lán.<BR><BR>Þá er áformað að Íbúðalánasjóður leggi varasjóðnum 20 milljónir árlega gegn jafnháu framlagi viðkomandi sveitarfélags til þess að afskrifa lán á íbúðum sem ekki borgar sig að endurbæta. Er þetta talið duga til að gera rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaganna sjálfbæran með markaðsleigu á hverjum stað. Þetta miðast auðvitað við fyrirsjáanlega íbúaþróun. <BR><BR>Ég tel þessa niðurstöðu ákaflega mikilvæga fyrir sveitarfélögin sem hafa átt við vanda að glíma vegna innlausnaríbúða. <BR><BR>Sveitarfélög sem breyta innlausnaríbúð í leiguíbúð geta yfirtekið áhvílandi lán á upphaflegum vöxtum 1% eða 2,4% og látið það standa út upphaflegan lánstíma, síðan eiga þau kost á láni á markaðsvöxtum þannig að heildarlánstími íbúðar í eigu sveitarfélags verði 50 ár.<BR><BR>Á undanförnum árum hafa verið miklir fólksflutningar innanlands og frá útlöndum. Þetta kallar á mikil viðskipti með húsnæði og nýbyggingar. Íslendingar skipta um heimili 8 sinnum á ævinni að meðaltali.<BR><BR>40% Íslendinga hafa fluttst búferlum á síðustu fjórum árum. Sem betur fer hefur heldur dregið úr fólksstreyminu til höfuðborgarsvæðisins það sem af er árinu. Brottfluttir umfram aðflutta voru langflestir í Reykjavík, síðan koma Vestmannaeyjar, Húsavík og Seltjarnarnes.<BR><BR>Árið 1998 voru 10.000 félagslegar íbúðir í landinu, þ.e. 6.600 félagslegar eignaríbúðir og um 3.400 leigu- og kaupleiguíbúðir. <BR><BR>Frá stofnun Íbúðalánasjóðs 1999 eða á síðustu tæpum fjórum árum hafa um 7.900 fjölskyldur til viðbótar fengið félagslega aðstoð í húsnæðismálum. Um 6.701 íbúðir með viðbótarláni hafa verið byggðar eða keyptar og um 1.200 leiguíbúðir fyrir tekjulága. Frá 1. janúar 1999 eða á tæpum fjórum árum hafa útlán á félagslegum grunni, þ.e.a.s. viðbótarlán og leiguíbúðarlán tvöfaldast úr 50 milljörðum í yfir 100 milljarða.<BR><BR>Með lagabreytingu síðastliðið vor, var sveitarfélögum heimilað að aflétta kaupskyldu og forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og hafa allmörg sveitarfélög gert það nú þegar formlega. Þau verða áfram að leysa til sín félagslegar eignaríbúðir óski seljandi þess. Þessi aðgerð var mjög til hagsbóta fyrir seljendur á þeim svæðum þar sem söluverð eigna er hærra en reikningsverð í félagslega eignaríbúðarkerfinu. Hér á höfuðborgarsvæðinu er hagnaður sennilega á þriðju milljón á hverja íbúð að meðaltali. Á þeim svæðum þar sem fasteignaverð er lágt tapar fólk engum réttindum sem það hafði öðlast lögum samkvæmt. <BR><BR>Viðbótarlánin eru veitt fólki undir skilgreindum tekju- og eignarmörkum og ástæða er til að fylgjast vel með að það sé haldið. Ástæða er til að kanna þróun viðbótarlánanna með tilliti til mikils útstreymis hvort um misnotkun gæti verið að ræða í einhverjum tilfellum. Húsbréfalán er veitt fyrir 65 eða 70% kaupverðs ef um fyrstu íbúð er að ræða og stendur eignin að veði fyrir húsbréfunum. Síðan veitir Íbúðalánasjóður peningalán fyrir 25 eða 20% kaupverðsins þannig að lánað er 90% kaupverðs. <BR><BR>Viðbótarlánið er veitt að beiðni viðkomandi sveitarfélags sem leggur fram í varasjóð 5% af upphæð hvers viðbótarláns og stendur varasjóður að veði fyrir viðbótarlánunum. Þeir sem hafa fengið viðbótarlán eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og sveitarfélögin leyst sinn hluta vel af hendi.<BR>Handhafar viðbótarlána eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum.<BR><BR>Það er mikil fjarstæða að halda því fram að félagsleg aðstoð í húsnæðismálum hafi minnkað þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa, hún hefur stóraukist eða úr 10.000 í 17.900 íbúðir á þremur og hálfu ári.<BR><BR>Tvímælalaust er verulegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á landsbyggðinni. Það er samkomulag um að lána til 400 leiguíbúða árlega með 3,5% niðurgreiddum vöxtum. Þessar íbúðir eru ætlaðar fólki innan skilgreindra tekju- og eignamarka. Þetta eru t.d. leiguíbúðir sveitarfélaga, námsmannasamtaka, Öryrkjabandalags, Þroskahjálpar og félaga aldraðra. <BR><BR>Þar að auki er komið í gang að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins og með þátttöku Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða. Áformað er að byggja 600 leiguíbúðir á næstu fjórum árum, 150 íbúðir á ári. Lánin verða með niðurgreiddum vöxtum 4,5%. Búseti mun byggja og reka 300 af þessum íbúðum og hefur þegar hafist handa. <BR>38 félög sem hyggjast reka leiguíbúðir hafa lagt inn samþykktir sínar hjá félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar.<BR><BR>Íbúðalánasjóður lánar í ár út á 200 leiguíbúðir á markaðsvöxtum. Þannig munu bætast við 2.400 - 3.000 leiguíbúðir á næstu fjórum árum.<BR>Verði eftirspurn meiri eftir lánum til leiguíbúða en 550 á ári munu þau lán bera markaðsvexti. Sveitarfélögum er ætlað að leggja til lóðir á góðum kjörum.<BR><BR>Heildarútlán Íbúðalánasjóðs voru 1. júlí síðastliðinn 375 milljarðar eða tæpur helmingur af skuldum heimilanna. Vanskil eru í sögulegu lágmarki eða 0,52% af útistandandi skuldum við Íbúðalánasjóð. <BR><BR>Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi vilja ekki hafa mig lengur á þingi eða í félagsmálaráðuneytinu þannig að þetta verður seinasti samráðsfundurinn minn. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur sveitarstjórnarmenn einstaklega gott samstarf undanfarin bráðum 8 ár. Ég tel að sveitarfélögin hafi styrkst mikið á þessum 8 árum og samskipti ykkar og ríkisins verið í góðu horfi.<BR> <P></P>

29. nóvember 2002Indlæg på møde i EK/MR-NARKO

I december 1996 udformede Islands regering en politik omkring narkotika der indebar en lang række tiltag omkring det forebyggende arbejde om narkotika, alkohol og tobak. Regeringen har fulgt denne politik hvor der blandt andet lægges stærk vægt på at beskytte børn. <BR><BR>År 2000 besluttede regeringen at anvende én ekstra milliard islandske kroner til forebyggende arbejde om euforiserende stoffer ud over det arbejde der allerede var i gang på området.<BR><BR>Rådet for Forebyggelse mod Alkohol og Stoffer baserer sit arbejde på forskning.<BR><BR>Siden 1995 er der årligt foretaget undersøgelser af forbruget af alkohol og narkotika blandt eleverne i grundskolerne. Andelen af dem der har prøvet hash er gået ned fra 17% i 1998 til 11% sidste forår. Resultaterne af disse undersøgelser viser også at der de sidste fem år er sket en nedgang i beruselsesdrikning i denne aldersgruppe. Resultaterne tyder på at de prioriteringer man har haft i forebyggelsen mod alkohol og stoffer i de seneste år, giver resultater. <BR><BR>Gallup har i november 2001 foretaget en undersøgelse af forbruget af alkohol og stoffer blandt voksne på Island. Knap en fjerdedel svarede at de på et eller andet tidspunkt i deres liv havde prøvet cannabisstoffer, 7,5% havde prøvet amfetamin og 2,3% e-piller. Brugerne af ulovlige euforiserende stoffer fandtes mest blandt ugifte mænd i hovedstadsområdet i aldersgruppen 18-34.<BR><BR> <DIV align=center><B>Hjælp og almene indsatser</B><BR></DIV><BR>Det har vist sig at brugerne af narkotika bliver yngre og yngre. Der findes ikke statistiske oplysninger, men antallet af enkelttilfælde vokser, både at børn er brugere og at de sættes til at sælge stofferne.<BR><BR>Den sociale service i kommunerne og børneværnets virksomhed, både i statsligt og kommunalt regi, omfatter blandt andet en forebyggende virksomhed på dette område. Det drejer sig dels om voksne afhængige der har brug for hjælp til bolig og andre fornødenheder, og dels om forebyggende virksomhed og tilbud om behandling til børn og unge.<BR><BR>Socialministeriet driver langtidsbehandlingshjemmer for unge brugere af euforiserende stoffer. Under sundhedsvæsenet tilbydes unge afhængige behandling under Landshospitalet og SÁÁ, Islandsk Forening om Alkoholproblemet, og de ansatte i kommunernes sociale service har pligt til at opfordre folk til at gå til behandling.<BR>Jeg vil nævne nogle indsatser som vi har gjort eller er ved at begynde på Island:<BR><BR>For nylig er der underskrevet en treårig aftale mellem Rådet for Forebyggelse mod Alkohol og Stoffer og Islands Kommuneforbund om samarbejde om forebyggende arbejde i landets kommuner.<BR><BR>For nogle dage siden begyndte et bemærkelsesværdigt samarbejde mellem Islands Universitet, Islands Læreruniversitet og grundskolerne i Reykjavík der som grundlag har det syn at et indholdsrigt samvær mellem børn og voksne bidrager til en lykkelig fremtid for dem. Projektet består kort fortalt i at en universitetsstuderende og et barn bruger tre timer om ugen sammen. Hvorledes tiden bruges, afhænger af barnets interesser og dets behov kombineret med den studerendes interesse og formåen. Når et barn deltager i sådan en kontakt, kan det blandt andet forhindre at det bliver afhængigt af narkotika.<BR><BR>Den alvorligste følge af brug af narkotika er dødsfaldene, og de smerter mest når ofrene er børn og unge. På initiativ af Socialministeriet forbereder man nu oprettelsen af samrådsgrupper der skal gennemgå og undersøge årsagerne til alle pludselige dødsfald blandt børn. Hermed menes især død på grund af stoffer og selvmord. Samrådsgruppen vil bestå af repræsentanter for Børneværnet, Landslægen, Statsadvokaten og Rigspolitimesteren. Formålet med dette samarbejde er at skaffe klare oplysninger om forholdene hos disse børn og unge, blive klar over begivenheder op til dødsfaldet og skaffe et overblik over disse dødsfald.<BR><BR> <DIV align=center><B>Politiets indsats</B><BR></DIV><BR>Indsatsen mod narkotika i landet er styrket betydeligt i de seneste år. De seneste halvår er der konfiskeret større mængder end nogensinde før, og politiet mener at undersøgelser af priser tyder på at man har opnået resultater med at holde udbudet nede.<BR><BR> <DIV align=center><B>Beslaglagte stoffer (Haldlögð efni)</B></DIV><BR>Ifølge rigspolitimesterens rapporter fra de sidste tre år er antallet af narkosager der er kommet til behandling hos politiet generelt stigende, dog var der betydeligt færre sager i året 2000 end både året før og efter. Mængden af beslaglagt narkotika varierer betydeligt, men det kan dog siges at der er betydeligt stigende mængde e-tabletter beslaglagt over de sidste tre år. <BR><BR> <DIV align=center><B>Internationalt samarbejde</B></DIV><BR>Succes i forebyggende arbejde og undersøgelser i forbindelse med brug af narkotika beror på et effektivt internationalt samarbejde. Island deltager i mange former for internationalt samarbejde både under Europarådet og EU som observatør, og ved indsamling af data under ESPAD (European School Survey on Alcohol and other Drugs). Efterforskning af narkotikasager omfatter tit mange lande på en gang. I de seneste år er der sket det at grænserne er blevet mere åbne, og det står klart at distributionen af narkotika i verden er ledes af internationale kriminelle organisationer. Det er vigtigt at der er et godt samarbejde mellem politimyndighederne, og man arbejder på i væsentlig grad at styrke islandske politimyndigheders samarbejde med andre lande. <BR><BR>Schengen-aftalen har ført til at import af narkotika import til Island er nemmere i dag, og det ser ud til at grænserne på dette felt nærmest er blevet helt åbne i området.<BR>Nordisk samarbejde<BR><BR>Til sidst vil jeg nævne et bemærkelsesværdigt samarbejdsprojekt mellem Island, Ålandsøerne, Grønland og Færøerne, det såkaldte Øprojekt. Projektet støttes økonomisk af Nordisk Råd. Målgruppen for projektet er elever i alderen 16-18 år på første år i en ungdomsuddannelse der er nødt til at flytte fra deres hjemegn for at søge skole. Projektet består af støtte og hjælp til disse elever i gruppe arbejde. Ideen er at deltagerne føler tryghed i gruppen og inden for den kan få hjælp og støtte til at løse forskellige problemer forbundet med at flytte hjemmefra. Man regner med at projektet slutter ved udgangen af 2003.<BR> <DIV align=center><B>Uafhængige organisationers</B></DIV><BR>De uafhængige organisationers (NGO'ers) andel i det forebyggende arbejde er stor. Man kan for eksempel nævne forældreorganisationerne, Stoffri Ungdom og Hjem og Skole. Disse organisationer har hver på sin måde udført et effektivt arbejde i kampen mod brug af narkotika. Hjem og Skole i det forebyggende arbejde og Stoffri Ungdom i kammeratstøtte og information til forældre hvis børn er i forbrug. Det forebyggende arbejde på Island har specielt været rettet mod at støtte sådanne organisationer og græsrodsbevægelser mod brug af narkotika.<BR><BR>Kampen mod unges brug af narkotika skal føres i hele samfundet. Vi har pligt til at svare med alle tilgængelige midler, og et samarbejde på så mange måder som muligt er det bedste råd. Jeg advarer stærkt mæd al form av liberalisering.<BR> <P></P>

25. nóvember 2002Opnun sambýlis við Skagasel

<P>Ágæta samkoma<BR><BR>Í dag fögnum við opnun annars áfanga í sambýlisuppbyggingu fyrir íbúa á fyrrum Kópavogshæli. Með þessum áfanga tekst að bjóða fimm einstaklingum búsetu við hæfi. Það eru ekki meira en fjórar vikur síðan við opnuðum fyrsta áfanga í þessu stóra og viðamikla verkefni sem tekur til flutnings á 20 einstaklingum frá fyrrum Kópavogshæli í búsetu á sambýlum. Hér við Skagasel 9 er gert ráð fyrir að búi fimm einstaklingar, fjórir á efri hæð og einn á neðri hæð, þegar sú aðstaða verður tilbúin. Með opnun þessa sambýlis er búið að bjóða níu einstaklingum ný búsetuúrræði sem eru líkleg til þess að bera með sér meiri lífsgæði en þessi hópur hefur áður þekkt. <BR><BR>Mér veitist einnig sú ánægja að tilkynna að búið er að festa kaup á tveimur nýjum húseignum sem eru við Erluás 68 í Hafnarfirði og við Miðskóga 22 á Álftanesi og munu væntanlega rúma 10 einstaklinga í búsetu. Heimilið við Erluás verður væntanlega tilbúið snemma vors, en heimilið við Miðskóga verður tilbúið í maí. Með kaupunum á þessum fjórum heimilum á einungis eftir að fjármagna eitt hús til viðbótar og er gert ráð fyrir því að það verði staðsett í Reykjavík og verði komið í notkun í júní á næsta ári. <BR><BR>Með opnun þessa sambýlis hér í dag hefur tekist að rýma að fullu tvær svokallaðar heimiliseiningar að Kópavogsbraut 5 og er það mér einnig mikið ánægjuefni, því eins og við vitum þá er það húsnæði á Kópavogsbrautinni ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum til íbúðarhúsnæðis í dag. <BR><BR>Breyting á högum þeirra sem nú eru að flytja og þeirra sem koma til með að flytja munu ekki einungis birtast í búsetuhögum heldur mun verða stórkostleg breyting á þeirri dagþjónustu sem þeir fá. Allir þeir sem flytjast fá tækifæri til þess að sækja dagþjónustu til þeirra hæfingastöðva sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og eru í nálægð við heimili þeirra. Flestir íbúanna hafa ekki fengið mikla dagþjónustu í gegnum tíðina, sumir jafnvel ekki meira en 15 mínútur á dag. Þetta mun gjörbreytast þar sem markmiðið er að flestir hafi aðgang að þriggja – fjögurra klst.þjónustu á degi hverjum. Einnig er gert ráð fyrir að fyrir hvern og einn þeirra verði unnin þjónustuáætlun sem hefur það að markmiði að tryggja að sú þjónusta sem þeir fá sé alltaf við hæfi og í samræmi við þjónustuþarfir þeirra. Það er gert ráð fyrir að þessar þjónustuáætlanir verði síðan tengdar inn á þá þjónustu sem veitt er á sambýlunum og þannig verði sköpuð eins heildstæð þjónusta eins og unnt er. <BR><BR>Mér þykir rétt að nota þetta tækifæri til að telja upp þá áfanga sem við höfum náð eða erum komin áleiðis með á þessu ári.<BR><BR>Hafin er bygging sambýlis við <B>Jöklasel</B> og áformað er að það verði tilbúið næsta sumar. Þroskahjálp er að undirbúa byggingu sambýlis við <B>Þverholt</B> í Mosfellsbæ.<BR>Við höfum á árinu tekið í notkun sambýli við <B>Blikaás, Barðastaði, Hólmasund og Sólheima.</B><BR><BR>Vegna útskrifta af Kópavogshæli eru komin sambýli við <B>Svöluhraun</B> og <B>Skagasel</B>, búið að kaupa <B>Erluás</B> og <B>Miðskóga</B> eins og áður sagði og eitt verður keypt til viðbótar í <B>Reykjavík</B>. Þá verður <B>Sæbrautin</B> gerð að sambýli. Í gær var tekið í notkun endurbyggt sambýli á <B>Hvammstanga</B>.<BR><BR>Við <B>Holtaveg</B> er komin skammtímavistun sem er með sex – sjö pláss en gæti nýst 10 - 15 hluta úr degi. <BR><BR>Hæfingin í <B>Kópavogi</B> er með 20 heilsdagspláss eða 40 hálfsdags. Á þessari upptalningu má sjá að aldrei hafa á einu ári verið tekin stærri skref í búsetumálum fatlaðra eða vistunarúrræðum.<BR><BR>Ég hef hér talið upp 15 staði sem allir bæta stórlega lífsaðstöðu þeirra sem koma til með að njóta og fjölskyldna þeirra.<BR><BR>Þá vil ég einnig nefna nýja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun ellilífeyris og örorkubóta en þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda 2005 þá er árleg hækkun bóta fimm milljarðar. Hve mikil hækkunin er til öryrkja hef ég ekki á takteinum. Bótaþegar eru um 25.000. Öryrkjar eru um 9.900 og hækkun til þeirra er tiltölulega meiri þar sem þeir njóta fæstir greiðslna úr lífeyrissjóðum.<BR><BR>Það er mér mikið gleðiefni að þessu Kópavogsverkefni verði lokið á ári fatlaðra 2003 og táknrænt fyrir markmið ársins sem er að auka lífsgæði fólks sem býr við fötlun. Félagsmálaráðuneytið hefur til þess mikinn metnað að vel takist til við framkvæmd þeirra hugmynda sem stefnt er að verði að veruleika á ári fatlaðra. Markmiðið er að árið færi fólki sem býr við fötlun aukin lífsgæði og umræðan og þær ákvarðanir sem verða teknar muni stuðla að því. <BR><BR>Félagsmálaráðuneytið leggur á það ríka áherslu að vel takist til með framkvæmd ársins og að allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hvort sem um er að ræða ríki, sveitarfélög, hagsmunasamtök eða einstaklinga, leggi sitt af mörkum þannig að árið geti orðið árangursríkt. Atburðir ársins eiga að bera með sér og vera öflugur vettvangur skoðanaskipta, þekkingarmiðlunar, sköpunar og síðast en ekki síst veganesti til mikilla framkvæmda. Hér skiptir því máli að mikil og góð samvinna takist um alla framkvæmd og verði því grundvöllur framfara í þjónustunni. Afrakstur þeirrar vinnu mun vafalaust birtast í enn betri þjónustu við m.a. þá sem hér koma til með að búa. <BR><BR>Ég óska íbúum, aðstandendum og starfsfólki innilega til hamingju með daginn. Einnig vil ég þakka Öryrkjabandalaginu fyrir þeirra mikilsverða framlag í þágu þessa verkefnis. Megi farsæld hvíla yfir því starfi sem hér mun fara fram.<BR> <P></P>

07. nóvember 2002Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2002

<P>Góðir sveitarstjórnarmenn.<BR><BR>Þegar við komum saman til fjármálaráðstefnu á þessu hausti er að mörgu leyti betra útlit en oftast áður hvað varðar efnahagsmál. Með sameinuðu þjóðarátaki tókst að koma böndum á verðbólguna og á þar verkalýðshreyfingin heiður skilinn, vextir eru á öruggri niðurleið, hagvöxtur í vændum. Tekist hefur að verja kaupmáttaraukninguna og viðskiptahallinn sem um árabil hefur verið helsta ögrunin við efnahagskerfi okkar er horfinn. Viðskiptajöfnuður er orðinn hagstæður, ríkisfjármál í góðu lagi. Þetta tókst okkur vegna þess að við höfum yfirráð yfir hagkerfi okkar sjálf og höfum okkar eigin mynt. Þetta hefði ekki verið mögulegt hefðum við verið aðilar að Evrópusambandinu. Lífskjör þar eru hvergi jafngóð og hér, nema í Lúxemborg.<BR><BR>Því miður varð fjárhagsleg útkoma sveitarfélaganna á síðasta ári ekki í samræmi við þær fjárhagsáætlanir sem gerðar höfðu verið. Samkvæmt fjárhagsáætlunum 2001 var gert ráð fyrir hallarekstri upp á rúman milljarð og hefði það verið verulega betri útkoma en á árum þar á undan.<BR><BR>Þegar uppgjör ársins 2001 liggja fyrir blasir við verulega lakari útkoma. Það er áhyggjuefni að fjárhagsáætlunum sé ekki betur treystandi. Rekstur málaflokka sem hlutfall af skatttekjum var þó á nokkuð betra róli en árin á undan eða 82,7%. Það eru eignfærðar fjárfestingar sem fyrst og fremst fara fram úr áætlun. Vonandi eru fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir 2002 traustari, en þar er gert ráð fyrir 830 milljóna afgangi og að rekstur málaflokka verði 76,9% af skatttekjum. Þessar miklu fjárfestingar eru fyrst og fremst á vegum sveitarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu.<BR><BR>Hins vegar er það er mjög ánægjulegt að mörg sveitarfélög sem undanfarið hafa verið í miklum skuldakröggum eru búin að vinna sig út úr þeim og eru komin í prýðilega rekstrarhæft ástand. Þar munar mestu um sveitarfélögin á Vestfjörðum. Ríkið keypti af þeim hlut þeirra í Orkubúinu og þau gátu með andvirðinu losnað við skuldabaggana og komist úr fjárþröng sem búin var að þjaka þau sum um árabil.<BR><BR>Nokkur umræða hefur spunnist um framtíð Orkubúsins en 7. nóvember 2000 var eftirfarandi staðfest f.h. félagsmála-, fjármála- og iðnaðarráðuneyta. "Orkubúið starfi sem sjálfstæð eining. Gjaldskrá OV verði aðlöguð gjaldskrá Rarik í áföngum. Engum starfsmanni OV verði sagt upp störfum vegna breytingar á félagsformi og kaupa ríkisins á eignarhluta einstakra sveitarfélaga. Að stjórn OV skipi sem mest heimamenn. Kauptilboð ríkisins standi óbreytt fram að gildistöku nýrra orkulaga gagnvart þeim sveitarfélögum sem ekki vilja selja hlut sinn í upphafi. Komi til sameiningar OV við annað eða önnur orkufyrirtæki eftir gildistöku nýrra raforkulaga mun ríkisvaldið eftir því sem í þess valdi stendur beita sér fyrir því að hluti starfsemi hins sameinaða fyrirtækis fari fram á Vestfjörðum". Tilvitnun lýkur. Allt tal um að flytja starfsemi Orkubúsins í aðra landshluta á því ekki rétt á sér.<BR><BR>Þegar við ræðum fjárhagsstöðu sveitarfélaga ber að hafa það í huga að 2002 fullnýta ekki 46 sveitarfélög hámarksheimild til innheimtu útsvars þ.á m. öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur. Þau 46 sveitarfélög sem ekki fullnýta heimildir hafa því borð fyrir báru.<BR><BR>Þess má geta í alþjóðlegum samanburði að hlutfall skatttekna opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, af landsframleiðslu er hér á landi með því lægsta sem þekkist í OECD ríkjunum eða 34,8% árið 2001. Einungis 5 ríki voru með lægra hlutfall en Ísland. Það eru Bandaríkin, Japan, Ástralía, Írland og Sviss.<BR><BR>Fjármál sveitarfélaga eru undir eftirliti þriggja manna eftirlitsnefndar sem skipuð var á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Af því 31 sveitarfélagi sem nefndin taldi ástæðu til að gefa betur gaum, í kjölfar árlegrar athugunar sinnar, eru þrjú sveitarfélög áfram til sérstakrar skoðunar. <BR><BR>Að undanförnu hefur verið mikil opinber umræða um fjárhagsstöðu eins þeirra, Raufarhafnarhrepps og tel ég rétt að greina frá afskiptum ráðuneytisins.<BR><BR>Eftir sölu á eign Raufarhafnarhrepps á hlutafé í Jökli hf. í maí 1999 átti sveitarfélagið umtalsverða fjármuni til ráðstöfunar og var einungis hluti þeirra nýttur til framkvæmda í sveitarfélaginu. Til að ávaxta fjármunina keypti sveitarstjórn innlend og erlend hlutabréf á árunum 1999 og 2000.<BR><BR>Ráðuneytið hafði fyrst afskipti af ráðstöfun fjármuna Raufarhafnarhrepps eftir að erindi barst frá fulltrúum minnihluta sveitarstjórnar, dags. 15. október 2000, varðandi lögmæti þess að sveitarstjórn ákvað hinn 9. október 2000 að veita fyrirtækinu Netveri ehf. 10 milljón króna skilyrt lán, en umrætt fyrirtæki var í eigu þáverandi sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps.<BR><BR>Með bréfi, dags. 16. október 2000, óskaði ráðuneytið skýringa sveitarstjórnar á málinu. Í svari sveitarstjóra, dags. 18. október 2000, kom fram að umrædd lánveiting hefði verið afturkölluð.<BR><BR>Þrátt fyrir að því máli sem beint var til ráðuneytisins hafi í raun lokið örfáum dögum eftir að erindi barst ráðuneytinu fylgdist ráðuneytið áfram með fjármálum sveitarfélagsins og í febrúar 2001 sendi ráðuneytið sveitarstjórn bréf þar sem óskað var skýringa á hlutafjárkaupum í þremur fyrirtækjum, samtals að fjárhæð 10 milljónir króna. Jafnframt óskaði ráðuneytið upplýsinga um ráðstöfun fjármuna sem sveitarfélagið eignaðist við sölu á hlutafé í Jökli og bárust umbeðnar upplýsingar í mars 2001. Kom þar meðal annars fram að sveitarfélagið hafði á árinu 2000 tapað umtalsverðum fjármunum vegna kaupa á innlendum og erlendum verðbréfum. <BR><BR>Með bréfi, dags. 4. apríl 2001, áréttaði ráðuneytið mikilvægi þess að sveitarstjórnir gæti ábyrgðar í fjárstjórn sinni, hvort sem um er að ræða ákvarðanir um fjárfestingar eða ávöxtun fjármuna á borð við þá sem Raufarhafnarhreppur eignaðist við sölu á eignarhluta sínum í Jökli hf. <BR><BR>Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrárinnar ráða sveitarfélög sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Í þessu felst að ríkisvaldinu er ekki heimilt að grípa inn í stjórnun sveitarfélags nema til þess sé lagaheimild. Í sveitarstjórnarlögum er ekki að finna ákvæði sem takmarka heimildir sveitarstjórna til að velja leiðir til ávöxtunar fjármuna sveitarfélagsins. Eftir ítarlega athugun varð það niðurstaða ráðuneytisins varðandi Raufarhafnarhrepp að ekki væri unnt að ganga lengra en að minna kjörna sveitarstjórnarmenn á skyldur þeirra til að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sneiða eftir megni hjá áhættusömum fjárfestingum. <BR><BR>Ráðuneytið væntir þess að mál Raufarhafnarhrepps verði sveitarstjórnarmönnum og öllum þeim sem fara með opinbert fé víti til varnaðar. Málefni Raufarhafnarhrepps eru nú til skoðunar hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og mun ráðuneytið leita leiða til að aðstoða nýkjörna sveitarstjórn við að komast út úr þeim fjárhagsvanda sem sveitarfélagið glímir nú við. <BR><BR>Núverandi sveitarstjórn hefur fullan vilja til að taka á málum með ábyrgum hætti. Ég hef í hyggju að skoða, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, hvort tilefni sé til lagabreytinga þannig að kveðið verði skýrt á um hvaða heimildir sveitarstjórnir hafi við meðferð fjármuna.<BR><BR>Félagslega íbúðakerfið hefur verið mörgum sveitarfélögum þungur baggi vegna íbúða sem þau hafa orðið að innleysa. Í kjölfar lagasetningar sl. vor er þess vænst að á næstu 5 árum leysist þessi vandi sveitarfélaganna að mestu leyti. Myndaður hefur verið varasjóður húsnæðismála og er hann vistaður á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri ráðinn Sigurður Árnason.<BR><BR>Varasjóðurinn er myndaður úr varasjóði viðbótarlána, tryggingasjóði vegna byggingagalla, en þeir eru báðir stöndugir, með um 900 milljóna eigið fé og nær engin útgjöld hingað til. Varasjóður húsnæðismála tekur við verkefnum þessara sjóða en fær auk þess árlegt ríkisframlag. Varasjóðurinn veitir framlag til sveitarfélaga vegna rekstrar leiguíbúða þar sem markaðsleiga stendur ekki undir rekstri þeirra. Í öðru lagi aðstoðar sjóðurinn sveitarfélög sem vilja selja innlausnaríbúðir en markaðsverð nægir ekki til að greiða áhvílandi lán.<BR><BR>Þá er áformað að Íbúðalánasjóður leggi varasjóðnum 20 milljónir árlega gegn jafnháu framlagi viðkomandi sveitarfélags til þess að afskrifa lán á íbúðum sem ekki borgar sig að endurbæta. Er þetta talið duga til að gera rekstur félagslegra leiguíbúða sveitarfélaganna sjálfbæran með markaðsleigu á hverjum stað. Þetta miðast auðvitað við fyrirsjáanlega íbúaþróun. Ég tel þessa niðurstöðu ákaflega mikilvæga fyrir sveitarfélögin sem hafa átt við vanda að glíma vegna innlausnaríbúða. <BR><BR>Sveitarfélög sem breyta innlausnaríbúð í leiguíbúð geta yfirtekið áhvílandi lán á upphaflegum vöxtum 1% eða 2,4% og látið það standa út upphaflegan lánstíma, síðan eiga þau kost á láni á markaðsvöxtum þannig að heildarlánstími íbúðar í eigu sveitarfélags verði 50 ár.<BR><BR>Á undanförnum árum hafa verið miklir fólksflutningar innanlands og frá útlöndum. Þetta kallar á mikil viðskipti með húsnæði og nýbyggingar. 40% Íslendinga hafa flust búferlum á síðustu fjórum árum. Sem betur fer hefur heldur dregið úr fólksstreyminu til höfuðborgarsvæðisins það sem af er árinu. Brottfluttir umfram aðflutta voru langflestir í Reykjavík, síðan koma Vestmannaeyjar, Húsavík og Seltjarnarnes.<BR><BR>Árið 1998 voru 10.000 félagslegar íbúðir í landinu, þ.e. 6.600 félagslegar eignaríbúðir og um 3.400 leigu- og kaupleiguíbúðir. Frá stofnun Íbúðalánasjóðs 1999 eða á síðustu tæpum fjórum árum hafa um 7.000 fjölskyldur til viðbótar fengið félagslega aðstoð í húsnæðismálum. Um 5.800 íbúðir með viðbótarláni hafa verið byggðar eða keyptar og um 1.200 leiguíbúðir fyrir tekjulága. Frá 1. janúar 1999 eða á tæpum fjórum árum hafa útlán á félagslegum grunni, þ.e.a.s. viðbótarlán og leiguíbúðarlán tvöfaldast úr 50 milljörðum í yfir 100 milljarða.<BR><BR>Með lagabreytingu síðastliðið vor, var sveitarfélögum heimilað að aflétta kaupskyldu og forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og hafa allmörg sveitarfélög gert það nú þegar formlega. Þau verða áfram að leysa til sín félagslegar eignaríbúðir óski seljandi þess. Þessi aðgerð var mjög til hagsbóta fyrir seljendur á þeim svæðum þar sem söluverð eigna er hærra en reikningsverð í félagslega eignaríbúðarkerfinu. Hér á höfuðborgarsvæðinu er hagnaður sennilega á þriðju milljón á hverja íbúð að meðaltali. Á þeim svæðum þar sem fasteignaverð er lágt tapar fólk engum réttindum sem það hafði öðlast lögum samkvæmt. <BR><BR>Viðbótarlánin eru veitt fólki undir skilgreindum tekju- og eignarmörkum og ástæða er til að fylgjast vel með að það sé haldið. Húsbréfalán er veitt fyrir 65 eða 70% kaupverðs ef um fyrstu íbúð er að ræða og stendur eignin að veði fyrir húsbréfunum. Síðan veitir Íbúðalánasjóður peningalán fyrir 25 eða 20% kaupverðsins þannig að lánað er 90% kaupverðs. <BR><BR>Viðbótarlánið er veitt að beiðni viðkomandi sveitarfélags sem leggur fram í varasjóð 5% af upphæð hvers viðbótarláns og stendur varasjóður að veði fyrir viðbótarlánunum. Þeir sem hafa fengið viðbótarlán eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og sveitarfélögin leyst sinn hluta vel af hendi. Handhafar viðbótarlána eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum.<BR><BR>Það er mikil fjarstæða að halda því fram að félagsleg aðstoð í húsnæðismálum hafi minnkað þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa, hún hefur stóraukist eða úr 10.000 í 17.000 íbúðir á þremur og hálfu ári.<BR><BR>Tvímælalaust er verulegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á landsbyggðinni. Það er samkomulag um að lána til 400 leiguíbúða árlega með 3,5% niðurgreiddum vöxtum. Þessar íbúðir eru ætlaðar fólki innan skilgreindra tekju- og eignamarka. Þetta eru t.d. leiguíbúðir sveitarfélaga, námsmannasamtaka, Öryrkjabandalags, Þroskahjálpar og félaga aldraðra. <BR><BR>Þar að auki er komið í gang að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins og með þátttöku Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða. Áformað er að byggja 600 leiguíbúðir á næstu fjórum árum, 150 íbúðir á ári. Lánin verða með niðurgreiddum vöxtum 4,5%. Búseti mun byggja og reka 300 af þessum íbúðum og hefur þegar hafist handa. 38 félög sem hyggjast reka leiguíbúðir hafa lagt inn samþykktir sínar hjá félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar.<BR><BR>Íbúðalánasjóður lánar í ár út á 200 leiguíbúðir á markaðsvöxtum. Þannig munu bætast við 2.400 – 3.000 leiguíbúðir á næstu fjórum árum. Verði eftirspurn meiri eftir lánum til leiguíbúða en 550 á ári munu þau lán bera markaðsvexti. Sveitarfélögum er ætlað að leggja til lóðir á góðum kjörum.<BR><BR>Húsaleigubætur verða í ár um 900 milljónir og voru þær gerðar skattfrjálsar um síðustu áramót. Um þriðjungur leigjenda nýtur húsaleigubóta enda greiðast þær ekki þeim sem leigja hjá fjölskyldu sinni eða eru yfir tekjumörkum.<BR><BR>Þegar Íbúðalánasjóður var myndaður með sameiningu húsbréfadeildar Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verkamanna voru í húsbréfadeild 6 milljarðar, Byggingasjóði ríkisins 16 milljarðar en Byggingasjóður verkamanna var neikvæður um 16 milljarða. 16 milljarðar voru horfnir vegna neikvæðra vaxta. Það gengur ekki. Íbúðalánasjóður er fjármagnaður með sölu húsnæðisbréfa. Lífeyrissjóðir kaupa bréfin og ræður því ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna vöxtum á húsnæðislánum.<BR><BR>Heildarútlán Íbúðalánasjóðs voru 1. júlí síðastliðinn 375 milljarðar eða tæpur helmingur af skuldum heimilanna. Vanskil eru í sögulegu lágmarki eða 0,52% af útistandandi skuldum við Íbúðalánasjóð. <BR><BR>Ennþá er ekki fengin endanleg niðurstaða í nokkur fjárhagsleg samskiptamál ríkis og sveitarfélaga, svo sem um hreinni verkaskiptingu o.fl. Sú vinna er komin vel á veg og treysti ég því að samkomulag verði innan skamms sem báðir aðilar geti vel við unað.<BR><BR>Frumvörp um auknar heimildir Íbúðalánasjóðs til afskrifta þegar veð eru glötuð, ný heildarlöggjöf um húsnæðissamvinnufélög, ábyrgðarsjóð launa og vatnsveitur sveitarfélaga verða lögð fyrir Alþingi á næstunni. Einnig er frumvarp í smíðum um Jöfnunarsjóðskafla tekjustofnalaganna. Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri mun gera grein fyrir því í fyrramálið en meginefni er að minnka stuðning við rík sveitarfélög og hvetja sveitarfélög til sameininga.<BR><BR>Ég vil að endingu þakka sveitarstjórnarmönnum fyrir einstaklega gott samstarf nú sem áður og vona að þessi fjármálaráðstefna verði gagnleg fyrir okkur öll og umbjóðendur okkar.<BR> <P></P>

01. nóvember 2002Ræða félagsmálaráðherra við opnun sambýlis við Hólmasund

<P>Ágætu íbúar og gestir<BR><BR>Enn á ný fögnum við áfanga í uppbyggingu búsetuþjónustu við fólk með fötlun í Reykjavík. <BR><BR>Það er mér mikið gleðiefni hve mikill gangur er uppbyggingu úrræða á þessu ári fyrir fólk sem býr við fötlun. Opnuð hafa verið sambýli við Blikaás í Hafnarfirði, Barðastaði og Sólheima í Reykjavík og nú opnum við þetta sambýli við Hólmasund. Alls breytast því búsetuhagir 24 einstaklinga með þessum aðgerðum.<BR><BR>Jafnframt þessu hefur fyrsta sambýlið af fimm sem ætlað hefur verið fyrir íbúa af fyrrum Kópavogshæli verið tekið í notkun við Svöluhraun í Hafnarfirði og munu öll fimm sambýlin í þessu átaki vera komin í notkun á miðju næsta ári. Alls munu því 20 einstaklingar sem búið hafa við óviðunandi búsetuskilyrði fá nýja búsetu.<BR><BR>Einnig má geta þess að nú er hafin vinna við breytingar á skammtímavistinni við Holtaveg í Reykjavík þar sem gert er ráð fyrir að 10 einstaklingar geti dvalið í lengri og skemmri tíma. <BR><BR>Á næsta ári munum við halda áfram að krafti með uppbyggingu búsetu og vinnuúrræða á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að um og yfir 20 einstaklingar hafi fengið tilboð um búsetuúrræði í lok þess árs. Á þessum svæðum er þörfin mest og er því eðlilegt að það sé í forgangi að veita þjónustu á því svæði. Við þessa uppbyggingu mun ganga verulega á þá biðlista sem eru eftir búsetu og vinnu og hæfingu við hæfi.<BR><BR>Á næstunni mun verða gert nákvæmt stöðumat á fjölda og þörfum þeirra sem nú bíða eftir búsetu og vinnu hjá svæðisskrifstofunum. Einnig verður reynt að meta þarfir þeirra sem bíða eftir stuðningsúrræðum af ýmsu tagi. Með því að gera slíkt mat reglulega er stefnt að því að unnt sé að bregðast við þjónustuþörfum þeirra sem sækjast eftir þjónustu á skilvirkari og betri hátt. Það er von mín að með þeirri vinnu sem við erum nú með í gangi í uppbyggingu búsetuþjónustu og annarrar þjónustu til lengri tíma sé stuðlað að meira öryggi og aukinni vellíðan þeirra sem eiga að nota þjónustuna. Þetta vinnulag gerir þeim kleift sem næst notandanum standa og starfa að vinna með markvissari hætti að því að veita honum góða þjónustu.<BR><BR>Við stöndum þó alltaf frammi fyrir áskorunum þegar málefni fatlaðra eru til umfjöllunar. Það liggur í eðli stöðunnar að þegar einni þörf er mætt þá vakna aðrar. Þó svo oft sé á brattann að sækja þá er afar dýrmætt að við sækjum fram með jákvæðum huga og séum alltaf tilbúin til að takast á við ný verkefni með þá hugsun að leiðarljósi. Við verðum að geta glaðst yfir því að á hverju ári erum við að ná mörgum stórum áföngum í þjónustu við fólk við fötlun. Ég geri mér grein fyrir því að nokkuð er í land að þjónustan sé fullnægjandi fyrir alla. Ég er þó þeirrar skoðunar að þessa árs og vonandi þeirra næstu verði minnst sem góðum árum þar sem verkin voru látin tala. <BR><BR>En góð þjónusta við fólk sem er fatlað byggist ekki eingöngu á því að úrræði séu til staðar. Samfélagið, fólkið í landinu, þarf að búa yfir skilningi á þörfum þessa fólks og vera tilbúið til þess að veita stuðning þegar á þarf að halda. En á síðustu tímum er margt sem glepur sýn og þá er stutt í fordóma og neikvæðni sem veikir þær grundvallarstoðir sem samfélagið byggir á. Við þurfum því að reyna að hafa áhrif á gildismat fólks með enn afgerandi hætti en gert er í dag. Gildismat er margslungið fyrirbæri því oft heyrum við á hátíðarstundum að öll eigum við að njóta þeirra réttinda sem samfélagið hefur tryggt okkur, en í reynd birtist gildismat fólks með öðrum hætti. Hér má t.d. nefna það þegar nágrannar mótmæla því kröftuglega þegar fatlaðir flytja í götuna en um leið fullyrða þeir að þeir hafi ekkert á móti fötluðu fólki. Við verðum að opna þessa umræðu og fá til liðs við okkur alla þá sem hagsmuna eiga að gæta og reyndar samfélagið allt þannig að við getum enn frekar styrkt stoðir þeirra hugmynda sem við viljum að þetta samfélag okkar byggi á. <BR><BR>Ég þakka öllum þeim sem að byggingu þessa sambýlis komu, m.a. verktökum og starfsmönnum Svæðisskrifstofu Reykjavíkur fyrir þeirra framlag.<BR><BR>Ég vil einnig þakka Hússjóði Öryrkjabandalagsins sérstaklega fyrir góða og árangursríka samvinnu við byggingu þessa sambýlis. Þetta samstarf er prýðilegur vitnisburður um það hvernig slíkt samstarf getur best verið á milli hins opinbera og hagsmunasamtaka.<BR><BR>Ég vil óska þeim sem hér eiga að búa innilega til hamingju með daginn og megi búseta þeirra verða þeim til blessunar. <BR><BR> <P></P>

18. október 2002Nýtt sambýli fyrir fatlaða að Svöluhrauni

<P>Ágætu gestir<BR><BR>Það er mér sérstök gleði að vera hér með ykkur í dag þar sem við fögnum opnun fyrsta sambýlisins í öðrum áfanga útskriftar íbúa frá Kópavogsbraut 5 í sambýli.<BR><BR>Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé enn á ný brotið blað í sögu þeirra sem búa við fötlun á Íslandi. Þessi áfangi er merkilegur fyrir þær sakir að þeir sem hingað flytja hafa á lífsleiðinni upplifað þjónustu sem einkenndi fyrri tíma þar sem áherslur og hugmyndafræði voru með allt öðrum hætti en við þekkjum og telst eftirsóknarvert í dag. Þeir íbúar sem hér munu búa fluttu margir hverjir á Kópavogshæli á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og hafa því dvalið lengstan tíma ævi sinnar í stofnanaumhverfi.<BR><BR>Í þá daga var talið að veita ætti þessu fólki þjónustu á sólarhringsstofnunum, það væri besta lausnin bæði fyrir það sjálft og ekki síður það samfélag sem það hafði búið í. Á þeim tíma voru stiginn mikil framfaraspor þar sem aðstæður sumra þeirra sem komu til dvalar á fyrrum Kópavogshæli höfðu verið með þeim hætti að ekki þætti neinum boðlegt í dag. Kópavogshæli þótti þá betri kostur fyrir þennan hóp en það hafði áður kynnst. Þar var boðið upp á húsaskjól og lágmarksumönnun. Stjórnendur og starfsfólk höfðu háar hugmyndir um framtíð þeirrar þjónustu sem boðið skyldi upp á. Sumar þessara hugmynda náðu fram að ganga, aðrar lutu í lægra haldi fyrir gömlum viðhorfum. <BR><BR>Hugmyndafræði þjónustunnar tók þó örum breytingum á áttunda áratugnum. Þar kom, að þjónusta sem einu sinni hafði þótt framsækin á Kópavogshæli þótti það ekki lengur og farið var að líta á þarfir þeirra sem þar bjuggu á þann hátt að íbúarnir fengju þeim betur mætt í öðru umhverfi. Þar væri hægt að bjóða þeim upp á betri möguleika til þess að njóta lífsins á sínum forsendum. <BR><BR>Það var því um miðjan síðasta áratug að hafist var handa við að bjóða íbúum á Kópavogshæli upp á búsetu á sambýlum í almennum íbúðarhverfum. Nokkur styrr stóð um þessa ráðagerð þar sem margir litu svo á að eðlilegast væri að bjóða þeim sem voru á biðlista Svæðisskrifstofanna upp á búsetu áður en ráðist yrði í það verkefni að hefja útskrift af Kópavogshæli. Skrefin sem tekin eru hér í dag gefa vísbendingu um að við séum á réttri leið, því á sama tíma og við gleðjumst yfir þessum áfanga, þá gleðjumst við einnig yfir þeim áföngum sem náðst hafa að undanförnu og munu nást á næstunni í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir þá sem hafa verið á biðlistum svæðisskrifstofanna í Reykjavík og Reykjanesi.<BR><BR>Þetta heimili er fyrsta í röð fimm heimila í þessum öðrum áfanga útskrifta íbúa sem búið hafa í húsi 15 á lóð Landspítalans í Kópavogi. Gert er ráð fyrir því að í þessum áfanga fái 20 einstaklingar boð um búsetu á sambýlum á höfuðborgarsvæðinu. Tvö þessara heimila hafa þegar verið keypt, þ.e. þetta sem við hér stöndum í og annað við Skagasel í Reykjavík sem verður tekið í notkun á næstu vikum. Búið er að leggja drög að kaupum á tveimur húsum til viðbótar sem væntanlega verða tekin í notkun næsta vor og loks er gert ráð fyrir því að fimmta húsið verði keypt fyrir mitt næsta ár. <BR>Það er því ljóst að allar áætlanir um þennan áfanga virðast ætla að standast með sóma. <BR><BR>Það má segja að þeir sem hér hafa komið að við verkstjórn og framkvæmd á þessum áfanga hafa staðið sig með mikilli prýði og ég held að á engan sé hallað þó að Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu Reykjaness sé sérstaklega þakkað fyrir hennar framlag. Framkvæmd þessa áfanga hefur hvílt á herðum starfsmanna Svæðisskrifstofu Reykjaness og fá þeir sérstakar þakkir fyrir sitt framlag. Einnig vil ég þakka starfsfólki Landspítalans í Kópavogi og öðrum sem að hafa komið fyrir þeirra atbeina. Ef þessir aðilar hefðu ekki náð góðri og öflugri samvinnu þá stæðum við ekki hér í dag. <BR><BR>Það er von mín að þeir sem hér eiga að búa fái nú tækifæri til þess að öðlast eitthvað af þeim lífsgæðum sem þeir hafa verið án á undanförnum árum og áratugum. <BR><BR>Megi blessun fylgja þeim íbúum sem hér eiga að búa og því starfsfólki sem hér á eftir að starfa. <BR><BR> <P></P>

18. október 2002Ávarp á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands

<P>Góðir ársfundarfulltrúar.<BR><BR>Fyrst af öllu vil ég þakka ykkur í verkalýðshreyfingunni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fyrir framgöngu ykkar síðastliðið vor í baráttunni við verðbólguna. Þar sýndi íslensk verkalýðshreyfing mikla framsýni og ábyrgð. Sannaðist þá hve geysilega þýðingarmikið er að verkalýðshreyfing sé öflug og meðvituð um þjóðarhag. Án atbeina ykkar hefði sá einstæði árangur ekki náðst í verðlagsmálum sem raunin varð. <BR><BR>Uppskeran lét ekki á sér standa, verðbólga er nú um eða innan við 2%. Viðskiptahallinn sem um árabil hefur verið helsta ógn við efnahagslífið er horfinn. Viðskiptajöfnuður er orðinn jákvæður, niðursveiflunni er lokið og nýtt hagvaxtarskeið virðist framundan. <BR><BR>Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 4,6% úr 11,4% í 6,8% sem er hlutfallsleg lækkun upp á 40%. Vextir þurfa enn að lækka og munu væntanlega gera það. <BR><BR>Sumir hagfræðingar fylgja þeirri háskalegu villukenningu að til þess að óhætt sé að lækka vexti þurfi að vera hóflegt atvinnuleysi eða 3-4%. Sem betur fer fengu þeir ekki að ráða, þótt atvinnuleysi hafi aukist lítið eitt frá því þegar það var minnst er það þó í september ekki nema 2,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. <BR><BR>Þetta er ekki há tala í Evrópusamhengi og langtímaatvinnuleysi er mjög lítið. Hafa ber það í huga að alltaf eru nokkur hundruð laus störf hjá svæðisvinnumiðlunum og það sem af er þessu ári hefur Vinnumálastofnun gefið út um 3500 atvinnuleyfi vegna fólks sem hefur ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ég tel ástæðu til að draga úr útgáfu nýrra leyfa á meðan við glöggvum okkur á hver þróunin verður í vetur.<BR><BR>Hvað varðar EES borgara í vinnu hér vitum við ekki hve þeir eru margir en þumalfingursreglan er að gera ráð fyrir að þeir séu álíka margir og verkafólk utan EES.<BR>Við óttumst nýtt vandamál sérstaklega varðandi EES borgara frá Suður-Evrópu. Ég hef heyrt sögusagnir um Portúgali sem vinna hér á miklu lægra kaupi en íslenskir kjarasamningar kveða á um.<BR>Við eigum að hafa vald á að fylgjast með að þeir sem þurfa leyfi til að flytja inn verkafólk borgi því samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Verði þeir atvinnurekendur uppvísir að því að svíkja um kaup sem þeir hafa lofað í ráðningarsamningi fá þeir ekki atvinnuleyfi aftur.<BR><BR>Verra er að fást við þá sem ekki þurfa að sækja til okkar, þá sem ráða fólk af Efnahagssvæðinu. Þeir geta svindlað á erlendu verkafólki án þess að við höfum hugmynd um. Ég heiti á verkalýðsfélögin í Starfsgreinasambandinu að gefa gaum að þessari hættu og láta okkur vita ef minnsti grunur er um misferli.<BR>Ég vil beita tiltæku afli ráðuneytis og Vinnumálastofnunar í samstarfi við stéttarfélögin að stöðva þennan ósóma. Ef við í félagi sýnum ekki árverkni og festu í þessu efni verður íslenskt vinnuafl útundan á vinnumarkaði fyrr en varir. Gagnlegt er að hafa í huga að meðalárstekjur Íslendinga eru þriðjungi hærri en meðal árstekjur í Evrópusambandinu.<BR>Hvað varðar erlent vinnuafl á Íslandi þá er raunin sú að 40% setjast hér að til frambúðar. Við þurfum að leggja meiri rækt við að samlagast þessu fólki og aðlaga það íslenskum veruleika. <BR><BR>Við komum á fót Fjölmenningarsetri á Ísafirði, það þjónar landinu öllu. Ég vil gera atvinnurekendum sem fá leyfi til að ráða útlendinga að skyldu að útvega þeim netföng og aðgang að tölvu svo þeir geti komist í samband við Fjölmenningarsetrið og notið þjónustu þess. <BR><BR>Í kjölfar síðustu kjarasamninga settum við í félagi á laggirnar nýja starfsmenntasjóði fyrir ófaglært verkafólk en sjóðirnir eru fjármagnaðir með framlagi úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Starfsemi þessara sjóða er nú með dyggri aðkomu ykkar, að fá á sig mynd og mér finnst ánægjulegt að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Framboð á starfsmenntun hefur stóraukist og t.d. er aðkoma sjóðanna við íslenskukennslu útlendinga til fyrirmyndar. <BR>Þessu til viðbótar kemur síðan Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins sem hefur nú um 60 milljónir til ráðstöfunar á ári hverju. Starfsmenntun af hvaða tagi sem er, er nauðsynleg í nútímasamfélagi og ekki síður hjá verkafólki en öðrum starfsstéttum.<BR>Vöxtur og viðgangur símenntunarmiðstöðvanna hringinn í kringum landið, sem verkalýðshreyfingin kemur að, hefur lagt þarna þungt lóð á vogarskálarnar og starfsemi þeirra á margan hátt skipt sköpum við að ná til fólksins í landinu með menntunartilboð og hvatningu. Það er á margan hátt aðdáunarvert og til eftirbreytni að fylgjast með starfi margra fræðslustofnana, fyrirtækja og hagsmunasamtaka á þessum vettvangi og hvernig þau vinna verk sín. <BR><BR>Síðasta sjómannadag var undirritað í félagsmálaráðuneytinu samkomulag LÍÚ og Sjómannasambands Íslands um starfsmenntun sjómanna. Það má með nokkru sanni segja að þar með hafi hringnum næstum verið lokað og flestum starfsstéttum standi nú til boða fjárstyrkir til starfsmenntunar þó vitaskuld séu þeir með mismunandi skilyrðum og forsendum. <BR><BR>Um næstu áramót taka gildi ný lög um atvinnuréttindi útlendinga. Um er að ræða heildarendurskoðun núgildandi laga sem unnin var af nefnd sem í áttu sæti fulltrúar frá félagsmálaráðuneyti, Vinnumálastofnun, Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og dómsmálaráðuneyti. <BR><BR>Við endurskoðun laganna um atvinnuréttindi útlendinga voru ekki gerðar grundvallarbreytingar á því fyrirkomulagi sem verið hefur við veitingu atvinnuleyfa. Eftir sem áður heyrir veiting dvalar- og atvinnuleyfa undir tvær stofnanir, Útlendingaeftirlitið og Vinnumálastofnun. Meginskilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt lögunum eru þau sömu og samkvæmt núgildandi lögum, þ.e. að ekki fáist íslenskir kunnáttumenn innanlands eða að atvinnuvegi landsins skorti vinnuafl. Eins og verið hefur er tímabundið atvinnuleyfi veitt atvinnurekanda en eftir þrjú ár er heimilt að veita útlendingi óbundið atvinnuleyfi. <BR><BR>Meðal nýmæla í lögunum má nefna nýjan flokk atvinnuleyfa vegna sérhæfðra starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa starfstöð hér á landi. Kveðið er á um skyldu atvinnurekanda til að sjúkratryggja erlendan starfsmann sinn þannig að hann njóti verndar til jafns við ákvæði almannatryggingalaga. Heimilt verður að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna nánustu aðstandenda útlendings sem fengið hefur búsetuleyfi og er skilgreint hverjir teljast nánustu aðstandendur í því sambandi. Í lögunum er nýtt ákvæði þar sem ítarlega er greint frá hvaða háttsemi er refsiverð, hver refsiramminn er og hverjar saknæmiskröfur eru.<BR><BR>Að lokum má nefna að kveðið er á um sérstaka samstarfsnefnd sem kalla skal saman vegna almennra álitamála varðandi útgáfu atvinnuleyfa og þegar beiðnir berast til Vinnumálastofnunar um atvinnuleyfi fyrir hópa útlendinga. Nefndin skal skipuð fulltrúum Vinnumálastofnunar, Útlendingaeftirlits, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og formaður skipaður af félagsmálaráðherra án tilnefningar.<BR>Á þessu þingi ætla ég að leggja fram frumvarp að nýrri heildarlöggjöf um Vinnueftirlitið, þ.e. aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.<BR><BR>Sérstök skrifstofa sem fer með jafnréttis- og vinnumál hefur verið sett upp í félagsmálaráðuneytinu. Gylfi Kristinssson er skrifstofustjóri hennar.<BR><BR>Ég sé ástæðu til að minna á lög um foreldra- og fæðingarorlof sem taka að fullu gildi um næstu áramót. Þá njóta bæði kynin fulls jafnréttis og sömu reglur gilda á öllum vinnumarkaði og er það eftir því sem við best vitum einsdæmi í veröldinni. Móðir og faðir hafa hvort um sig rétt til þriggja mánaða óframseljanlegs fæðingarorlofs og að auki fá þau þrjá mánuði sem þau geta skipt með sér að vild.<BR><BR>Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af launum undanfarinna mánaða. Fæðingarorlof geta foreldrar tekið saman eða hvort í sínu lagi, skipt orlofinu og unnið hlutastarf en orlofið verður að taka á fyrstu 18 mánuðum í ævi barnsins. Sé um tvíbura að ræða eða veikindi á meðgöngu er sveigjanleiki og aukinn réttur.<BR><BR>Foreldraorlofið er þannig að hvort foreldri á rétt á að hverfa úr vinnu til að vera samvistum við barn sitt 13 vikur, samtals misseri á fyrstu 8 árum í ævi barns. Þetta foreldraorlof er launalaust en þó dýrmæt réttindi.<BR>Þá vil ég nefna að héðan af er óheimilt að segja fólki upp störfum þó það þurfi að sinna fjölskylduábyrgð. Þó foreldri eða starfsmaður mæti ekki í vinnu vegna þess að hún eða hann þurfi að sinna sjúku barni, maka, foreldri eð öðrum nákomnum má ekki reka viðkomandi úr vinnu vegna þess háttar fjarvista, það þarf meira til.<BR><BR>Ég sé á dagskránni að þið ætlið að ræða húsnæðismál. Það gefur mér tilefni til að nefna nokkrar staðreyndir um þann málaflokk. <BR><BR>Á undanförnum árum hafa verið miklir fólksflutningar innanlands og frá útlöndum. Þetta kallar á mikil viðskipti með húsnæði og nýbyggingar. <BR>Fjörtíu prósent Íslendinga hafa fluttst búferlum á síðustu fjórum árum. Lánafyrirgreiðsla Íbúðalánasjóðs gengur hratt og vel fyrir sig og sú breyting sem gerð var á skipulagi húsnæðismála hefur sannanlega tekist með ágætum.<BR><BR>Árið 1998 voru 10.000 félagslegar íbúðir í landinu, þ.e. 6.600 félagslegar eignaríbúðir og um 3.400 leigu- og kaupleiguíbúðir. <BR>Frá stofnun Íbúðalánasjóðs 1999 eða á síðustu þremur og hálfu ári hafa um 6.800 fjölskyldur til viðbótar fengið félagslega aðstoð í húsnæðismálum. Um 5.600 íbúðir með vibótarláni hafa verið byggðar eða keyptar og um 1.200 leiguíbúðir fyrir tekjulága. Frá 1. janúar 1999 eða á tæpum fjórum árum hafa útlán á félagslegum grunni, þ.e.a.s. viðbótarlán og leiguíbúðarlán tvöfaldast úr 50 milljörðum í yfir 100 milljarða.<BR><BR>Með lagabreytingu síðastliðið vor, var sveitarfélögum heimilað að aflétta kaupskyldu og forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og hafa allmörg sveitarfélög gert það nú þegar formlega. Þau verða áfram að leysa til sín félagslegar eignaríbúðir óski seljandi þess. Þessi aðgerð var mjög til hagsbóta fyrir seljendur á þeim svæðum þar sem söluverð eigna er hærra en reikningsverð í félagslega eignaríbúðarkerfinu. Á þeim svæðum þar sem fasteignaverð er lágt tapar fólk heldur engum réttindum sem það hafði öðlast lögum samkvæmt. <BR><BR>Viðbótarlánin eru veitt fólki undir skilgreindum tekju- og eignarmörkum. Húsbréfalán er veitt fyrir 65 eða 70% kaupverðs ef um fyrstu íbúð er að ræða og stendur eignin að veði fyrir húsbréfunum. Síðan veitir Íbúðalánasjóður peningalán fyrir 25 eða 20% kaupverðsins þannig að lánað er 90% kaupverðs. <BR>Viðbótarlánið er veitt að beiðni viðkomandi sveitarfélags sem leggur fram í varasjóð 5% af upphæð hvers viðbótarláns og stendur varasjóður að veði fyrir viðbótarlánunum. Þeir sem hafa fengið viðbótarlán eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og sveitarfélögin leyst sinn hluta vel af hendi.<BR><BR>Það er mikil fjarstæða að halda því fram að félagsleg aðstoð í húsnæðismálum hafi minnkað þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa, hún hefur stóraukist eða úr 10.000 í 17.000 íbúðir á þremur og hálfu ári.<BR><BR>Tvímælalaust er verulegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á landsbyggðinni. Það er samkomulag um að lána til 400 leiguíbúða árlega með 3,5% niðurgreiddum vöxtum. Þessar íbúðir eru ætlaðar fólki innan skilgreindra tekju- og eignamarka. Þetta eru t.d. leiguíbúðir sveitarfélaga, námsmannasamtaka, Öryrkjabandalags, Þroskahjálpar og félaga aldraðra. <BR><BR>Þar að auki er komið í gang að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins og með þátttöku Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða. Áformað er að byggja 600 leiguíbúðir á næstu fjórum árum, 150 íbúðir á ári. Lánin verða með niðurgreiddum vöxtum 4,5%. Búseti mun byggja og reka 300 af þessum íbúðum og hefur þegar hafist handa. <BR><BR>Íbúðalánasjóður lánar í ár út á 200 leiguíbúðir á markaðsvöxtum. Þannig munu bætast við 2.400-3.000 leiguíbúðir á næstu fjórum árum.<BR>Verði eftirspurn meiri eftir lánum til leiguíbúða en 550 á ári munu þau lán bera markaðsvexti. Sveitarfélögin verða að leggja til lóðir á góðum kjörum.<BR>Húsaleigubætur verða í ár um 900 milljónir og voru þær gerðar skattfrjálsar um síðustu áramót. Einkennilegt er að allir sem eiga rétt á húsaleigubótum skuli ekki sækja eftir þeim en fjöldi leigjenda gerir það ekki. Það er líka sérkennilegt hve margir virðast vilja spenna upp leiguverð, líka leigjendur. <BR><BR>Þegar Íbúðalánasjóður var myndaður með sameiningu Húsbréfadeildar Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verkamanna voru í Húsbréfadeild 6 milljarðar, Byggingasjóði ríkisins 16 milljarðar en Byggingasjóður verkamanna var neikvæður um 16 milljarða. Sextán milljarðar voru horfnir vegna neikvæðra vaxta. Það gengur ekki. Íbúðalánasjóður er fjármagnaður með sölu húsnæðisbréfa. Lífeyrissjóðir kaupa bréfin og ræður því ávöxtunarkrafa lífeyrirssjóðanna vöxtum á húsnæðislánum.<BR><BR>Þrátt fyrir skort á leiguhúsnæði einkum á höfuðborgarsvæðinu eru sveitarfélög víða um land að glíma við öðruvísi vanda. Þau hafa sum þurft að leysa til sín margar félagslegar eignaríbúðir og geta ekki rekið þær nema með halla. Þannig eru nokkur sveitarfélög í verulegum vanda.<BR>Með lagabreytingu í fyrravor sem undirbúin var í samráði við sveitarfélögin var myndaður farvegur til að leysa þennan vanda á árunum 2002-2006.<BR>Myndaður er Varasjóður húsnæðismála úr Varasjóði viðbótarlána, Tryggingasjóði vegna byggingagalla, árlegu framlagi ríkisins og árlegu framlagi sveitarfélaganna. Varasjóðurinn er í eigu sveitarfélaganna og tilnefna þau meirihluta ráðgjafarnefndar sjóðsins. <BR><BR>Hlutverk sjóðsins er tvíþætt, í fyrsta lagi að veita sveitarfélögum rekstrarframlag vegna félagslegra leiguíbúða þar sem eðlileg leiga stendur ekki undir rekstri og í öðru lagi að veita sveitarfélögum framlög vegna sölu félagslegra eignar- eða leiguíbúða þar sem mögulegt söluverð nægir ekki til að greiða upp áhvílandi lán.<BR>Þess er vænst að 2006 verði vandi sveitarfélaga vegna félagslega kerfisins að mestu leystur. <BR>Þá hefur sveitarfélögunum verið heimilað að láta upphafleg lán á innlausnaríbúðum á 1% eða 2,4% vöxtum standa út upphaflegan lánstíma, síðan eiga þau kost á lánum á markaðsvöxtum þannig að heildarlánstími í eigu sveitarfélags geti orðið 50 ár.<BR><BR>Heildarútlán Íbúðalánasjóðs voru 1. júlí síðastliðinn 375 milljarðar eða tæpur helmingur af skuldum heimilanna. Vanskil eru í sögulegu lágmarki eða 0,52% af útistandandi skuldum við Íbúðalánasjóð. <BR><BR>Ég vil svo að endingu óska ykkur árangursríks ársfundar og farsældar í ykkar mikilvægu störfum.<BR> <P></P>

17. október 2002Öflugar konur í íslenskum landbúnaði

<P>Heiðruðu konur<BR><BR>Fyrst af öllu vil ég óska ykkur til hamingju með Alþjóðadag kvenna í landbúnaði. Það er vel til fundið hjá ykkur að velja 15. október til þess að bera saman bækur ykkar. Það hefur lengi brunnið við að þátttaka kvenna í félagsmálum landbúnaðarins hefur verið alltof lítil. Að einhverju leyti er þetta arfur frá gamalli tíð þegar verkaskipting kynjanna var skýr. Konan annaðist heimili, matseld og barnauppeldi en karlinn var að afla tekna og annaðist útréttingar. Bóndinn annaðist sölu framleiðslunnar, konan innkaup að einhverju leyti.<BR> <UL>"Bóndinn situr á bæjarstétt<BR>bindur hann reipi hnýtir hann hnúta<BR>Heyið er upp í sæti sett<BR>konan ætlar að kaupa fyrir það klúta."<BR></UL>segir í gömlum húsgangi.<BR><BR>Konur hafa of lengi unað þessu fyrirkomulagi en það er þó sem betur fer að breytast. Hlutverk kynjanna hafa líka breytst í daglegu lífi. Konur sinna rekstri bús engu síður en karlar og karlar taka aukinn þátt í umönnun barna, matargerð og heimilishaldi. Ég hygg að konur hafi aldrei fyrr tekið hlutfallslega jafn mikinn þátt í búrekstri.<BR><BR>Í þeim þrengingum sem gegnið hafa yfir landbúnaðinn hefur bændafólk orðið að leita vinnu utan heimilis í auknum mæli enda gefa minni kúabú og sauðfjárbú ekki tekjur til að framfleyta fjölskyldu. Það er mikið áhyggjuefni að árið 2000 voru meðaltekjur sauðfjárbænda einungis 825 þúsund krónur og samkvæmt þeim mælikvarða að þeir sem hafi minna en hálfar meðaltekjur í þjóðfélaginu séu fátækir þá er nærri helmingur sauðfjárbænda undir fátæktarmörkum. Þetta er að vísu afstæður mælikvarði. Meðaltekjur á Íslandi eru þriðjungi hærri en meðaltekjur í Evrópusambandinu. <BR>Það er einnig alvörumál að 8% bændakrakka segjast ekki fara í framhaldsnám af efnahagsástæðum.<BR>Það að sauðfjárbúskapur skuli vera orðinn aukabúgrein kallar á aukna þátttöku kvenna í félagsmálum stéttarinnar því oft er það konan sem annast búreksturinn fyrst og fremst.<BR><BR>Ég hef sem ráðherra jafnréttismála undanfarin ár haft tækifæri til að skipta mér af jafnréttismálum sérstaklega.<BR>Árið 1996 var Ísland valið til rannsóknar af sérfræðinganefnd SÞ um afnám mismununar gagnvart konum. Ég mætti ásamt ráðuneytisstjóra Berglindi Ásgeirsdóttur og Elsu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs í yfirheyrslu hjá nefndinni í New York og mælti fyrir ítarlegri skýrslu.<BR>Niðurstaða nefndarinnar var sú að jafnréttismál væru í góðu lagi á Íslandi nema hvað varðaði kynbundinn launamun og réttleysi sveitakvenna.<BR>Ég tók þessar aðfinnslur alvarlega og við höfum reynt að bæta úr eftir því sem okkur hefur verið mögulegt.<BR>Við gerð jafnréttisáætlana hefur þetta verið haft í huga og einnig við nýja jafnréttislöggjöf.<BR><BR>Stærsta skrefið var þó tekið með fæðingarorlofslögunum sem eru brautryðjandaverk á heimsvísu. Við vitum ekki um neina hliðstæða löggjöf í öðrum löndum. Þessi löggjöf mun óhjákvæmilega stuðla að því að eyða kynbundnum launamun þar sem karlinn mun engu síður en konan hverfa tímabundið úr vinnu vegna barneigna. <BR>Ég setti einnig í lögin sérákvæði um bændakonur á þá leið að þó tekjur af búi væru litlar ætti bóndakona rétt á ákveðinni lágmarksgreiðslu í fæðingarorlofi á sama hátt og konur í námi. Annars eru greiðslur í fæðingarorlofi 80% af tekjum undanfarna mánuði. Hvort foreldri á óframseljanlegan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs og að auki eru þrír mánuðir sem foreldrar geta skipt að vild.<BR><BR>Á grundvelli jafnréttisáætlunar settum við á stað tilraunaverkefni jafnréttisfulltrúa á Norðurlandi vestra. Til starfsins valdist Bjarnheiður Jóhannsdóttir sem hér er í dag. Bjarnheiður hefur unnið geysigott starf og að tilraunatímabilinu loknu var ákveðið að útvíkka starfsemina um land allt og ráða þrjá atvinnu- og jafnréttisráðgjafa í samvinnu við Byggðastofnun. Helga Björg Ragnarsdóttir sem hér er í dag verður að störfum á Norðausturlandi. <BR>Bjarnheiður lét Háskólann á Akureyri gera stórmerkilega könnun á aðstæðum kvenna í landbúnaði á Norðurlandi vestra árið 1998.<BR><BR>Rannsóknin leiddi í ljós að konurnar unnu mikið við búskap og 53% þeirra stunduðu launavinnu utan bús, mest í opinberri þjónustu eða 37% kvennanna.<BR>Í flestum tilfellum var karlinn skráður fyrir búinu eða 62,3% konan ekki nema í 9% tilfella og bæði eða fjölskylda í öðrum tilfellum. Þarna er ein skýringin á dræmri þátttöku kvenna í félagsstarfi. Einungis skráður eigandi má skuldbinda búið. Einungis 1% kvenna sinnti trúnaðarstörfum fyrir bændur, 2% sátu í nefnd og einungis 10% sögðust mæta á fundi stéttarinnar. Þetta var staðan á Norðurlandi vestra 1998. Reikna má með að hún hafi skánað síðan. Þá má bæta við að of margar höfðu aðeins grunnskólamenntun. Fjarnám sem nú er orðið veruleiki er áreiðanlega mjög mikilvægt ekki síst sveitakonum.<BR><BR>Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar þeir sem starfa í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum á vegum félagsmálaráðuneytis og Byggðastofnunar, þær Bjarnheiður og Helga Björg hafa stofnað til samstarfs við Skotland, Svíþjóð og Finnland um átaksverkefnið "Rural Business Women", eða "Athafnakonur í dreifbýli". Samstarfsaðilarnir eru um þessar mundir að sækja í sjóði Evrópusambandsins um fjármögnun verkefnisins. <BR><BR>Verkefnið snýst um að styðja konur sem nýtt geta náttúruauðlindir, svo sem jurtir, rekavið og jarðefni ýmiss konar, ásamt auðvitað náttúrunni sjálfri og ósnortinni, með umhverfisvænni ferðaþjónustu og hliðarafurðum í landbúnaði, bein, horn, ull o.s.frv., til að gera nýtinguna að arðbærum atvinnurekstri. Verður það gert með námskeiðum fyrir konur á starfssvæði ráðgjafanna, ráðgjöf sérfræðinga til handa konum og þeirra fyrirtækjum, námsferðum innanlands og erlendis, ásamt námsstefnum og fundum sem ætlað er að byggja upp þekkingu kvenna á nýtingu þessara auðlinda og á þeim möguleikum sem felast í markaðssetningu þeirra.<BR><BR>Verkefnið er til þriggja ára og mun félagsmálaráðuneytið leggja fjármagn til þess í gegnum Vinnumálastofnun, ásamt vinnuframlagi atvinnu- og jafnréttisráðgjafanna, sem ráðuneytið stendur að ásamt Byggðastofnun. Umsóknin hefur þegar hlotið jákvæða umfjöllun hjá Evrópusambandinu sem þáttur í jaðarbyggðaáætlun þess, þótt ekki sé komin staðfesting á því að það verði styrkt, enda hafa innlendir aðilar í hverju landi lýst yfir áhuga á að styðja þetta verkefni.<BR><BR>Í þessu verkefni verður í heildina um 15 milljónum íslenskra króna varið í uppbyggingu á framangreindri atvinnustarfsemi kvenna, sem verður kærkomin viðbót við þann stuðning sem stendur bændum til boða á vegum Bændasamtakanna og annarra er sinna atvinnuráðgjöf.<BR><BR>Úr Styrktarsjóði félagsmálaráðuneytisins til atvinnumála kvenna hefur síðan 1995 verið varið 160 milljónum og úr Lánatryggingasjóði kvenna hafa farið 100 milljónir. Þá eru ótaldir styrkir Atvinnuleysis- tryggingasjóðs til menntasmiðja og átaksverkefna víða um land. Ég hef þá trú að þessir fjármunir nýtist vel.<BR><BR>Að endingu vona ég að þessi fundur stuðli að aukinni þátttöku kvenna í félagsstarfi landbúnaðarins. Landbúnaðurinn þarf á því að halda að bændur standi saman og sem flestir sem hann stunda leggi sitt að mörkum til sameiginlegra átaka í þágu stéttar okkar.<BR><BR> <P></P>

15. október 2002Þjónustusamningur við blindrafélagið

<P>Ágætu gestir,<BR><BR>Það er mér heiður að vera hér í dag á degi hvíta stafsins og skrifa undir þjónustusamning við Blindrafélagið.<BR>Allt frá árinu 1990 hefur Blindrafélagið fengið framlög á fjárlögum til rekstrar vinnustofu félagsins. Sérstakur samningur um rekstur þessarar vinnustofu hefur ekki verið gerður fyrr en nú. <BR><BR>Markmið þessa samnings er annars vegar að veita fötluðum tímabundin störf sem miða að því að auka möguleika þeirra til að starfa á almennum vinnumarkaði, og hins vegar að veita fötluðum föst störf. Með þessu móti er stuðlað að aukinni þátttöku fatlaðra í samfélaginu og auknu fjárhagslegu og félagslegu sjálfstæði þeirra. <BR><BR>Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík mun annast framkvæmd samningsins og samskipti við Vinnustofu Blindrafélagsins fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.<BR><BR>Undirskrift þessa samnings gerir Blindravinnustofunni það mögulegt að ráða strax um næstu áramót 4 nýja starfsmenn til viðbótar þeim 12.5 sem nú starfa á vinnustofunni. Frá og með áramótunum 2004 er síðan enn bætt um betur í samningnum með möguleika á því að ráða í 3.5 stöður til viðbótar þeim 16.5 sem þá verður heimild til. Alls er því gert ráð fyrir að 20 starfsmenn geti starfað í samræmi við ákvæði samningsins. Það má því segja að hér sé um að ræða verulega aukningu á möguleikum vinnustofunar til þess að bjóða upp á starfsþjálfun og fasta vinnu til lengri tíma. <BR><BR>Gildistími þessa samnings er til ársins 2006 en jafnframt gefur hann möguleika á því að ákvæði hans séu endurskoðuð. <BR><BR>Samvinnan við undirbúning þessa samning hefur gengið með ágætum og vil ég þakka öllum sem að honum komu fyrir sitt framlag. <BR><BR>Ég vil svo óska Blindrafélaginu til hamingju með þennan samning og óska því allra heilla um ókomin ár. <BR><BR> <P></P>

30. september 2002Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga

Góðir landsfundarfulltrúar.<BR><BR>Það er vel til fundið hjá sveitarstjórnarmönnum að hafa þema þessa landsfundar - búseta - lífsgæði - lýðræði. Öll hafa þessi atriði bein áhrif á líf einstaklinganna og fjölskyldnanna í landinu.<BR><BR>Fólk velur sér búsetu á ýmsum forsendum, atvinna, umhverfi, nágrenni og lífsgæði vega þar þungt. Sveitarfélögin geta haft mikil áhrif á það hvar fólk kýs sér búsetu og elur aldur sinn. Verkefni sín leysa sveitarfélögin með nokkuð mismunandi hætti enda er ástæða til að minna á sjálfsstjórn þeirra og sjálfstæði til ákvarðanatöku. Þó eru ákveðnar grundvallarskyldur sem þau verða að leysa af hendi og þeim hafa verið settar af löggjafanum.<BR><BR>Sveitarfélögin eru verulegur þáttur í því sem við í daglegu lífi köllum "hið opinbera" eða um 27% og fer hlutur þeirra vaxandi. Starfsmenn sveitarfélaganna eru yfir 15.000.<BR><BR>Sveitarfélögin hafa tekið við ýmsum málefnum frá ríkinu, grunnskólanum og reynslusveitarfélagaverkefnum. Ljóst er að þau geta sinnt þeim jafnvel eða betur en ríkið en í sumum tilfellum verða þau talsvert dýrari hjá sveitarfélögunum þar sem þau greiða a.m.k. ófaglærðum hærra kaup. Það getur tafið þá þróun að færa verkefni til sveitarfélaga. Ég legg áherslu á það að við þurfum að gera hreinni skil milli ríkis og sveitarfélaga hvað verkaskiptingu varðar. Framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð verða að fara saman. <BR><BR>Vinna stendur yfir milli ríkis og sveitarfélaga sem miðar að því að skipta upp verkefnum. Því miður hefur ekki náðst niðurstaða ennþá, en vonandi næst hún innan skamms.<BR><BR><B>Sameining sveitarfélaga</B><BR>Margir telja stækkun sveitarfélaga forsendu þess að verkefni séu flutt frá ríki. Þetta er ekki einhlítt. Ég bendi á prýðilega reynslu á Norðurlandi vestra þar sem öll sveitarfélögin mynduðu byggðasamlag sem tók við málefnum fatlaðra. Þar ríkir almenn ánægja allra hlutaðeigandi með þá skipan. <BR><BR>Ég tel frjálsa sameiningu sveitarfélaga miklu farsælli en þvingaða sem raunar er að mínu mati neyðarkostur. <BR><BR>Síðan ég kom í félagsmálaráðuneytið hefur sveitarfélögunum fækkað um 67 og það er ekki svo lítið. Sveitarfélögunum hefur fækkað meira en um helming frá því sem þau voru flest. <BR><BR>Uppástungur hafa komið fram um að sveitarfélögunum þyrfti enn að fækka um meira en helming eða jafnvel tvo þriðju í 50 eða 30. Þar tel ég of langt gengið.<BR>Sveitarfélag þarf að vera þannig sett landfræðilega að það geti myndað félagslega heild, samgöngur þurfa að vera það greiðar innan sveitarfélagsins að íbúar allir geti tekið sameiginlega þátt í félags- og menningarlífi og öðlast samkennd. <BR><BR>Það er ekki einungis að sveitarfélögunum hafi fækkað um 67 síðan ég kom í félagsmálaráðuneytið. Sveitarstjórnarmönnum hefur fækkað um 300-330. Það er að mínu mati galli og það stefnir ekki í átt að auknu lýðræði. Færri koma að ákvarðanatöku og sveitarstjórnin verður fjarlægari einhverjum hluta íbúanna. Nefnd undir forystu Magnúsar Stefánssonar alþingismanns er að ljúka störfum við að endurskoða Jöfnunarsjóðskafla tekjustofnalaganna. <BR><BR>Tillögur nefndarinnar miða mjög að því að herða á sameiningu sveitarfélaga þar sem dregið er úr fjárstreymi til smærri sveitarfélaga og gefinn kostur á auknum framlögum til sameiningar.<BR><BR><B>Félagsleg húsnæðismál</B><BR>Mjög veigamikill þáttur í lífsgæðum fjölskyldnanna eru húsnæðisaðstæður þeirra. Þetta á sérstaklega við á Íslandi þar sem þörf er á vönduðu húsnæði. <BR>Sveitarfélögin hafa þar veigamiklu hlutverki að gegna. Samkvæmt lögunum um félagsþjónustu ber þeim að aðstoða þá í húsnæðismálum sem ekki geta af eigin rammleik komið sér í viðunandi húsnæði. Yfirleitt reyna sveitarfélögin að sinna þessu hlutverki. <BR><BR>Árið 1998 voru um 10.000 félagslegar íbúðir í landinu, þ.e. 6.600 félagslegar eignaríbúðir og um 3.400 leigu- og kaupleiguíbúðir. <BR><BR>Frá stofnun Íbúðalánasjóðs 1999 eða á síðustu þremur og hálfu ári hafa um 6.800 fjölskyldur til viðbótar fengið félagslega aðstoð í húsnæðismálum. Um 5.600 íbúðir með viðbótarláni hafa verið byggðar eða keyptar og um 1.200 leiguíbúðir fyrir tekjulága. <BR><BR>Með lagabreytingu síðastliðið vor, var sveitarfélögum heimilað að aflétta kaupskyldu og forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og hafa allmörg sveitarfélög gert það nú þegar formlega. Þau verða áfram að leysa til sín félagslegar eignaríbúðir óski seljandi þess. Þessi aðgerð var mjög til hagsbóta fyrir seljendur á þeim svæðum þar sem söluverð eigna er hærra en reikningsverð í félagslega eignaríbúðarkerfinu, en á þeim svæðum þar sem fasteignaverð er lágt tapar fólk heldur engum réttindum sem það hafði öðlast lögum samkvæmt. <BR><BR>Viðbótarlánin eru veitt fólki undir skilgreindum tekju- og eignarmörkum. Húsbréfalán er veitt fyrir 65 eða 70% kaupverðs ef um fyrstu íbúð er að ræða og stendur eignin að veði fyrir húsbréfunum. Síðan veitir Íbúðalánasjóður peningalán fyrir 25 eða 20% kaupverðsins þannig að lánað er 90% kaupverðs. <BR><BR>Viðbótarlánið er veitt að beiðni viðkomandi sveitarfélags sem leggur fram í varasjóð 5% af upphæð hvers viðbótarláns og stendur varasjóður að veði fyrir viðbótarlánunum. Þeir sem hafa fengið viðbótarlán eiga kost á samtímagreiddum vaxtabótum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og sveitarfélögin leyst sinn hluta vel af hendi.<BR><BR>Það er mikil fjarstæða að halda því fram að félagsleg aðstoð í húsnæðismálum hafi minnkað þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa, hún hefur stóraukist eða úr 10.000 í 17.000 íbúðir á þremur og hálfu ári.<BR><BR><B>Leiguhúsnæði skortir</B><BR>Tvímælalaust er verulegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á landsbyggðinni. Það er samkomulag um að lána til 400 leiguíbúða árlega með 3,5% niðurgreiddum vöxtum. Þessar íbúðir eru ætlaðar fólki innan skilgreindra tekju- og eignamarka. Þetta eru t.d. leiguíbúðir sveitarfélaga, námsmannasamtaka, Öryrkjabandalags, Þroskahjálpar og félaga aldraðra. <BR><BR>Þar að auki er komið í gang að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins og með þátttöku Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða. Áformað er að byggja 600 leiguíbúðir á næstu fjórum árum, 150 íbúðir á ári. Lánin verða með niðurgreiddum vöxtum 4,5%. Búseti mun byggja og reka 300 af þessum íbúðum og hefur þegar hafist handa. Þannig munu bætast við a.m.k. 2200 leiguíbúðir á næstu fjórum árum.<BR><BR>Verði eftirspurn meiri eftir lánum til leiguíbúða en 550 á ári munu þau lán bera markaðsvexti. Sveitarfélögin verða að leggja til lóðir á góðum kjörum.<BR><BR><B>Staðreyndir um leiguverð</B><BR>Mikil umræða stendur um leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kemur að það er mjög misjafnt. Heildarfjöldi leiguíbúða í Reykjavík er áætlaður um 8.900 íbúðir og er það um 20% íbúða borgarinnar, 6.000 íbúðir eru á almennum markaði en 2.900 íbúðir eru félagslegar leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða hf. og námsmanna- og annarra félagasamtaka. <BR>Heildarfjöldi húsaleigubótaþega í Reykjavík var í maí sl. samkvæmt upplýsingum Félagsþjónustunnar 2.806 og lætur því nærri að tæpur þriðjungur leigjenda fái húsaleigubætur, þar af voru 1.768 á almennum markaði eða 63%, en þeir sem leigðu í félagslegu húsnæði voru 1.038 eða 37% bótaþega.<BR><BR>Samkvæmt þinglýstum leigusamningum voru tveggja herbergja íbúðir 1.284 og meðalleiga þar 35 þúsund krónur. Þriggja herbergja íbúðir voru 700 og meðalleiga þeirra 45 þúsund krónur. Margir hafa rengt þessar tölur en þær koma beint frá Félagsþjónustunni í Reykjavík.<BR><BR>Vafalaust þekkist miklu hærri leiga enda safnast biðlistar hjá Félagsbústöðum og námsmönnum af því að leiga þar er miklu lægri en á almennum markaði og tekjulágir sitja fyrir þeim íbúðum. <BR><BR>Húsaleigubætur verða í ár um 900 milljónir og voru þær gerðar skattfrjálsar um síðustu áramót. Einkennilegt er að allir sem eiga rétt á húsaleigubótum skuli ekki sækja eftir þeim. Það er líka sérkennilegt hve margir virðast vilja spenna upp leiguverð, líka leigjendur.<BR><BR><B>Varasjóður húsnæðismála</B><BR>Þrátt fyrir skort á leiguhúsnæði einkum á höfuðborgarsvæðinu eru sveitarfélög víða um land að glíma við öðruvísi vanda. Þau hafa sum þurft að leysa til sín margar félagslegar eignaríbúðir og geta ekki rekið þær nema með halla. Þannig eru nokkur sveitarfélög í verulegum vanda.<BR><BR>Með lagabreytingu í fyrravor sem undirbúin var í samráði við sveitarfélögin var myndaður farvegur til að leysa þennan vanda á árunum 2002-2006.<BR><BR>Myndaður er Varasjóður húsnæðismála úr Varasjóði viðbótarlána, Tryggingasjóði vegna byggingagalla, árlegu framlagi ríkisins og árlegu framlagi sveitarfélaganna. Varasjóðurinn er í eigu sveitarfélaganna og tilnefna þau meirihluta ráðgjafarnefndar sjóðsins. <BR><BR>Hlutverk sjóðsins er tvíþætt, í fyrsta lagi að veita sveitarfélögum rekstrarframlag vegna félagslegra leiguíbúða þar sem eðlileg leiga stendur ekki undir rekstri og í öðru lagi að veita sveitarfélögum framlög vegna sölu félagslegra eignar- eða leiguíbúða þar sem mögulegt söluverð nægir ekki til að greiða upp áhvílandi lán.<BR>Þess er vænst að 2006 verði vandi sveitarfélaga vegna félagslega kerfisins að mestu leystur. <BR><BR>Þá hefur sveitarfélögunum verið heimilað að láta upphafleg lán á innlausnaríbúðum á 1% eða 2,4% vöxtum standa út upphaflegan lánstíma, síðan eiga þau kost á lánum á markaðsvöxtum þannig að heildarlánstími í eigu sveitarfélags geti orðið 50 ár.<BR><BR>Heildarútlán Íbúðalánasjóðs voru 1. júlí síðastliðinn 375 milljarðar eða tæpur helmingur af skuldum heimilanna. Vanskil eru í sögulegu lágmarki eða 0,52% af útistandandi skuldum við Íbúðalánasjóð. <BR><BR><B>Fjármál sveitarfélaga</B><BR>Ég tel að fjármál sveitarfélaga séu í betra lagi nú en á undanförnum árum. Reiknað er með að rekstur málaflokkanna taki í ár ekki nema 79% af tekjum þeirra en mörg undanfarin ár hefur þetta hlutfall verið yfir 80%.<BR><BR>Sveitarfélögin hafa yfirleitt sýnt ábyrgð og fyrirhyggju. Nokkur mjög skuldsett sveitarfélög hafa selt ríkinu eignir og eru þannig með hjálp ríkisins komin í prýðilega rekstrarhæft ástand. Þar má nefna sveitarfélögin á Vestfjörðum, Skagafjörð o.fl.<BR><BR>Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur unnið gagnlegt starf. Þau sveitarfélög sem hún hefur haft afskipti af hafa brugðist vel við og langflest gert fullnægjandi grein fyrir áformum sínum. Reikningsskilanefnd er einnig að vinna gott starf við að samræma bókhald sveitarfélaga.<BR><BR>Ég tel að aukið efnahagslegt samráð ríkis og sveitarfélaga sé þjóðarnauðsyn og unnið er að því að koma því í fastara form. Einnig er komið samkomulag um það hvernig kostnaðarmeta á lagafrumvörp og reglugerðir.<BR><BR><B>Málefni fatlaðra</B><BR>Í félagsmálaráðuneytinu er unnið að stefnumótun til framtíðar í málefnum fatlaðra. Áformað er að kanna hvort sveitarfélögin hafi áhuga á að taka við málefnum fatlaðra án verulegs kostnaðarauka frá því sem verða mundi hjá ríkinu. <BR><BR>Útgjöld til málaflokksins hafa nær tvöfaldast frá 1990 og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Frá 1997 hafa 118 ný rými verið tekin í notkun á sambýlum og 26 einstaklingar til viðbótar fá á þessu ári pláss á sambýlum. Samningur hefur verið gerður um útskrift 20 einstaklinga af Kópavogshæli á fjögur ný sambýli og að auki eru 20 ný búsetuúrræði fyrirhuguð á næsta ári. Ný skammtímavistun í Reykjavík kemur til með að þjónusta 10 - 15 börn og hæfingarstöðvar bæta við 44 hálfsdagsplássum. Þá er í undirbúningi skammtímavistun/ sambýli fyrir fötluð langveik börn.<BR><BR>Ráðuneytisstjórinn í félagsmálaráðuneytinu Berglind Ásgeirsdóttir er farin í tveggja ára leyfi. Hún er nýráðin aðstoðarframkvæmdastjóri OECD í París. Þetta er hæsta staða sem Íslendingur hefur gegnt á alþjóðavettvangi og er það mikil viðurkenning fyrir Berglindi persónulega, félagsmálaráðuneytið og íslenska stjórnsýslu.<BR><BR>Að endingu þakka ég sveitarstjórnarmönnum fyrir góða samvinnu og býð nýja sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa.<BR> <P></P>

13. september 2002Nýtt sambýli fyrir fatlaða

<P>Ágæta samkoma</P> <P>Í dag fögnum við opnun þessa glæsilega sambýlis hér að Sólheimum 21b. Það er ekki nema rétt rúmur mánuður síðan við opnuðum annað sambýli í Grafarvogi og framundan eru enn fleiri ánægjustundir þar sem tekin verða í notkun ný úrræði fyrir fólk sem býr við fötlun hér á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að með öruggum og skilvirkum hætti séum við enn nær þeim markmiðum sem félagsmálaráðuneytið setti sér fyrir rúmu ári sem voru að minnka biðlista fatlaðra eftir búsetu þannig, að 4 – 5 ár liðnum sé búið að leysa úr brýnasta búsetuvandanum og við taki eðlileg endurnýjun húsnæðis fyrir fatlaða til framtíðar. </P> <P><BR><IMG class=right alt="Sambýlið að Sólheimum" hspace=5 src="/media/velferdarraduneyti-media/media/JPG_myndir/solheimar2.jpg" align=left vspace=9 border=2>Að undanförnu hef ég líka lagt áherslu á það að allt vinnulag við úrvinnslu og meðferð umsókna um búsetu verði bætt þannig að í framtíðinni geti notendur fengið enn greinarbetri upplýsingar um framvindu þeirra umsókna sem lagðar hafa verið inn til svæðisskrifstofanna. Þessar aðgerðir hafa það að markmiði að létta á því álagi sem fylgir því fyrir notendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir úrræðum sem henta. Á næstunni mun ég einnig kynna langtímaáætlun um uppbyggingu og nýsköpun í þjónustu við fólk sem býr við fötlun þar sem áhersla er lögð á metnaðarfullt faglegt starf og frekari uppbyggingu í málaflokknum<BR><BR>Það er því von mín að smátt og smátt náum við að skapa meiri bjartsýni og aukna trú á framtíðina sem er nauðsynleg til þess að allir þeir sem að þessum málum koma hvort sem um er að ræða notendur eða veitendur þjónustunnar nái þeim árangri sem að er stefnt. Ég heiti því á okkur öll sem hér erum og aðra sem að starfinu koma að standa saman að einhug og djörfung þar sem markið er sett til aukinna lífsgæða fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda.</P> <P> </P> <P><IMG class=left alt="Sambýlið að Sólheimum" hspace=0 src="/media/velferdarraduneyti-media/media/JPG_myndir/solheimar1.jpg" align=right border=1>Það heimili sem hér er verið að taka í notkun er fyrir þá sem dvalið hafa á sambýlinu við Holtaveg. Það var mat manna að það heimili væri orðið heldur lítið til þess að mæta þörfum þeirra sem þar bjuggu. Það var því brugðið á það ráð að ráðast í byggingu þessa glæsilega húsnæðis þar sem rík áhersla hefur verið lögð á góða umgjörð um þá sem hér eiga að búa. Húsnæðið við Holtaveg mun samt sem áður gegna mikilvægu hlutverki í þjónustukeðju Svæðisskrifstofu Reykjavíkur þar sem nú er gert ráð fyrir að það muni þjóna sem skammtímavistun fyrir börn og unglinga og styrkja verulega við þá þjónustu sem þegar er veitt á því sviði í Reykjavík. Í þeirri ráðstöfun endurspeglast vilji ráðuneytisins að gera fötluðum börnum og unglingum enn frekar kleift að búa í foreldrahúsum svo lengi sem þess er kostur. Þessi skammtímavist mun verða tekin í notkun í lok þessa árs. <BR><BR><BR><BR>Það er von mín að þið ykkar sem eiga að búa hér að Sólheimum 21b eigið framundan þroskandi og gæfuríka búsetu.<BR><BR>Ég óska ykkur innilega til hamingju með þennan áfanga.<BR><BR></P>

09. september 2002Upphaf félagsþjónustu á Íslandi - ávarp við afhjúpun minnisvarða

<P>Heiðraða samkoma<BR><BR>Mér er ánægjuefni að fá að vera hér í dag og taka með ykkur þátt í því að minnast upphafs félagsþjónustu á Íslandi eftir því sem ritaðar heimildir finnast. Það hefur verið kröftug sómakerling sem las svo yfir Arnóri syni sínum, sem síðar var kallaður kerlingarnef, að hann lét segjast og flutti þá snildarræðu sem varðveittst hefur.<BR><BR>Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil þróun hefur átt sér stað. Snemma á Þjóðveldisöld sköpuðust reglur um aðstoð við þann sem missti bæ sinn í eldi, það var upphaf brunatrygginga á Íslandi. Þegar tíund var upp tekin, seint á 11. öld, átti fjórðungur hennar að renna til fátækra. Þegar hreppaskipun var tekin upp á Íslandi tóku hreppar við hluta af aðstoðarskyldu. Lágmarkstala bænda í hreppi var að þar byggju 20 búendur sem þingfararkaupi ættu að gegna, þ.e. borguðu eignaskatta. Lágmarksíbúatala sveitarfélags hefur þá verið a.m.k. 200 manns.<BR><BR>Í okkar fornu lögbók Grágás eru nákvæm fyrirmæli um framfærsluskyldu ættingja og vandamanna. En ef ekki má – þ.e. ættingi eða venslamaður ekki getur, þá tekur samfélagið við. Fjölskyldan hafði mjög ríkar skyldur eins og heitið fjölskylda ber með sér. Fjölskylda merkir 2 eða fleiri sem hafa gagnkvæmar skyldur hver við annan, tilheyra hver öðrum. <BR><BR>Þegar kristni þróaðist í landinu hófu menn að gefa jarðir fyrir sálu sinni til fátækraframfæris. Kristfjárjarðirnar svokölluðu eru þannig til komnar. Þær hafa í seinni tíð verið seldar ábúendum. Uppúr 1960 voru tvær kristfjárjarðir í Húnavatnssýslu seldar. Alþingi verður að heimila slíkar sölur með lögum. Þá var Halldóra B. Björnsson frá Draghálsi starfsmaður Alþingis og orti:</P> <UL> <UL>"Í Húnavatnssýslunni Viðreisnin góðbændur gisti<BR>þeir græddu sumir, hjá öðrum taprekstur var.<BR>Nú vilja þeir efnaðri kaupa jarðir af Kristi<BR>þeir kunna ekki við að hafa hann sveitfastan þar".</UL></UL>Sjálfur flutti ég á síðasta þingi frumvarp um sölu kristfjárjarðanna Droplaugarstaða og Arnheiðarstaða í Múlasýslu en með því fororði að sveitarfélögin verðu andvirðinu til félagslegra þarfa í samræmi við upphaflegan tilgang þegar þær voru gefnar.<BR><BR>Nú er svo komið að Íslendingar eru í fremstu röð meðal þjóða heims hvað varðar félagslegt öryggi. Við búum við skynsamlegt almannatryggingakerfi sem myndar öryggisnet fyrir þá sem eru hjálparþurfi. Bætur eru sumsstaðar hærri að jafnaði t.d. í Svíþjóð en þar er sjötti hver maður á vinnualdri ekki í starfi heldur á bótum, það er of langt gengið. Við höfum tekjutengingar sem miða að lífskjarajöfnun.<BR><BR>Við höfum gott atvinnuleysisbótakerfi, heilsugæslu, spítala í fremstu röð, menntun án tillits til efnahags, gott húsnæðiskerfi 90% þjóðarinnar býr í eigin húsnæði og svona mætti lengi telja. Við sinnum málefnum fatlaðra betur en flestar þjóðir. Árlega verjum við til þess nær 5 þúsund milljónum. Hér í kjördæminu eru 63 fatlaðir einstaklingar sem njóta þjónustu Byggðasamlags. Þeim er boðið uppá 300 úrræði, búsetu, skammtímavistun, liðveislu, frekari liðveislu, iðju og hæfingu.<BR><BR>Ég vil að endingu þakka átthagafélaginu Geisla fyrir þetta framtak og þá sérstaklega Ara Sigurðssyni. Félagsmálaráðuneytinu var sérstök ánægja að taka þátt í þessu verkefni með ykkur. Megi þessi varði minna okkur á að okkur ber skylda til að hlynna að okkar minnstu bræðrum.<BR> <P></P>

20. ágúst 2002Ministerkonference om barn og ungdom

<P><B>Oslo 14. august 2002</B><BR><BR>Når man skal diskutere tværsektorielt samarbejde mellem børnehave, forskole og skole er der mange interesserande spørgsmål som kræver svar og diverse vurderinger som man må gøre. <BR><BR>Målet er som mest muligt at opfostre hvert barn til at blive et lykkeligt menneske som i voksen alder kan nyde et rigt og givende liv.<BR>Først vil jeg lægge vægt på familiens rolle. Desværre har vi i de vestlige velferdsstater i den senere tid løset familiebåndene. Den følelse at medlemer av familien tilhører hinanden og bør hjælpe hinanden, støtte hinanden, give hinanden tid og omsorg er ikke så stærk som den var før i tiden. Dette er bl.a. følge av ændret livsmønster, vi behøver tid til deltagelse i arbejdslivet, deltagelse i diverse forlystelser, og har ikke tid nok for børnene.<BR><BR>Jeg lægger uhyrelig stor vægt på forældrenes og familiens deltagelse i hele børnenes opdragelse, alt fra de første dager i et barns liv og igennem børnehave, forskole og hele skoletiden. Tværsektorielt samarbejde mellem forældre, børnehavelærere, lærere og barn hele opvæksten er meget værdifuld. Det er ikke rigtigt að lægge alt ansvar av opfostring, opdragelse og oplæring på børnehave, forskole eller skole, der må til tværsektorielt samarbejde mellem forældre, de diverse institutioner og barnet.<BR><BR>For at styrke familiebåndene i de førse måneder i et barns liv har vi i Island vedtaget ny lov om barselsorlov og forældreorlov. Når loven er fuldt trådt i kraft 1. januari 2003 har begge forældre den samme ret: <BR>tre måneders barselsorlov for mor og tre måneder for far som de ikke kan veksle med hinanden og ekstra tre måneder de kan skifte som de vil. I alt 9 måneder per barn. Forældrene kan vælge at tage barselsorlov uskiftet men også at tage det periodevis eller med deltidsjob. Barselsorlovet må tages i de forste 18 måneder i barnets liv. Barselsorlovsfondet betaler 80% av de sidste måneders gennemsnitsløn uden tag eller maximum løn.<BR><BR>Denne ordning gælder for hele arbejdsmarkaden men også for hjemmegående og studenter som har ret til et fast beløb. Det hele er finansieret med en del av insuransskatten, det vil sige at arbejdsgiverne betaler.<BR>Vi har indført denne ordring etapevis. I år, 2002 har fædre to måneder ret og næstem alle bruger den eller omkring 90%. Jeg vil også påpæge at denne ordning er ikke kun ment for at styrke familiebånd, give barnet lejlighed til at nyde både fars og mors omsorg og kærlighed men også er det et stort skridt til at mindske lønsforskel mellem kønnerne. <BR>Når arbejdsgiveren ansætter en man kan han regne med at han tager barselsorlov på lige fod med en kvinde som han ansætter. Mandens fravær fra arbejdsplassen på grund av fødsel kan blive lige så stor som en kvindes. <BR><BR>Vi har også i Island inført lov om forældreorlov. Mor har rett til 13 uges ulønnet orlov i de første åtte årene i barns liv for at være sammen med sit barn. Faren har samme ret således at forældrene kan være hjemme med barnet et halvt år i de første 8 årene.<BR><BR>Vi har også indført forbud mod opsigelser fra arbejdspladsen hvis den ansatte behøver orlov for at opfylde sine familiepligter.<BR><BR>Børnehaver, forskoler og skoler er efter min mening vigtige men familien er den vigtigste instans for at give barnet omsorg, kærlighed og tro på sig selv.<BR><BR>I de senere årene har man i den vestlige verden lagt op til efter min mening for strængt forbud mod børnearbejde. I Island har børn og voksne arbejdet side om side på mange arbejdspladser igennem århundreder. Det har virket til at børnene udvikles hurtigt både mentalt og fysiskt.<BR>De høster erfaring og selvrespekt og ser på arbejde som en selvfølge.<BR><BR>Vi har full sysselsætning, arbejdsløshed kun 1-2% og må importere arbejdskraft. Vi har også lang arbejdsdag, høj arbejdsdeltagelse og langt de fleste arbejder til 70 år eller længere. Langt de fleste kvinder arbejder udenfor hjemmet og skulkning frå arbejde er næsten ukendt.<BR><BR>Desværre er vi i de senere år blevet bundedt av internationale bestemmelser om forbud mod arbejde av børn og ungdom op til 18 år. Jeg tror de bestemmelser er for strænge. At arbejde er en vigtig del av livskvaliteten.<BR>Islandske ungdomer klarer sig som oftest godt i udenlandske skoler blandt jevnaldre. Det kan skyldes at de er vand til at arbejde. <BR><BR>Børnehaven har en vigtig rolle, 90% av børn i Reykjavík 2 - 6 år går i børnehave. Man har gjort forsøg med adskillelse av kønnerne, børnehaver for drenge og børnehaver for piger. Når børnene i Reykjavík er 5 år skal de besøge sin fremtidige skole således at de ikke kommer i helt fremmende omgivelser når de bliver 6 år. Man gør også forsøg med at 5 åringene får nogle timer i ugen til skolelærdom i børnehaven.<BR><BR>Man legger vægt på personbunded oplæring i grundskolen og har gjort forsøg med treparters skriftlig kontrakt mellem elev, forældre og lærer. <BR>Man skildrer målsætninger i kontrakten. Man lægger også vægt på forældresamarbejde og at grundskolen skal være et kulturcenter for bydelen.<BR><BR>Nu findes der problemer hos enkelte børn, de handikappede behøver speciel omsorg og hjælp til udvikling. Det er meget vigtigt at alle får passende tilbud.<BR>Nogle børn kommer galt av sted bl.a. av rus og narko og bliver ustyrlige i vanlige omgivelser. I Island har vi behandlingshjemmer for sådane ungdom og har tilbud som svarer til behovet med specielt uddannedt arbejdskraft.<BR><BR>I de seneste årene har komputerteknologien blevet meget almen og næsten alle hjemmer har avanserede komputer og internet. Børnene lærer sig at sysle med disse grejer. Jeg tror at det er meget vigtigt at finde vej til at skåne børn for hæslige ting som de kan finde på internetet.<BR>De fleste forskoler og alle grundskoler i Island kan tilbyde en uafbrudt skoledag, børnene får lunch og hvilestund og i diverse grundskoler hjælp til lektier.<BR><BR>Tværsektorielt samarbejde må være målet og uavbrudt gennem barnets barndom og ungdom. Det er forberedelse til livet og den enkeltes velfærd kan bero på det senere i livet.<BR> <P></P>

30. júlí 2002Opnun sambýlis fyrir fötluð ungmenni að Barðastöðum

<P>Ágæta samkoma:</P> <P>Á þessari stundu er okkur gleði efst í huga. Hér í dag er verið að taka í notkun eitt þriggja heimila sem munu verða tekin í notkun á árinu 2002 í Reykjavík. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir því að farið verði af stað með starfsemi skammtímavistunar fyrir lok þessa árs. Með þeirri uppbyggingu sem liggur fyrir á þessu ári munu 18 - 20 einstaklingar sem búa við fötlun í Reykjavík fá ný tækifæri og áskoranir í lífinu í nánustu framtíð. Með starfrækslu nýrrar skammtímavistunar hér í Reykjavík munu 20 – 25 börn fá tilboð um skammtímavist á næstu mánuðum. Hér munu því 40 til 45 fjölskyldur njóta þessara úrræða. </P> <P><IMG class=right alt="Sambýlið að Barðastöðum" hspace=10 src="/media/velferdarraduneyti-media/media/JPG_myndir/bardastadir1.jpg" align=right vspace=10 border=1>Á Reykjanesi var í vor tekið í notkun eitt sérhæft sambýli þar sem 6 einstaklingar hafa fengið búsetu. Þannig að á höfuðborgarsvæðinu eru um 25 - 27 einstaklingar að fá tilboð um búsetu á þessu ári. Einnig ber að nefna það sú áætlun sem gerð var vegna flutnings íbúa af Landsspítalanum í Kópavogi virðist ætla að standast, þannig að nú í október flytja fyrstu 4 íbúarnir af 20 í nýtt sambýli í Reykjavík, annar hópur mun síðan flytjast í nóvember næstkomandi í nýtt sambýli á Reykjanesi. Þessir flutningar standa yfir fram yfir mitt næsta ár og er þá gert ráð fyrir að allir þeir sem búa í blokkinni á lóð Landsspítalans í Kópavogi verði fluttir.<BR><BR>Við gætum verið að tala um 15 – 20 ný búsetuúrræði á næsta ári. Að auki myndi aðstaða til hæfingar gjörbreytast með því að fara að stað með hæfingastöð í Kópavogi (u.þ.b. 40 hálfsdagspláss). Auk þess er stefnt að aukningu um 4 pláss í hæfingu í Hafnarfirði. Þessar aðgerðir gætu líka haft í för með sér einhverja rýmkun í dagvistarúrræðum í Reykjavík vegna þess að einhverjir Reyknesingar sem nú hafa fengið tilboð í Reykjavík myndu hugsanlega dagþjónustu nær heimabyggð. <BR><BR><IMG height=158 alt="Sambýlið að Barðastöðum" hspace=10 src="/media/velferdarraduneyti-media/media/JPG_myndir/bardastadir2.jpg" width=210 align=left vspace=10 border=1>Þá vil ég geta þess að við erum nú í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld um að vinna að stofnun sambýlis fyrir fötluð/langveik börn í Reykjavík. Sambýlið verður að öllum líkindum byggt í samstarfi við Hússjóð Öryrkjabandalagsins.<BR><BR>Með þessu yrði ráðuneytið í góðum takti við þær áætlanir sem nefndar hafa verið til fækkunnar á biðlistum. <BR><BR>Þeir sem njóta þjónustu svæðisskrifstofanna tveggja á höfuðborgarsvæðinu auk Styrktarfélags vangefinna eru nú um 530 börn og rúmlega 600 fullorðnir. <BR><BR>Í Reykjavík og á Reykjanesi eru þó enn um 20 einstaklingar eldri en 18 ára í þeim þremur þyngstu þjónustuflokkum sem engrar þjónustu njóta frá svæðisskrifstofunum og er það forgangsverkefni að sinna þeim. <BR><BR>Við höfum legið undir ásökunum um að standa ekki við áætlanir um að vinna á biðlistunum, það er ósanngjarnt, á þessu ári og á því næsta munum við ná meiri árangri um aukið framboð úrræða en nokkru sinni fyrr.<BR><BR>Áherslur ráðuneytisins í búsetumálum er því skýrar þ.e. að bjóða þeim sem eru á biðlista húsnæði við hæfi, svo og bjóða þeim sem búa ekki við eins góðar aðstæður eins til dæmis íbúar Landsspítalans upp á betra húsnæði. Loks má einnig geta þess að verulegt átak hefur nú verið gert í viðhaldi og endurnýjun á húsnæði í eigu framkvæmdasjóðs þótt enn megi bæta þar um betur. <BR><BR>Ég hef lagt á það ríka áherslu að málefni fatlaðra hafi forgang í starfsemi ráðuneytisins þannig að hægt verði að bæta og styrkja lífsaðstæður þeirra sem hafa verið á biðlistum eftir þjónustuúræðum. Í ráðuneytinu er nú verið að leggja drög að langtímaáætlun í búsetu og vinnumálum. Gert er ráð fyrir því að þessi áætlun verði brotin upp í áfanga sem hver um sig hefur skilgreint markmið. Hér er því verið að leggja upp með framtíðarsýn, þar sem áhersla verður á samþættingu þjónustuúrræða og gæðahugsun í hvívetna. Gert er ráð fyrir að þessi þróun gerist í eins góðri samvinnu við notendur þjónustunnar eins og hægt er þannig að þróun og styrking þjónustunnar verði sem farsælust.<BR><BR>Fjölmörg önnur verkefni sem lúta að því að því að styrkja og bæta þjónustuna munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum sem munu að öllum líkindum varða brautina fram á við í málefnum fatlaðra á Íslandi. <BR>Ég óska þeim íbúum sem hér munu búa og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með daginn og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. Hér í dag er stigið eitt skref á langri vegferð þar sem hvert skref styrkir okkur í því að gera enn betur í frekari uppbyggingu í þessum málaflokki.<BR></P> <P></P>

17. maí 2002Morgunverðarfundur á degi fjölskyldunnar 15. maí 2002

Heiðraða samkoma.<BR><BR>Það er áhugavert að fjalla á þessum morgunverðarfundi, á degi fjölskyldunnar, um feður og föðurhlutverkið. Ekki orkar tvímælis að föðurhlutverkið hefur tekið stórfelldum breytingum á síðustu áratugum. Í dag eru allt aðrar kröfur gerðar til föðurins og aðrar skyldur sem honum ber að uppfylla. Fjölskyldugerð hefur einnig breyttst verulega með fjölgun hjónaskilnaða og fjölbreyttara sambúðarformi.<BR><BR>Stóraukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði utan heimilis útheimtir miklu meiri þátttöku karla í heimilisstörfum og umönnun barna. Sveigjanlegur vinnutími verður algengari í framtíðinni og okkur ber að reyna að auðvelda fólki að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf.<BR><BR>Flest viðfangsefni okkar í félagsmálaráðuneytinu koma með einhverjum hætti að málefnum fjölskyldunnar og ég tel að okkur hafi tekist að færa margt til betri vegar á undanförnum árum. Vinnulöggjöfin stuðlar að bættum samskiptaháttum við gerð kjarasamninga. Vinnumarkaðsaðgerðir auðvelda fólki að fá vinnu en það að hafa atvinnu er eitt af skilyrðum fyrir farsælu fjölskyldulífi. Allir þurfa þak yfir höfuðið og stóraukin félagsleg aðstoð í húsnæðismálum hefur orðið til þess að árlega komast miklu fleiri tekjulágar fjölskyldur í eigið húsnæði en áður var eða um 2000 fjölskyldur árlega í stað milli þrjú og fjögur hundruð að jafnaði á árunum 1990 1998.<BR>Þá stórfjölgar leiguíbúðum eða um a.m.k. 550 á ári með niðurgreiddum vöxtum og húsaleigubætur eru orðnar skattfrjálsar en þær nema um 800 milljónum á ári. Vaxtabæturnar eru yfir 4 milljarðar árlega en þær greiðast fólki undir skilgreindum tekjumörkum. Heildarlöggjöf um barnavernd tekur gildi 1. júní næstkomandi og hún á að styrkja stöðu barna verulega.<BR><BR>Ný jafnréttislög voru sett sem eru til verulegra bóta og stjórnvöld starfa eftir Jafnréttisáætlun. Ég skilaði Alþingi í vor skýrslu um framkvæmd Jafnréttisáætlunar og á henni sést að okkur miðar verulega í rétta átt. Lögin um fæðingar- og foreldraorlof eru nýmæli á heimsvísu. Þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda, en það verður um næstu áramót, þá er jafn réttur karla og kvenna og sami réttur á öllum vinnumarkaði. Lögin kveða á um þriggja mánaða óframseljanlegan rétt hvors foreldris til fæðingarorlofs og síðan hafa þau þrjá mánuði sem þau geta skipt með sér eins og þau vilja. Orlofið er hægt að taka með hlutastarfi, en verður að taka það á fyrstu 18 mánuðum í ævi barnsins. Foreldrar geta tekið orlofið saman eða sitt í hvoru lagi. Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af raunlaunum undanfarna mánuði og er ekkert hámark á greiðslum. Námsmenn og heimavinnandi fá fæðingarstyrk í orlofinu. Veikindi móður á meðgöngu eða slæmar vinnuaðstæður geta gefið rétt til viðbótarorlof<BR>s. Ef um er að ræða dauðsfall foreldris erfist rétturinn. Hafi annað foreldri ekki forræði þarf það heimild frá foreldrinu sem hefur forræðið.<BR><BR>Nú er komin nokkur reynsla af fæðingarorlofinu og er hún mjög góð. <BR>80 90% feðra taka sér orlof en skipta því gjarnan, eru heima fyrst eftir fæðingu, vinna svo um hríð og taka síðan orlof, ekki er vitað hvort þeir taka allan sinn rétt þegar þeir eru búnir að fá þrjá óframseljanlega mánuði.<BR><BR>Talsverður hópur feðra notar eitthvað af sameiginlega réttinum en þó er meirihluti sameiginlega réttarins notaður af mæðrum.<BR>Ekkert glatast af starfstengdum réttindum í fæðingarorlofi heldur aukast þau eins og mætt hefði verið í vinnuna.<BR><BR>Það er bjargföst trú mín að þessi löggjöf verði til þess að draga úr kynbundnum launamun sem því miður er ennþá til staðar á Íslandi.<BR>Vinnuveitandi verður að gera ráð fyrir að karl sem hann ræður til vinnu hverfi í fæðingarorlof ekki síður en kona sem hann ræður. Raunar eru jafnvel meiri líkur á að karl fari í orlof þar sem barneignaskeið þeirra er lengra en kvenna. Það er fleira sem vinnst en launajöfnuður. Faðir og barn ættu að tengjast nánari böndum strax á fyrstu mánuðum þar sem gera verður ráð fyrir að hann annist það.<BR><BR>Í sjálfu sér er það þjóðfélagslega mikilvægt að styrkja samband föður og barns. Faðir er ekki lengur fyrst og fremst fyrirvinna heldur á hann að vera virkur þátttakandi í umönnun, uppeldi og heimilisstörfum, sem ætti að leiða til nánari tilfinningatengsla innan fjölskyldunnar.<BR><BR>Þá höfum við einnig lögfest foreldraorlof. Hvort foreldri á rétt á 13 vikna launalausu leyfi til að vera með barni sínu á fyrstu átta árum í lífi þess eða samtals misseri á barn. Þetta getur komið sér vel þegar starfsdagar kennara dynja yfir eða veikindi barna eru á döfinni. Raunar er ekki lengur heimilt að segja fólki upp störfum vegna þess að það sé að sinna fjölskylduábyrgð sem það ber. Til dæmis umönnun sjúkra fjölskyldumeðlima.<BR>Foreldraorlofið á líka að styrkja fjölskyldubönd, gefa feðrum og mæðrum aukin tækifæri til að umgangast börnin.<BR><BR>Sem betur fer held ég að flestir feður séu sér meðvitandi um skyldur sínar. Orðið fjölskylda er lýsandi. Fjölskylda eru tveir eða fleiri einstaklingar sem hafa skyldur hver við annan og tilheyra hver öðrum. Þá tilfinningu er mikilvægt að glæða.<BR><BR>Morgunverðarfundurinn er settur.<BR> <P></P>

06. maí 2002Ráðstefna Kvenréttindafélags og Kvenfélagasambands Íslands

Góðir ráðstefnugestir.<BR><BR>Mér er ánægja og heiður að fá að ávarpa ykkur hér á Selfossi. Ég hef af sérstökum ástæðum miklar artir til kvenfélaga.<BR>Í minni sveit, Svínavatnshreppi var stofnað næstfyrsta kvenfélag á Íslandi. Móðir mín Hulda Pálsdóttir skrifaði sögu þessa næstelsta kvenfélags landsins og ég las prófarkir að handritinu. Þetta hafa verið vitrar og framsýnar konur sem þar stóðu að verki.<BR><BR>Eftir að ég varð jafnréttisráðherra kynntist ég nánar starfi Kvenréttindafélagsins og fylgdist vel með störfum þess, sérstaklega meðan skrifstofustjóri minn, Sigríður Lillý Baldursdóttir var formaður Kvenréttindafélagsins.<BR><BR>Svo háttar til að flest eða öll málasvið félagsmálaráðuneytisins koma með einhverjum hætti að málefnum fjölskyldunnar og ég fullyrði að við viljum hafa hana í fyrirrúmi en ekki hornreku.<BR><BR><B>Ég mun nú fara nokkrum orðum um markmið og árangur félagsmálaráðuneytisins.</B><BR><B>Í stefnuskrá ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að finna eftirtalin atriði er varða málefni félagsmálaráðuneytisins:</B><BR><BR>"Að styrkja fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins og treysta samheldni hennar og velferð. Meðal annars verði dregið úr tekjutengingu í barnabótakerfinu, t.d. með útgáfu sérstakra barnakorta eða öðrum sambærilegum aðgerðum. Jöfn tækifæri karla og kvenna verði tryggð í hvívetna svo sem með lengingu fæðingarorlofs og jöfnun réttar mæðra til töku þess. Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf verði aukinn og hlúð að öðrum skilyrðum heilbrigðs fjölskyldulífs."<BR><BR>"Að gera áætlun um sérstakt átak í baráttunni gegn fíkniefnavandanum í samstarfi við foreldra og skóla, frjáls félagasamtök á sviði forvarna og meðferðarúrræða auk sveitarfélaga, íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir meginþættir, sem unnið verði að, eru auknar forvarnaraðgerðir, samræming starfsemi lögreglu og tollgæslu og fjölgun meðferðarúrræða fyrir unga fíkniefnaneytendur."<BR><BR><B>Af hálfu félagsmálaráðuneytis hefur mikil áhersla verið lögð á að í öllum málum beri að taka sérstakt tillit til fjölskyldunnar. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt úrlausnarefni í nútímaþjóðfélagi. Aukinn samverutími fjölskyldunnar er mikilvægur sem og réttur barna til samvista við föður og móður.</B><BR><BR><B>Við höfum látið verkin tala og alltaf reynt að hafa fjölskylduna í fyrirrúmi.</B><BR><BR><B>Fæðingarorlof </B>hefur verið lengt úr sex í níu mánuði, þegar lögin hafa öðlast að fullu gildi um næstu áramót. Hin nýju lög tryggja barninu samvistir bæði við föður og móður og gerir ábyrgð þeirra gagnvart barninu jafna. Framvegis munu allir hafa sama rétt til fæðingarorlofs, sama hvort þeir starfa hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði. Síðast en ekki síst mun fæðingarorlofið jafna kynbundinn launamun og gefa körlum jafnt sem konum kost á að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.<BR><BR><B>Foreldraorlof</B> veitir foreldrum á vinnumarkaði rétt til 13 vikna orlofs á fyrstu 8 árum í ævi barnsins til að annast það. Um er að ræða sjálfstæðan rétt sem ekki er framseljanlegur milli maka. Samtals er þetta misseri á barn.<BR><B>Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar, </B>löggjöf þar sem óheimilt er að segja manni upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgðar sem hann ber.<BR><BR>Starfrækt er <B>Barnahús</B> þar sem unnt er að rannsaka hverskonar misnotkun gagnvart börnum og veitir jafnframt ungum þolendum kynferðislegs ofbeldis og fjölskyldum þeirra áfallahjálp og meðferð.<BR><BR><B>Meðferðarúrræðum</B> fyrir unglinga á villigötum <B>hefur stórfjölgað</B> og sérhæfðum úrræðum vegna vímuefnameðferðar. Nú eru á vegum Barnaverndarstofu 85 vistunarúrræði og hefur þeim fjölgað um meira en helming frá 1995.<BR><BR><B>Ráðgjafarstofa </B>um fjármál heimilanna var sett á fót 1996 og hefur sannað sig. Hún hefur liðsinnt um 3500 aðilum. Meirihluti þeirra sem til Ráðgjafarstofunnar hafa leitað telja sig hafa náð tökum á fjárhagsvandræðum sínum.<BR><B>Sveigjanleiki gagnvart greiðslu meðlagsskulda</B> hefur stóraukist. Hægt er nú að semja um vangoldnar skuldir og lækka greiðslubyrðina.<BR>Komin er aðgerðaáætlun sem miðar að því að <B>mæta þörf fyrir sambýli fatlaðra</B> á næstu fimm árum í samvinnu við Hússjóð Öryrkjabandalags Íslands.<BR><BR><B>Skilvirkari húsnæðisstefna</B>, afgreiðslur Íbúðalánasjóðs á þriggja ára tímabili, 1999–2001, eru u.þ.b. jafnmargar og afgreiðslur Húsnæðisstofnunar á sex ára tímabili, 1993–1998. Því er ljóst að skilvirkni Íbúðalánasjóðs með 53 stöðugildi er mun meiri en skilvirkni Húsnæðisstofnunar og Veðdeildar Landsbanka Íslands með 79 stöðugildi.<BR><BR><B>Húsbréfalán</B> <B>fást nú til 40 ára</B>, en ekki bara til 25 ára eins og áður var. Tekjulágir geta fengið allt að 90% lán nú. Þeir sem keypt hafa fasteign með viðbótarláni eftir 1. janúar 1999 eiga rétt á samtímagreiddum vaxtabótum sem greiðast á 3ja mánaða fresti. Fjöldi þeirra sem fengið hafa viðbótarlán frá 1. janúar 1999 eru rúmlega 5000. <B>Aldrei hafa fleiri tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur komist í eigið húsnæði.</B> Til samanburðar má geta þess að frá 1981–1997 var lánað út á samtals 6110 félagslegar eignaríbúðir, leiguíbúðir og kaupleiguíbúðir.<BR><B>Aukin sveigjanleiki í húsnæðislánum</B>, nýtt úrræði er heimild til að lengja upphaflegan lánstíma um 15 ár. Einnig mun lánstími lengjast ef um frystingu lána er að ræða, þannig að greiðslubyrðin að þeim tíma loknum verður viðráðanlegri heldur en ella.<BR><BR><B>Húsaleigubætur hafa stórhækkað</B> á tímabilinu og <B>eru skattfrjálsar frá og með árinu 2002.</B> Sérstakt tillit er tekið til barnafjölskyldna og láglaunafólks. Hækkun húsaleigubóta til barnafólks árið 2001 var um 10%. Vextir verða niðurgreiddir á lánum til 400 leiguíbúða handa tekjulágum árlega, námsmönnum, öryrkjum og öldruðum og einnig íbúða sveitarfélaga.<BR><BR><B>Átak í byggingu leiguíbúða</B>, að frumkvæði félagsmálaráðherra verða 600 leiguíbúðir byggðar aukalega á næstu fjórum árum til viðbótar almennum lánaheimildum Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Þetta mun efla og styrkja leigumarkaðinn í landinu og jafnframt mun átakið stytta biðlista eftir leiguhúsnæði til muna. Búseti mun byggja og reka 300 þessara íbúða og önnur leigufélög hafa nú þegar sótt um flestöll þau lán sem í boði eru.<BR><BR><B>Sveitarfélögum</B> hefur verið gert kleift að yfirtaka lán á innlausnaríbúðum og vandi sveitarfélaga vegna félagslega íbúðakerfisins verður leystur á næstu 5 árum.<BR><BR><B>Jafnréttisráðgjafi</B> var settur niður á Blönduósi, hann hefur unnið svo gott starf að ákveðið er að atvinnu- og jafnréttisráðgjafar starfi á landsbyggðinni.<BR>Félagsmálaráðuneytið og Byggðastofnun hafa hafið samstarf til ársins 2005 um þrjú stöðugildi á landsbyggðinni. Verkefnið er gríðarlega mikilvægt og mun bæta stöðu kvenna á landsbyggðinni meðal annars með fræðslu og ráðgjöf, til að tryggja að konur þar búi ekki við lakari aðstæður en konur á höfuðborgarsvæðinu.<BR><BR><B>Fjölsmiðjan</B>, hefur verið sett á laggirnar. Fjölsmiðjan er verkþjálfunarsetur ætlað ungu fólki sem ekki hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði eða í skólakerfinu. Markmiðið er að auðvelda þessu fólki að fóta sig á vinnumarkaðnum. Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, tók að sér forstöðu og hefur náð ótrúlegum árangri með hópinn sinn 20–30 krakka sem hafa hætt í skóla.<BR><BR>Ný stofnun, <B>Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum</B>, hóf starfsemi sína þann 30. júlí sl. Stofnuninni er ætlað að kynna fólki af erlendu bergi réttindi sín og skyldur í nýja landinu, veita túlka- og sérfræðiþjónustu og stunda rannsóknir og forvarnarstarf.<BR><BR>Á síðasta þingi var lögfestur aukinn <B>kosningaréttur</B> útlendinga við kosningar til sveitarstjórna. Norðurlandabúar fá kosningarétt eftir þriggja ára dvöl hér, aðrir eftir fimm ára dvöl.<BR><BR>Ný lög um <B>atvinnuréttindi</B> <B>útlendinga</B> bæta réttarstöðu þeirra svo og ný lög um <B>réttarstöðu starfsmanna</B> við aðilaskipti að fyrirtækjum.<BR><BR>Með nýlegri <B>vinnulöggjöf</B> og lögum um <B>atvinnuleysistryggingar </B>og <B>vinnumarkaðsaðgerðir</B> hefur verið stórbætt skipan kjarasamninga og úrræði til að finna vinnu.<BR><B>Atvinnuleysi</B> hefur verið nær útrýmt og við þurfum að flytja inn vinnuafl í stórum stíl.<BR><BR><B>Ný jafnréttislög</B> hafa verið sett og er nú jafnrétti á Íslandi betur tryggt með lögum en með öðrum þjóðum. Við höfum t.d. skilgreint kynferðislega áreitni í lögum einir þjóða. Það er í lagi að reyna fyrir sér en ef mótparturinn gefur ótvírætt til kynna að tilraunin sé óvelkomin og viðkomandi reynir samt aftur, þá er um kynferðislega áreitni að ræða. Ísland hefur tvisvar verið tekið til skoðunar af sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum og við höfum hlotið góðan vitnisburð.<BR><BR><B>Jafnréttisstofa</B> var sett á stofn á Akureyri og aukið afl sett í jafnréttisstarf undir forystu Valgerðar Bjarnadóttur. <B>Jafnréttisáætlun</B> er í gildi og í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd jafnréttisáætlunar. Á henni sést að við erum að ná verulegum árangri.<BR><BR><B>Jafnréttisráð</B> starfar af miklum þrótti undir forystu Elínar Líndal.<BR><BR>Nefnd um <B>aukinn hlut kvenna í stjórnmálum</B> er að störfum og lætur mikið til sín taka undir forystu Unu Maríu Óskarsdóttur.<BR><BR>Nú eru yfir 36% alþingismanna konur og hafa aldrei verið fleiri. Af þeim framboðslistum sem ég hef séð til sveitarstjórnarkosninga, óttast ég að konum fjölgi ekki í sveitarstjórnum að þessu sinni. Það er að einhverju leyti konum sjálfum að kenna. Þær eru sumar of tregar til að taka sæti ofarlega á listum. Margir karlar taka líka ennþá of lítinn þátt í heimilistörfum.<BR>Íslendingar búa við betri lífskjör og lífsgæði en flestar þjóðir í heiminum. Kaupmáttur rauntekna er með því besta sem þekkist og mikill og viðvarandi hagvöxtur um langt árabil.<BR><BR><B>Fjölskylduráð</B> er að störfum undir forystu Drífu Sigfúsdóttur. Starfsemi þess þarf að endurskipuleggja nokkuð í ljósi reynslunnar og hef ég áhuga á því að fá því aukin verkefni.<BR><BR>Í félagsmálaráðuneytinu var í vetur sett á stofn sérstök <B>skrifstofa fjölskyldumála</B> undir stjórn Þórs G. Þórarinssonar og vænti ég mér mikils af störfum hans. Þá er í undirbúningi að opna sérstakan fjölskylduvef á netinu. Félagsmálaráðuneytið fer með málefni sveitarfélaganna og rækir eftirlitshlutverk sitt með þeim og félagsþjónustu þeirra. Í vetur var til dæmis könnuð starfsemi dagmæðra.<BR><BR><B>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga</B> leggur sveitarfélögum sérstök þjónustuframlög, þannig að þau geti veitt fjölskyldunum sem besta þjónustu og eru þjónustuframlögin verulegur þáttur í tekjum margra þeirra.<BR><BR>Í þessari viku voru afgreidd á Alþingi ný <B>barnaverndarlög</B>. Þetta er mikill lagabálkur með fjölda nýmæla og á að styrkja stöðu og réttindi barna.<BR>Eftir helgina fer ég ásamt sendinefnd til New York og mun þar sitja Aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um málefni barna. Ég mun flytja þar ræðu og greina frá stöðu mála.<BR>Ég hef nú drepið á nokkra áfanga í málefnum fjölskyldunnar á vegum ráðuneytis míns. Þetta er ekki tæmandi upptalning og ekki tíunduð nema að hluta baráttumál flokks míns sem lofar að hafa "Fólk í fyrirrúmi".<BR>Við lofuðum fjölgun starfa, það var rækilega efnt, við lofuðum milljarði til viðbótar í fíkniefnavarnir, hann er kominn og vel það, við lofuðum afnámi tekjutengingar barnabóta að hluta, það hefur verið efnt.<BR>Auðvitað þurfum við alltaf að huga að þeim sem minna mega sín og vinna að því að bæta hlut þeirra.<BR><BR>Sjálfsagt eru einhverjir hér inni sem meta lítils það sem gert hefur verið og sjá ekkert nema svart. Það er slæmt ef fólk fer að tala kjarkinn úr sjálfu sér og hvert úr öðru. Það leiðir eingöngu til óhamingju og bölmóðs. Það vitlausasta sem maður getur gert er sífellt að vera að hugsa og tala um hvað maður eigi bágt og þjóðfélagið vont.<BR><BR>Þó auðvelt sé að benda á hluti sem betur mega fara í málefnum fjölskyldunnar þá ber okkur líka að hafa í huga að lífskjör hér og lífsgæði eru með því allra besta sem þekkist meðal þjóða heimsins. Ég staðhæfi að frá hendi stjórnvalda er fjölskyldan engin hornreka.<BR>Hitt er svo annað mál að hamingja fjölskyldunnar er sköpuð fyrst og fremst af henni sjálfri. Samhugur skapast innan fjölskyldunnar að einstaklingarnir finni að þeir tilheyri hver öðrum. Orðið fjölskylda er þannig mjög lýsandi, tveir eða fleiri einstaklingar sem hafa gagnkvæmar skyldur hver við annan. Það er undirstaða lífshamingjunnar.<BR> <P></P>

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta