Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

01. júní 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávarp félags- og vinnumarkaðsráðherra á útskrift starfsnema í verkefninu Project Search

Rafrænt ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra:

Sæl öll,

Gaman að vera með ykkur þó á skjá sé.

Mig langar að óska ykkur innilega til hamingju með útskriftina kæru Auður, Helga, Róbert, 
Kristófer og Védís.

Því miður get ég fagnað með ykkur í dag því ég er staddur í Reykholti í Borgarfirði að funda með ráðherrum af hinum Norðurlöndunum, en þið megið vita að ég er með ykkur í anda og í hjartanu á þessum stóra degi. 

Ég vil fá að þakka ykkur starfsnemunum sem útskrifist í dag fyrir að stíga fyrstu skrefin í verkefninu Project Search. Við ætlum að halda áfram með verkefnið og vonandi mun það stækka og dafna á næstu árum og veita miklu fleira fötluðu fólki tækifæri á almennum vinnumarkaði. 

Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast svona vel með verkefninu og að hafa fengið að hitta ykkur oftar en einu sinni. Ég hef séð ykkur vaxa og dafna í því sem þið eruð að gera og það gleður mig innilega. Þið eruð dugleg, kjarkmikil og sannar fyrirmyndir fyrir okkur hin. 

Ég vil líka þakka Ás Styrktarfélagi, Vinnumálastofnun og Landspítalanum fyrir að halda utan um verkefnið og búa því þá góðu umgjörð sem nauðsynleg er til að þið starfsnemarnir hafið getað blómstrað. Þið megið öll vera stolt af verkum ykkar. 

Kæru vinir – höldum áfram á þessari braut, stækkum verkefnið og fjölgum tækifærum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði og framkvæmum inngildingu fatlaðs fólks í samfélagið á borði en ekki bara í orði. 

Góðar kveðjur frá Reykholti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta