Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra
22.12.2024Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í...
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Arnarhvoli við Lindargötu
101 Reykjavík
Kt. 550169-2829
[email protected]
Afgreiðsla opin virka daga frá kl. 8:30-16:00
Sími 545 9200
Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins.
Ráðherra, fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í eftirfarandi skrifstofur..; skrifstofa efnahagsmála, skrifstofa fjármálamarkaðar, skrifstofa opinberra fjármála, skrifstofa skattamála, skrifstofa stjórnunar og umbóta, skrifstofa yfirstjórnar og skrifstofa rekstrar og innri þjónustu.. Að auki starfar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins sem hluti af ráðuneytinu og telst hún vera ráðuneytisstofnun í skilningi 17. gr. stjórnarráðslaga.
Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, er ráðuneytisstofnun sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Umbra sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna.
Þá starfar í ráðuneytinu sérstök eining Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.
Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru þeirra. Að auki geta verið starfræktir til lengri og skemmri tíma sérstakir verkefnahópar eða -teymi til að vinna að málefnum og verkefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins, skv. nánari ákvörðun hverju sinni.
Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Daði Már Kristófersson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í...
Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 liggur nú fyrir. Uppgjörið í heild sinni er...
Helstu verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins snúa að því að tryggja stöðugleika og hagvöxt í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála og markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Þá vinnur ráðuneytið að ýmsum umbótum í ríkisrekstri og fer með ýmis önnur mál, svo sem eigna- og mannauðsmál ríkisins.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
Ráðuneytið á samfélagsmiðlum:
Daði Már er fjármála- og efnahagsráðherra frá 21. Desember 2024.Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður desember 2021, júní 2022, desember 2022, nóvember 2023 og september–október 2024 (Viðreisn).
Nánar um fjármála- og efnahagsráðherra