Skrifstofa fjármálamarkaðar
Skrifstofa fjármálamarkaðar annast málefni fjármálamarkaðar og undirbýr laga- og reglusetningu á því sviði. Þar undir fellur umgjörð og eftirlit með fjármálafyrirtækjum, málefni verðbréfamarkaða, innstæðutryggingar og Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, vátryggingar og vátryggingastarfsemi, viðlagatryggingar, greiðslukerfi og greiðsluþjónusta. Skrifstofan sinnir málefnum sem varða fjármálastöðugleika og viðbúnað vegna erfiðleika eða áfalla í fjármálakerfinu, en þar undir fellur m.a. þátttaka í starfi fjármálastöðugleikaráðs. Að auki fer skrifstofan með málefni Fjármálaeftirlitsins. Þá fer skrifstofan með málefni er varða lífeyrissjóði, almenna löggjöf um starfsemi þeirra og stjórnsýsluverkefni sem af henni leiða, og lög um gjaldeyri og vexti og verðtryggingu, e.a. í samvinnu við aðrar skrifstofur ráðuneytisins.
SKIPULAG
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.