Skrifstofa yfirstjórnar
Skrifstofa yfirstjórnar fer með samhæfingu í starfsemi ráðuneytisins, undirbýr og fylgir eftir settum áherslum í starfsemi þess. Skrifstofan fer með mál er varða dagskrá ráðherra, undirbúning funda og mál sem varða þingstörf ráðherra. Hún ber meginábyrgð á samskiptum við Alþingi og stofnanir þess og þróun stjórnsýsluhátta innan ráðuneytisins almennt. Skrifstofan sinnir sérstökum og tímabundnum úrlausnarefnum og áherslumálum sem ráðuneytið fæst við í samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins og önnur ráðuneyti eftir atvikum. Þá framkvæmir hún sértækar og almennar greiningar vegna málefna ráðuneytisins og hefur yfirsýn og fylgist með starfi verkefnahópa sem settir eru á fót og starfa þvert á ráðuneytið. Skrifstofan, sem ráðuneytið allt, veitir ráðherra ráðgjöf og stuðning í daglegum störfum á hlutlægum og málefnalegum grunni.
SKIPULAG
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.