Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Kristrún Frostadóttir - forsætisráðherra

Kristrún Frostadóttir

forsætisráðherra

Kristrún tók við embætti forsætisráðherra 21. desember 2024. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna síðan 2021 og verið formaður flokksins frá 2022.

Kristrún er fædd í Reykjavík 12. maí 1988. Maki Einar Bergur Ingvarsson. Þau eiga tvær dætur.

Kristrún er með stúdentspróf frá MR 2008, BS-próf í hagfræði HÍ 2011, MA-próf í hagfræði frá Boston-háskóla 2014 og MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla 2016.

Kristrún sat í fjárlaganefnd Alþingis 2021–2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023, og fjárlaganefnd frá 2023.

Hún starfaði meðfram hagfræðinámi á skrifstofu seðlabankastjóra 2009–2010. Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka 2011–2012. Blaðamaður á Viðskiptablaðinu 2013–2014. Hagfræðingur í vinnuhópi á vegum forsætisráðuneytis 2014. Sérfræðingur í greiningardeild fjárfestingarbankans Morgan Stanley í New York og Lundúnum 2015–2017. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2017. Formaður verðlagsnefndar búvara í atvinnumálaráðuneyti 2017–2018. Aðjúnkt við hagfræðideild HÍ 2018–2020. Aðalhagfræðingur Kviku banka hf. 2018–2021.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta