Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2006 MatvælaráðuneytiðEinar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra 2005-2007, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2007-2009

Minnisvarði um strand kanadíska tundursspillisins Skeena afhjúpaður 2. ágúst sl.

Ágætu gestir.

Í dag er ein öld liðin frá fæðingu Einars heitins Sigurðssonar útgerðarmanns í Reykjavík, sem oft er kenndur við bát sinn Aðalbjörgu RE 5. Í seinni heimsstyrjöldinni átti hann stærstan þátt í einu mesta björgunarafreki Íslandssögunnar. Lengstum fór það ekki hátt hér á landi - enda meðhöndlað sem hernaðarleyndarmál.

 

Í tilefni fæðingardags þessa heiðursmanns erum við hér saman komin til að afhjúpa minningarskjöld um strand kanadíska tundurspillisins Skeena við Viðey aðfaranótt 25. október 1944. Tvö hundruð og þrettán manna áhöfn var í bráðri lífshættu í ofsaveðri. Stormi, ölduróti, slyddu og hagli svo ekki sé minnst á ólgandi brim. Giftusamlega tókst til þegar Einari heppnaðist að flytja erlent björgunarlið út í Viðey með því að brimlenda innrásarpramma frá bandaríska hernum í Sandvíkinni. Hann naut þar góðs af fyrri reynslu þegar hann sem drengur sótti sjóinn á árabát með föður sínum og oft varð að sæta lagi á öldunni til að ná landi.

 

Ekki mátti leita til annarra Íslendinga en Einars eftir aðstoð við björgunina því það var hernaðarleyndarmál að stolt kanadíska flotans væri strandað. Einar hafði verið í þjónustu breska hersins um langt skeið og reynst þeim einstaklega vel og hollur. Enda fór svo að yfirmenn hersins stóluðu algjörlega á hann við stjórn björgunaraðgerðanna.

 

Þetta er umfangsmest línubjörgun hér á landi og ekki ofsögum sagt að Einar hafi unnið mikið þrekvirki og hetjudáð. Þá er hreint ekki verið að kasta rýrð á hlut annarra í björgun skipbrotsmanna. Ábúendur á Mógilsá og vegfarendur þar björguðu sex mönnum úr fjörunni í Kollafirði og líkum átta annarra. En engum blöðum er um það að fletta að þáttur Einars Sigurðssonar var stærstur í að 198 skipverjar Skeenu komust lífs af úr þessum hildarleik. Í hartnær tvær klukkustundir stóð hann í olíumenguðum sjó, stundum upp undir hendur og tók á móti skipbrotsmönnum þegar þeir voru dregnir í land.

 

Í bókinni Útkall í Viðey – Hernaðarleyndarmál eftir Óttar Sveinsson segja sumir skipbrotsmanna frá upplifun sinni að sjá Einar taka á móti þeim. Lýsingarnar eru þannig að maður fyllist stolti af framgöngu landa síns. Hann er erkidæmi um þá ímynd sem við höfum af íslenskum sjómönnum. Þeir láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þegar bjarga þarf mannslífum. Það er með ólíkindum hve lengi Einar hélt út í ísköldum sjónum. En persónuleiki hans bauð að standa sína plikt hvað sem á gengi og svo hjálpaði eflaust til föðurlandið sem hann klæddist ávallt. Ullarfatnaður frá toppi til táar hefur löngum reynst Íslendingum vel í ólgandi stórsjó og þreifandi byl.

 

Þetta sjóslys og björgunarafrek fór ekki hátt hér á sínum tíma og var hvergi getið í íslenskum blöðum sem út komu eftir slysið. Ekki heldur í dagbók lögreglunnar því henni var ekki einu sinni tilkynnt um atburðinn. Þetta var hernaðarleyndarmál sem ekki mátti spyrjast. Einar ræddi atvikið ekki heldur við nokkurn mann í áratugi á eftir. Trúnaðurinn var fyrir öllu. Fyrir þjónustu sína við breska herinn sæmdi Georg VI Bretlandskonungur Einar Sigurðsson MBE orðunni – Member of the British Empire.

 

Ríkisstjórn Íslands var ljúft og skilt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að heiðra minningu þeirra sem létust í skipsskaðanum og annarra þeirra sem þátt tóku í þessum hildarleik. Fyrrum skipsfélagar á Skeenu, fjölskyldur þeirra og vinir vilja í minningu skipsins heiðra þá skipsfélaga sem létu líf sitt, heimilisfólk á Mógilsá og aðra þá sem þar hlúðu að sjóliðunum og svo sérstaklega Einar Sigurðsson skipstjóra á Aðalbjörginni, sem með kunnáttu sinni, hugrekki, æðruleysi og hollustu bjargaði lífi svo margra.

 

Og nú vil ég gjarnan segja nokkur orð á ensku til þeirra eftirlifenda sem hér eru staddir og ættingja og vina annarra skipbrotsmanna Skeenu, sem heiðra okkur með nærveru sinni.

 

Ladies an gentlemen.

Now I would like to say few words in English to you; the Skeena veterans and the relatives of Skeena’s crew and others that we have with us here today.

 

I am honoured to be allowed to address you at this moment of remembering.

 

It´s probably impossible to imaging what you went through the night of 25. October 1944.

 

Two books have been written about this dreadful night. Isaac Unger wrote Skeena Aground, a tribute to Abe his brother who was one of the fifteen members of the crew who perished.

 

An Icelander, Ottar Sveinsson has also written a book in Icelandic about this night from an Icelandic perspective, a book that gave me an unforgettable glimpse into the danger,  the bravery and the difficult rescue that night, The book Útkall í Viðey – Hernaðarleyndarmál, was published last Christmas it is intended to published in English soon. Further an Icelandic film-maker Sveinn Sveinsson is working on a documentary film of Skeena and the survivors that will be finished within a year.

 

Icelanders and Canadians know well how harsh Mother Nature can be. 

That night almost 62 years ago it was a severe North Atlantic winter weather. A  gale was raging and a snow blotted all visibility when Skeena ran aground. Carley floats were dropped over the side and unfortunately twenty one man cast loose in them. Only six of them survived, fifteen died - May they rest in peace.

 

It was a tragedy but still a miracle because 198 members of the 213 men crew of Skeena were rescued. Mainly, as you know, due to the heroic work of Einar Sigurðsson. He guided the landing craft to Viðey, led the rescue team overland to the cove near the ship and at dawn directed the operation of getting all the men still on board safely to shore. For two hours Einar stood in the oily sea, often up to his hands, and received the survivors. How he managed to be in the sea for so long is amazing.

 

The six men who survived from the carley floats landed in Kollafjordur, close to Mógilsá river. The residents of Mógilsá farm, with assistance from others, rescued the survivors at the shore.

 

Two years ago divers from Icelandic Coast Guard found Skeena´s starboard propeller on the bottom were she grounded. It sparked a drive for making a memorial to the ship, her crew and those who came to their rescue. 

 

The World War Two is, on this sunny day, a distant past. But not forgotten. It has been rightfully said that this war made the free societies that we live in. The victims of wars are ordinary people, they are fought by people and it is also people that come to rescue and try to heal the wounds. The valuable contribution to our freedom and prosperity of the men, women and children that knew, or were part of, the crew of Skeena will be remembered. And it is very appropriate to reveal the memorial at the centenary of Einar Sigurðsson.

 

Thank you



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta