Setning Sjávarútvegssýningar 2. október 2008
Address by the Icelandic Minister of Fisheries and Agriculture,
Einar Kristinn Guðfinnsson
at the opening of the Icelandic Fisheries Exhibition
Thursday 2. of October 2008.
Ladies and gentlemen
The Icelandic Fisheries Exhibition 2008, which is now being opened, is a major event here in Iceland because the fisheries sector is a the backbone of our economy, and our countrymen are therefore interested in what is happening in this industry. The general public's incredible participation in the exhibition shows this graphically. The latest exhbition, held in 2005, broke all records in terms of visits as some 15 thousand people from 50 countries visited the event. I am told that many exhibitors are amazed to meet Icelanders by the thousands from every part of the country; they come to discover the most important developments even though they do not work at anything directly connected with fisheries. This reflects the unique status of fisheries in Iceland.
Then the international exhibition is also a major event in its field – we can perhaps say a world event – because it has long ago earned such status in the international fisheries community. Here is the great exhibition window affording us insight into the world of modern fisheries.
This window opens on a high-technology sector of the economy that relies on the best available knowledge to engage in complex and challenging business operations. In the most successful countries, the fisheries sector has proved a major part of the economy and a workhorse for a high standard of living. Iceland is an excellent example of this.
The Icelandic Fisheries Exhibition is a perfect venue for seeing and experiencing all kinds of innovations and progress in the industry. We at the Ministries of Fisheries and Agriculture intend to utilize and launch an improved information utility about Icelandic fisheries. The web address fisheries.is contains reliable information on the ecosystem and ocean environment around Iceland, on sustainable utilisation of the country’s resources, and on the nutrients and healthiness of seafood in general. Statistical information is also available on fisheries and on the importance of utilising marine resources for the Icelandic economy. All the information will be in English.
I would like to mention another important current issue on this occasion, namely one of the most extensive projects of the Icelandic fishing industry - the Icelandic Logo for Responsible Fisheries. Few nations are as dependent upon long-term utilisation of sustainable fisheries as Iceland is, making it of prime importance to utilise fishing stocks responsibly and sustainably.
A decision has been taken to identify Icelandic seafood products, produced from catches in Icelandic waters, with a special symbol. The label indicates the product’s origin in Iceland and from responsible fishing. It can be used on all markets for seafood products. It can also be used to identify catch of Icelandic vessels from straddling stocks which are under integrated management.
Fisheries stakeholders have also decided, with the support of the government, to request certification by an independent, recognised, international professional certification body to confirm that Iceland pursue responsible fisheries.
The certification body will follow a list of requirements based on Guidelines of the UN Food and Agriculture Organisation, FAO, on procedures for certification and labelling of products from sustainable fisheries. Responsibility for the project will rest with the Fisheries Association of Iceland. In connection with the introduction of the Icelandic logo for responsible fisheries, an introductory presentation will be held at the new stand of the Kópavogur-football stadium here a cross the street tomorrow at 15.00. The presentations will be in English. I urge everyone interested in this urgent matter to attend the presentation.
Competition is hard in fisheries. We are selling products in a demanding market. Meticulous working procedures and the latest technology are prerequisites for success. At each Icelandic Fisheries Exhibition we see the progress that has been made in this technical field. Technical innovations are always a determing factor for us being able to increase diversity in production and respond to new demands constantly emerging in our markets.
The Icelandic Fisheries Exhibition is also a place for people in fisheries to meet, do business, compare notes and strengthen friendships and business contacts.
Dear guests.
We are gathered here in the shadow of great economic turmoil. Iceland as other economies is severely affected by the harsh credit crunch, which is illustrated in recent events apparent to all of us. There are no easy solutions to these difficulties. That however does not allow us to turn a blind eye to our objective, which is to take all measures available to us to overcome these difficulties. The Icelandic government is determined to play its part, just as it has tried to do in the past.
It is interesting to note that in these turbulent times, people now rely more than in recent years on the so called traditional industries, like fisheries. It is apparent that the role of fisheries becomes more important than before. We recognize our potentials and realize that the progress in the fishing industry could become a guding light, more than ever before, in an age of uncertainty as the one we are experiencing today. Thus fisheries will play an important role, not only in Iceland where it has been the backbone of our econmy, but in others areas as well. This means that we need to take all measures to economize, introduce new technological means and methods to maximize the yields from our econmomic activities and therefore preserving and strenghtening fisheries as a pillar of our society.
Having said this, ladies and gentlemen, I would now like to say a few words in Icelandic.
Sjávarútvegssýningin sem nú er að hefjast er stór viðburður hér á landi enda er sjávarútvegurinn burðarás efnahagslífs okkar og landsmenn því áhugasamir um það sem gerist á vettvangi þessa atvinnuvegar. Hin ótrúlega þátttaka almennings að sýningunni sýnir þetta raunar svart á hvítu. Síðasta sjávarútvegssýning, árið 2005, sló öll vinsældamet þegar tæplega 15 þúsund gestir frá 50 löndum sóttu atburðinn. Mér er sagt að það veki furðu margra sýnenda að hitta fyrir Íslendinga í þúsundavís, alls staðar að af landinu, sem komi til þess að kynna sér það sem efst er á baugi; og það jafnvel þó þeir vinni alls ekkert að neinu sem tengist sjávarútveginum með beinum hætti. Þetta endurspeglar þá einstöku stöðu sem sjávarútvegurinn hefur hér á landi.
Sýningin er líka stóratburður á sínu sviði – kannski má segja heimsviðburður – vegna þess að fyrir löngu hefur hún unnið sér slíkan sess í hinu alþjóðlega sjávarútvegssamfélagi. Hér er sýningarglugginn mikli sem veitir okkur innsýn í heim nútíma sjávarútvegs.
Þar sést hátækni atvinnugrein, sem reiðir sig á bestu fáanlegu þekkingu til að stunda flókinn og vandasaman atvinnurekstur. Í löndum þar sem best hefur tekist til, hefur sjávarútvegurinn reynst burðarstoð í efnahagslífi og dráttarklár fyrir góð lífskjör. Ísland er prýðilegt dæmi um það.
Hér á sjávarútvegssýningunni er tilvalinn vettvangur til að kynna hvers kyns nýjungar og framfarir í greininni. Það tækifæri ætlum við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að nýta og hleypa af stokkunum endurbættri gagnaveitu á um íslenskan sjávarútveg. Hana er að finna á vefslóðinni fisheries.is. Þar getur að líta upplýsingar um vistkerfi og náttúru hafsins við Ísland, sjálfbæra nýtingu auðlinda þess, efnainnihald og heilnæmi sjávarfangs. Upplýsingarnar verða allar á ensku.
Annað langar mig að nefna sérstaklega við þetta tækifæri en það er eitt viðamesta verkefni íslensks sjávarútvegs um þessar mundir - umhverfismerki íslenskra sjávarafurða. Fáar þjóðir eru eins háðar því að arðbærar fiskveiðar verði stundaðar til frambúðar og Íslendingar. Því er það lykilatriði að fiskistofnarnir séu nýttir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Ákveðið hefur verið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu með séríslensku merki, sem hér verður kynnt. Þetta merki vísar til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Heimilt verður að nota það á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið má einnig nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildarstjórnun.
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa jafnframt ákveðið með fulltingi stjórnvalda að óska eftir vottun óháðs og alþjóðlega viðurkennds, faggilts vottunaraðila til að staðfesta ábyrgar fiskveiðar Íslendinga.
Vottunaraðili mun vinna eftir kröfulýsingu, sem byggir á leiðbeiningum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um verklag við vottun og merkingar afurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Fiskifélags Íslands og verður kynnt sérstaklega á morgun klukkan 15 í stúkunni á Kópavogsvelli. Á þann fund hvet ég alla til að mæta sem áhuga hafa á þessu brýna hagsmunamáli.
Á hverri sjávarútvegssýningu sjáum við hve mjög tækninni fleygir fram milli ára. Tækninýjungarnar eru einatt forsenda þess að við getum aukið fjölbreytni í framleiðslunni og svarað nýjum kröfum sem stöðugt verða á mörkuðum okkar.
Svo er hér einnig góður vettvangur til að hittast, eiga viðskipti, bera saman bækur sínar og styrkja vinabönd og viðskiptasambönd.
Góðir gestir.
Við hittumst hér við mjög erfiðar efnahagsaðstæður. Ísland eins og önnur lönd hefur orðið illa fyrir barðinu á þeirri fjármálakreppu sem nú skekur heiminn. Við gerum okkur vel grein fyrir því að það eru ekki til neinar auðveldar útgönguleiðir. Væri það svo hefðu menn fyrir löngu komið auga á þær. Verkefnið framundan er hins vegar það að leita þeirra leiða og grípa til allra þeirra ráða sem okkur eru tiltækar. Ríkisstjórnin er ákveðinn í því að vinna einbeitt að þeim málum, líkt og gert hefur verið að undanförnu. Hér þurfa þó allir að koma að málum, ríkisvaldið, atvinnulífið aðilar vinnumarkaðarins og aðrir þeir sem geta stuðlað að nýju efnahagslegu jafnvægi, sem þjóðarbú okkar þarf svo mjög á að halda.
Það er áhugavert að nú er svo að sjá sem æ fleiri geri sér betur grein fyrir hlutverki atvinnugreina eins og sjávarútvegs. Ekki síst þegar nýir erfiðleikar steðja að. Það þarf ekki að orðlengja það að hlutverk sjávarútvegsins getur orðið enn veigameira en áður og það sjáum við af umræðunni sem á sér einmitt stað þessa dagana. Þetta á klárlega við á Íslandi en getur einnig skipt máli annars staðar þar sem sjávarútvegur hefur kannski ekki skipt jafn miklu máli. Þetta þýðir hins vegar að við verðum að gefa sjávarútvgeginum svigrúm til hagræðingar, við verðum að nýta okkur nýjustu tækni, eins og þá sem við sjáum hér á sjávarútvegssýningunni, í því skyni að auka arðsemi og skapa meiri verðmæti úr sjávarauðlindinni og skapa sjávarútveginum færi á því að vera í enn ríkari mæli hornsteinn í efnahagslífinu.
Fyrir okkur Íslendinga er það sérstök ánægja að hýsa þennan mikilvæga viðburð. Það mér því mikill heiður og sérstök ánægja að bjóða ykkur velkomin hingað og segi Íslensku sjávarútvegssýninguna 2008 opna.
For us Icelanders it is a unique pleasure to host this important exhibition. On behalf of all Icelanders, it is therefore my great honour and special pleasure to welcome you to this Icelandic Fisheries Exhibition. I declare the Icelandic Fisheries Exhibition 2008 opened.