Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2016 ForsætisráðuneytiðSigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra 2016-2017

Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni

Sigurður Ingi Jóhannsson,forsætisráðherra, flutti lokaávarp á ráðstefnunni ,,Social Progress - What Works“ sem haldin var í Hörpu fyrr í dag.

Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni að það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ísland væri á meðal fremstu þjóða þegar stuðst væri við mælikvarða sem mæla gæði samfélagsins almennt. Hann benti einnig á að eigi að síður þyrftu Íslendingar stöðugt að svara nýjum og áleitnum spurningum um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Þrátt fyrri kosti sjálfstæðis og sérstöðu sé Íslendingum hollt að líta út fyrir landsteinana, bera sig saman við aðrar þjóðir og læra af þeim, líkt og þær geti vonandi lært af Íslendingum.

„Það er von mín að þetta geti orðið árlegur viðburður hér á landi sem endurvarpar á áhugaverðan hátt framtíðarsýn og stefnumótun samfélaga og geti um leið orðið til að vekja athygli á okkar góða árangri hér á landi,“ sagði ráðherra í ræðu sinni en Ísland er nú í 4. sæti samkvæmt mælingu Social Progress Index.

Ræðan var flutt á ensku og hana má lesa hér á vefnum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta