Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2024 DómsmálaráðuneytiðGuðrún Hafsteinsd

Ræða á flokksráðsfundi

Góðu félagar.
Það fer vel á því að koma saman til að treysta böndin og efla baráttuandann nú þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð með formann okkar í forsæti. Það er magnað að horfa yfir þennan fjölmenna sal og finna fyrir kraftinum í Sjálfstæðismönnum. Viðlíka kraft finnur maður í engu öðru stjórnmálaafli á Íslandi
Sjálfstæðisflokkurinn er hreyfiafl í íslenskum stjórnmálum. Við skulum hafa á hreinu að enginn flokkur hefur lagt meira af mörkum til að skapa íslenskt samfélag en Sjálfstæðisflokkurinn. Samfélag, sem er í fremstu röð í heiminum á flesta mælikvarða, hvort sem litið er til hagsældar, velferðar, lífsgæða. Ég gæti haldið áfram.
Um þessi málefni getur aðeins einn flokkur talað með trúverðugum hætti – og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur staðið vörð um réttarríkið, frelsi einstaklingsins og borgaraleg gildi. Engin stjórnarnandstaða, enginn ríkisfjölmiðill og enginn undirskriftalisti getur breytt þeirri staðreynd.
Við tölum með ábyrgum hætti og höfum þorað að taka ákvarðanir og sett mál á dagskrá. Við höfum stokkið á meðan aðrir hafa hrokkið. Þegar kemur að útlendingamálunum voru það við Sjálfstæðismenn sem nálguðumst málið af ábyrgð langt á undan öðrum flokkum og sagan sýnir að við höfum ítrekað lagt fram mál í þinginu með það markmið að ná stjórn á málaflokknum. Það hefur enginn annar flokkur gert og það getur enginn tekið af okkur. Ekki einu sinni tveggja manna örflokkur á þinginu.
Hér vita það allir að íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Vegna bágs regluverks hefur Ísland verið segull á umsóknir um alþjóðlega vernd langt umfram nánast öll önnur lönd í Evrópu. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og kostnaðurinn var rúmlega 20 milljarðar króna í fyrra.
Hér vita það líka allir að það er aðeins einn stjórnmálaflokkur sem vinnur að því að vinna bug á vandanum. Tölfræðin sýnir að við erum að ná stjórn á málaflokknum – með þeim málum sem við leggjum fram með þinginu, eins og útlendingafrumvarpi mínu sem og útlendingafrumvarpinu sem var samþykkt síðasta vor, en einnig hvernig við tölum út á við. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.585 umsóknir um alþjóðlega vernd borist. Á þessu ári hafa 669 umsóknir borist. Þetta er tæplega 60% lækkun. Þetta er árangur okkar Sjálfstæðismanna.
Kæru félagar.
Við ætlum að ná árangri. Við ætlum að halda vegferðinni áfram.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta