Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2024 DómsmálaráðuneytiðGuðrún Hafsteinsd

Römm er sú taug - grein í Morgunblaðinu

Ég naut þess heiðurs Í byrjun mánaðarins að vera heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Mountain í Norður Dakota í Bandaríkjunum og í Gimli í Manitobafylki í Kanada.

Ég, eins og margir aðrir Íslendingar, hef átt mér þann draum að heimsækja þessar slóðir og kynnast af eigin raun þeim staðháttum og samfélagi sem Íslendingar völdu sér sem ný heimkynni eftir að hafa flust frá Íslandi á erfiðum tímum hér á landi.

Ég held ég geti talað fyrir munn flestra sem heimsótt hafa þessar slóðir að það er lífsreynsla sem aldrei gleymist. Það er ólýsanlegt að finna gestrisnina, þjóðræknina og þránna eftir að halda í hina íslensku taug.

Seinni hluta nítjándu aldar lögðust kuldi, hafís og öskufall úr iðrum jarðar af miklum þunga á íslenska þjóð. Svo illa vildi til að fólksfjölgun var á þessum sama tíma umfram það sem landið gat borið og þegar náttúruhamfarir bættust ofan á neyðina skapaðist svo mikið upplausnarástand að áður en yfir lauk steig um 20% þjóðarinnar um borð í ókunnugt skip og sigldi til ókunnrar heimsálfu í leit að betra lífi. 

Aðeins hluti íslensku landnemanna komst óskaddaður á leiðarenda og landtakan reyndist sumum gríðarlega erfið.  Við tók strembið verkefnilæra á nýja landið, skapa nytjar með nýju lagi og skilja veðrið. 

Það var búið að slíta upp ræturnar og reið nú allt á að finna nýjan svörð til að binda sig við. Á öllum tímum skiptir það mestu máli að manneskjur alheimsins upplifi að þær séu ekki eyland. Það er gömul  saga og ný.

 Þessi reynsla lifir kynslóð fram af kynslóð.

 Á hverju ári kemur fólk saman til að fagna Íslendingadeginum í Vesturheimi. Fólk kemur saman til að fagna rótunum, upprunanum og sameiginlegri sögu sem hefur snúist úr nístandi fátækt og harmi yfir í gnægð og gleði.

 Þjóðrækni snýst um umburðarlyndi, víðsýni og náungakærleik, sagði Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands í ræðu eitt sinn sem hann flutti í Kanada. Hann minnti á að frændrækni er að vilja vita um hagi ættfólks síns, sinnar eigin fjölskyldu. Frændrækni er lofsverð. Þjóðrækni snýst um umburðarlyndi, víðsýni og náungakærleik.

 

Fyrir smáríki eins og úfnu eldfjallaeyjuna Ísland sem skagar upp úr Norðursjónum segja það eins og það er að okkur Íslendingum finnst magnað að til sé hópur annars fólks á öðru svæði sem samsamar sig með okkur og heldur í heiðri íslenskri arfleið í  Norður-Ameriku. Það er mikilvægt að þessi tengsl rofni ekki og því eigum að gera enn meira af því að byggja brýr á milli gamla og nýja Íslands.

Mig langar að enda orð mín á nokkrum ljóðlínum eftir Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson sem ekki þarf að hafa mörg orð um en lýsa þó karaktereinkennum okkar Íslendinga sem mér finnst góð áminning um hvernig arfleið eyju elds og ísa hefur mótað okkur Íslendinga í gegnum aldirnar:

 Þó þú langförull legðir

sérhvert land undir fót,

bera hugur og hjarta

samt þíns heimalands mót.

 

Á morgun fagnar Þjóðræknisfélagið 85 ára afmælien félagið var stofnað árið 1939 með það að markmiði að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga. Ég hvetég sem flesta til að koma og fagna þessum tímamótum á Hótel Natura kl. 14 á morgun.

 

 

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta