Hoppa yfir valmynd

2010 - Ávarp fjallkonunnar

Hvaða eyjar hafa sigrað mig?

 

Hvaða sker glapið mér sýn?

 

Eyjarnar eru allt í kringum mig

og sker á bakborða og stjórnborða.

Fuglar eiga sér hreiður

á hverjum bletti, í holum og á milli nakinna steina.

Sjaldgæfur fugl býr í hamri

með vænghaf sem skyggir á jörðina.

 

Hvaða eyjar?

Hvaða sker?

 

Þessi  lönd

Í miðju hafinu

brosa eða glotta við okkur.

Við siglum óttalaus.

Alveg rétt hjá boðum og björgum.

 

Eyjarnar breiða úr sér

með skærum sumarlitum,

vilja taka okkur að sér,

fóstra okkur í ríki sínu

Okkar er að velja.

Öldugjálfrið og kurr fuglanna

seiða okkur, söngur forn og nýr.

 

 

Skáld: Jóhann Hjálmarsson

Fjallkona: Unnur Ösp Stefánsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta