Hoppa yfir valmynd

2011 - Ávarp fjallkonunnar

Það bærist ekki hár

á höfði Jóns

þar sem hann trónir

staffírugur á stöplinum

og hvessir augun

út á Tjörnina

 

Á hverju vori

gætir hann þess

að ungarnir komist upp

hikar ekki við

að stökkva niður

og stugga við

mávinum

 

Hattinum

fleygði Jón

í fugl

hefur verið

berhöfðaður síðan

 

Dúfa gekk undir

dúfuvæng og

bauðst til að

sækja höfuðfatið

en Jón er staðfastur

eins og karl á krossgötum

undir álfakvaki

 

Hatturinn er

úti í Hólma

 

geymir hreiður

úr stráum

dúni og

draumsýn

 

Örsmá eggin

óræk sönnun þess

að stærsta skuldin

er alltaf

þakkarskuldin

 

 

Skáld: Gerður Kristný

Fjallkona: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta