Hoppa yfir valmynd

1994 - Land, þjóð og tunga

Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,

þér var ég gefinn barn á móðurkné;

ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,

þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.

 

Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,

í dögun þeirri er líkn og stormahlé

og sókn og vaka: eining hörð og hrein,

þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.

 

Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.

Örlagastundin nálgast grimm og köld;

hiki ég þá og bregðist bý ég mér

bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld.

 

Ísland, í lyftum heitum höndum ver

ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.

 

 

Skáld: Snorri Hjartarson

Fjallkona: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta