Hoppa yfir valmynd

1983 - Þingvellir

Sólskinið titrar hægt um hamra’ og gjár,

en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.

Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár

sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu.

 

Og hingað mændu eitt sinn allra þrár,

ótti og von á þessum steinum glóðu;

og þetta berg var eins og ólgusjár, —

þar allir landsins straumar saman flóðu.

 

Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár,

geymist hér, þar sem heilög véin stóðu,

höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár,

sem tími’ og dauði’ í sama köstinn hlóðu.

 

Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár

sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu.

 

 

Skáld: Jakob Jóh. Smári

Fjallkona: Lilja Þórisdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum