Hoppa yfir valmynd

2020 - Ávarp fjallkonunnar

honum lauk

þessum vetri

sem sífellt minnti á sig

og færði okkur

óveður

snjóflóð

jarðskjálfta

farsótt

 

hann er liðinn

þessi vetur

sem neyddi okkur til að rifja upp gömul orð

sóttkví

samkomubann

píningsvetur

sóttarvetur

lurkur

 

það kom vor

með sólgullin lauf

himinblátt haf

og farfuglasöng

 

nú er sumar

við getum ferðast

um stræti

garða

urðir

móa

undir hverflyndum skýjum

í sólskini

þoku

regni

 

við skulum hugsa hvert um annað

við skulum njóta bjartra dægra

við skulum rækta garðinn okkar

 

 

Skáld: Þórdís Gísladóttir

Fjallkona: Edda Björgvinsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta