Hoppa yfir valmynd

1953 - Vorvísur

Föx á völlum vaxa

vors af rósum ljósum.

Blíður blærinn hlíðar

blómaríkar strýkur.

Þéttar fossafléttur

fjöllin liðast niður.

Læðist fram að flæði

fótsmá lind úr tindi.

 

Heiður himinn breiðir

hreina bjarma-arma

yfir allt, sem lifir,

yfir fjöll og völlu.

Loga lygnir vogar;

líttu‘ á sæinn hlæja!

Nóttin er á óttu

eins og fagur dagur.

 

Daggardrukkin vagga

dalablóm og ljóma.

Þinga‘ og saman syngja

svanur, spói, lóa.

Heyrist öllum eyrum

indæll friðarkliður;

Ísland er að prísa

ástúð suðurs guða.

 

 

Skáld: Jakob Thorarensen

Fjallkona: Herdís Þorvaldsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta