Hoppa yfir valmynd

1996 - Vorið góða

Það man ég fyrst sem mína barnatrú

er myrkar hríðar léku um fenntan bæ,

að land mitt risi aftur, eins og nú,

úr ís og snæ,

úr ís og vetrarsnæ.

 

Sjá, enn er mold þín mjúk og tún þín græn

og mildum bláma slær á hvern þinn sand,

og trú mín leitar þá í þökk og bæn

til þín, mitt land

til þín, mitt föðurland.

 

Og hvílík náð og hvílík páska-jól

til handa þeim er verður allur senn,

í þínu skjóli að sitja og þinni sól

einn sumardag,

einn sumardaginn enn.

 

 

Skáld: Guðmundur Böðvarsson

Fjallkona: Sigrún Sól Ólafsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum