Hoppa yfir valmynd

1997 - Var þá kallað

Dómhringinn sitja ármenn erlends valds,

enn ráðast mikil forlög smárrar þjóðar,

vorsól úr skýi vitjar kletts og tjalds,

á völlinn þyrpast sveitir kvíðahljóðar.

 

Eitt nafn er kallað, flögrar fugl í leit

og felur ljósan væng í dökku bergi

og vekur dvergmál djúp og löng og heit:

hvað dvelur för hans? ennþá sést hann hvergi.

 

Aftur er kallað, aftur sami kliður

ögrandi spurnar: verður hann of seinn

hinn langa veg, senn lýkur hinsta fresti.

 

Við horfum austur hraun og bláar skriður,

horfum sem fyrr en sjáum ekki neinn

sólbitinn mann á sveittum mjóum hesti.

 

 

Skáld: Snorri Hjartarson

Fjallkona: Halldóra Geirharðsdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta