Hoppa yfir valmynd

1991 - Minningaland

Minningaland, fram í dáðanna dag

með drottnandi frelsi frá jöklum til sanda.

En réttur og trú skulu byggja vor bú

frá bölöldum inn í framtímans hag;

því heimsaugu svipast um hlut allra landa,

og himinninn skín yfir leiðir vors anda.

 

Framtíðar þjóð, yfir ókomna öld

með alþjóð að vin láttu mannrétt þinn styrkjast.

Vort norræna mál gefur svip vorri sál;

það setur oss vé í lýðanna fjöld.

Í krafti og frelsi guðs veraldir virkjast.

Til vaxandi Íslands vor hjartaljóð yrkjast.

 

Fold vorra niðja, við elskum þig öll;

þú átt okkar stríð, þar sem tímarnir mætast,

svo hrein og svo stór, þar sem himinn og sjór

slá hringinn um svipmild, blánandi fjöll.

Þú ein átt að lifa og allt að sjá bætast.

Þú átt okkar von. Og þú sér hana rætast.

 

 

Skáld: Einar Benediktsson

Fjallkona: Margrét Kristín Pétursdóttir

Til baka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta