Hoppa yfir valmynd
16. mars 2024

Sýningin Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur.

Vigdís Finnbogadóttir - mynd

Sýningin „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur“ opnaði í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu 15. mars 2024. Opið hús var á sýninguna helgina 16.-17. mars 2024 frá kl. 12-16.

Á sýningunni er leitað svara við því hvað varð til þess að Vigdís Finnbogadóttir varð fyrsta konan í heiminum til að verða kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Þá er varpað ljósi á áhrif hennar á mannréttindi, náttúruvernd, jafnréttismál og vöxt og viðgang tungumála, bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi.  

Á sýningunni má meðal annars sjá listmuni, fatnað, bréf, skjöl og ljósmyndir  sem eru hluti af gjöf Vigdísar Finnbogadóttur til stofnunarinnar sem við hana er kennd og starfrækt er við Háskóla Íslands. Sýningin veitir innsýn í ævi og störf Vigdísar á lifandi og skapandi hátt.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta