Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2024

Barnamenningarhátíð 2024 – Þemað er Lýðræði

Frá barnamenningarhátíð 2023 - mynd

Barnamenningarhátíð 2024 fer fram dagana 23. -28. apríl næstkomandi. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Og verður boðið upp á fjölbreytta ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna á meðan á hátíðinni stendur.

Þema Barnamenningarhátíðar 2024 er lýðræði sem á einstaklega vel við þar sem Ísland fagnar í ár 80 ára lýðveldisafmæli í ár. Ísland hlaut fullveldi árið 1918 og varð lýðveldi þann 17. júni 1944. Lýðræði er þýðingarmikill þáttur í barnamenningu og mikilvægt að börn tileinki sér lýðræðishugsun eins og að taka ábyrgð, að vera hluti af samfélagi og að virða mismunandi skoðanir. Verið er að semja sérstakt barnamenningarhátíðar lag sem samið er af hljómsveitinni Celebs.  Textinn við lagið var unnin af börnum í 4 bekk í grunnskólum Reykjavíkurborgar. En þau fengu fræðslu um Lýðræði og áttu svo í kjölfarið að skrifa niður hvað þeim dettur í hug þegar þau hugsa um lýðræði.  Niðurstöður úr þeim skrifum voru svo notaðar til þess að búa til texta við barnamenningarhátíðarlagið í  ár.

Borgarbókasafnið hefur tekið saman lista yfir nokkrar góðar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um lýðræði og þær áskoranir sem samfélög standa frammi fyrir þegar lýðræði er ábótavant.

Barnamenningarhátíð er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Nánar um dagskrá Barnamenningarhátíðar

  • Merki barnamenningarhátíðar 2024 - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta