Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2024

Kóramót Íslenskra kóra Þrándheimi

Frá kórmótinu 2022 í dómkirkjunni í Árósum - Gunnar Sigfússon stjórnar - myndGísli Dúa

Íslenski kórinn í Þrándheimi; Kór Kjartans, heldur kóramót með þáttöku íslenskra kóra frá Norðurlöndum og Norður-Evrópu dagana 26. til 29. Apríl 2024. Langflest söngfólkið eru Íslendingar búsettir í viðkomandi löndum og borgum – margir til lengri tíma.

Íslensk kóramót hafa verið reglulega í 31 ár. Að frumkvæði kórsins í Gautaborg hittust fyrst kórarnir í Gautaborg og Lundi og síðan hafa kóramótin verið haldin annað hvert ár, kórarnir skiptast á að halda þau og hefur fjöldi kóra og söngvara aukist jafnt og þétt. Á síðast kóramóti sem haldið var í Árósum í apríl 2022, mættu um 170 söngvarar.

Á tónleikunum syngja kórarnir nokkur lög saman og síðan syngur hver kór eigin lög. Tónleikunum lýkur með að allir kórarnir syngja saman: Ó guð vors lands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta