Kóramót Íslenskra kóra Þrándheimi
Íslenski kórinn í Þrándheimi; Kór Kjartans, heldur kóramót með þáttöku íslenskra kóra frá Norðurlöndum og Norður-Evrópu dagana 26. til 29. Apríl 2024. Langflest söngfólkið eru Íslendingar búsettir í viðkomandi löndum og borgum – margir til lengri tíma.
Íslensk kóramót hafa verið reglulega í 31 ár. Að frumkvæði kórsins í Gautaborg hittust fyrst kórarnir í Gautaborg og Lundi og síðan hafa kóramótin verið haldin annað hvert ár, kórarnir skiptast á að halda þau og hefur fjöldi kóra og söngvara aukist jafnt og þétt. Á síðast kóramóti sem haldið var í Árósum í apríl 2022, mættu um 170 söngvarar.
Á tónleikunum syngja kórarnir nokkur lög saman og síðan syngur hver kór eigin lög. Tónleikunum lýkur með að allir kórarnir syngja saman: Ó guð vors lands.