Ísland í 80 ár! - Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi
AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?
Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.
Umræður á málþinginu fara fram í tveimur málstofum með þátttöku fræðimanna við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar um dagskrá eru á vef AkureyrarAkademíunnar.