Hoppa yfir valmynd
8. júní 2024

Söngganga á Miðfell í Þingvallasveit

Tvö af leiðarstefjum afmælisárs lýðveldisins eru göngur og söngur. Efnt var til samkeppni um nýtt kórlag við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar 2015. Lag Atla Ingólfssonar bar sigur úr býtum og má finna lagið í nokkrum útsetningum á lydveldi.is. Fjallakórinn undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur mun ganga á Miðfell í Þingvallasveit og flytja sigurlagið á toppi fjallsins ásamt þjóðsöngnum, en í ár eru 150 ár frá frumflutningi hans. Söngurinn verður tekinn upp og sýndur á RÚV.

Einstakt útsýni er frá Miðfelli yfir Þingvallavatn og þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Laugardagurinn 8. júní. Brottför kl. 09:00 á einkabílum frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Þaðan ökum við saman að upphafsstað göngunnar.

Ganga: 5 km, Hækkun: 200 m. Gert ráð fyrir að koma aftur að þjónustumiðstöðinni um kl. 13:30. Göngufólki er bent á að koma búið til útivistar í íslensku vorveðri og fjallgöngu, þar með talið með létt nesti og drykkjarföng.

Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir

Þátttaka ókeypis - Verið velkomin

Sjá nánar á vef Ferðafélags Íslands svo sem varðandi búnað til ferðarinnar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum