Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur verið efnt til verkefnisins „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“.
Börn á Íslandi miðla á skapandi hátt á nýju gagnvirku Íslandskorti því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi.
Laugardaginn 15. júní kl. 13.00 verður Íslandskortið afhjúpað af Ásmundi Einar Daðasyni Barnamálaráðherra, en afhjúpunin er liður í 80 ára lýðveldisdagskrá á Þingvöllum.
Í framhaldi verður smiðja fyrir börn og ungmenni að því tilefni. Á gagnvirka kortinu sem er í mótun er nú þegar hægt að fá innsýn í reynsluheim barna á ólíkum stöðum á Íslandi.
Í smiðjunni Ef ég væri forseti geta börn og ungmenni mótað Íslandskortið áfram og einnig velt fyrir sér hvernig þau myndu vilja nýta hæfileika sína og styrkleika, tungumál og áhugamál spurningunni ef þau væru forseti Íslands.
Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.