Velkomin til Þingvalla – 15-17. júní
Þann 17. júní 1944 var íslenska lýðveldið stofnað á Lögbergi á Þingvöllum og er því 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi ár. Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins hefur verið sett upp með fjölda viðburða um land allt.
Margir viðburðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum tileinkaðir lýðveldisafmælinu sem nær hámarki helgina 15-16. júní með þéttri menningardagskrá og tónleikum sunnudagskvöldið 16. júní. Dagskráin er sniðin að fjölskyldufólki með margskonar mismunandi viðburðum, matarvagnahátíð á Vahallarreit, opnun ljósmyndasýningar í gestastofu, fornleifaskóla barnanna, víkingatjöldum, kórsöng og lýkur hátíðnni með tónleikum 16. júní við Valhallarreit þar sem fram koma meðal annars Góss, Bubbi Morthens, Valdimar,Raddbandafélag Reykjavíkur, GDRN, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna.
Verið velkomin til Þingvalla á lýðveldishátið í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Gjaldfrjálst er á bílastæði og ókeypis á sýninguna „Hjarta lands og þjóðar“ í gestastofu alla hátíðarhelgina.
Nánari dagskrá fyrir 15.-17. júní á thingvellir.is
Sjá einnig Ferðafélag barnanna skundar á Þingvöll.