Hoppa yfir valmynd
16. júní 2024

1150 ára saga Íslandsbyggðar – dagskrá fyrir fjölskylduna á Hrafnseyri

Fornleifarannsóknir á Hrafnseyri - mynd

Í ár minnumst við 1150 ára sögu Íslandsbyggðar, sé miðað við árið 874 sem upphaf landnáms. Af því tilefni verður gestum á Hrafnseyri boðið að kynna sér þær merkilegu landnámsminjar sem fundist hafa á Hrafnseyri og nágrenni dagana 16.-17. júní.

Dagskráin verður fjölskylduvæn og verður boðið upp á örnámskeið í fornleifafræði fyrir yngstu kynslóðina. Einnig verður boðið upp á stutta kynningu um landnámsminjarnar á einfaldri íslensku fyrir þau sem eru að læra tungumálið.

Þann 16. júní verður opnuð sýning á munum frá landnámsöld sem fundist hafa á Hrafnseyri en sýningin mun standa í allt sumar. Þá verður einnig verður boðið upp á fræðslu um yfirstandandi rannsóknir á landnámsminjum á Hrafnseyri og Auðkúlu og leiðsögn um túnið á Hrafnseyri þar sem þessar minjar er að finna. Yngsta kynslóðin fær svo einnig að spreyta sig í fornleifafræði undir handleiðslu fornleifafræðings.

1150 ára sögu Íslandsbyggðar verður minnst á Hrafnseyri í allt sumar með reglulegu millibili og verða þeir viðburðir auglýstir sérstaklega.

Nánari dagskrá á hrafnseyri.is

Nánari upplýsingar um fornleifarannsóknina Arnarfjörður á miðöldum

Fornleifafræðirannsóknin í Arnarfirði á miðöldum hófst árið 2011 og hefur staðið yfir síðan. Rannsakað hefur verið á nokkrum stöðum, en stærstu uppgreftirnir hafa farið fram á Hrafnseyri og Auðkúlu. Við rannsóknina hefur verið notast við ýmsa fjarkönnunartækni. Allur Arnarfjörðurinn hefur verið myndaður með drónum auk þess sem hitamyndavélum hefur verið beitt við rannsóknina. Einnig hafa viðnámsmælar og segulmælar verið notaðir til að kanna minjar undir yfirborðinu. Úrvinnsla gagnanna er að hefjast og mun án efa leiða í ljós merkilegar uppgötvanir. Nú þegar er vitað að fólk settist að í Arnarfirði strax við upphaf landnáms á 9. öld, á Auðkúlu, Grelutóftum og Hrafnseyri. Á Auðkúlu hefur verið grafið upp landnámsbýli þar sem fundist hefur stór skáli, mjög stórt fjós, járnvinnslusvæði, bænhús og kirkjugarður, jarðhýsi og tveir minni skálar, svo eitthvað sé nefnt. Á Hrafnseyri hefur verið rannsakað jarðhýsi frá 10. öld, möguleg flóttagöng frá miðöldum og kolagrafir og fleira frá 9. öld.

  • Hrafnseyri - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta